Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1991, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.10.1991, Blaðsíða 4
Jón Viðar Guðlaugsson Væri það ekki skynsamlegast fyrir jafn lítil- fjörlegan og slæman þjón að draga sig í hlé? Er ég ekki bara fyrir og til trafala ? Það er trúlega ekkert gagn í mér. JÓN VIÐAR GUÐLAUGSSON: HERRANN ÞARF HANS VIÐ „Farið í þorpið hér fram undan. Þegar þið komiðþangað, munuðþið finna fola bundinn, sem enginn hefur enn komið á bak. Leysið hann og komið með hann. Ef einhver spyr ykkur: „Hvers vegna leysið þið hann?“ þá svarið svo: „Herrann þarfhans við. “ Þeir sem sendir voru, fóru og fundu svo sem hann hafði sagt þeim. Og erþeirleystu folann, sögðu eigendur hans við þá: „Hvers vegna leysið þið folann ?“ Þeir svöruðu: „Herrann þarf hans við, “ og fóru síðan með hann til Jesú. Þeirlögðu klæði sín á folann og settu Jesú á bak. En þar sem hann fór breiddu menn klæði sín á veginn. Þegar hann var að koma þarað, sem farið er ofan af Olíufjallinu, hóf allur flokkur læri- sveina hans að lofa Guð fagnandi hárri raustu fyrir öllþau kraftaverk, er þeir höfðu séð, og segja: „Blessaðursé sá sem kemur, konungur- inn, ínafni Drottins. Friður á himni og dýrð í upphæðum!“ (Lúk. 19,30-38). Haustið er dálítið undarlegur árstími. Það byrjar svosem ekki neinn ákveðinn dag, held- ur er bara komið allt í einu og stundum að óvörum. Þessa dagana verðum við vitni að endalokum lífs: Gróður jarðar sölnar og deyr. í kristilegu starfi eru þetta oft líka tímamót- in þegar hvíldartíma lýkur og starfið hefst. Á slíkum tímamótum finna margir innra með sér til samblands af kvíða og eftirvæntingar og e.t.v. er þetta tími til sjájfsskoðunar: Er ég hæfur eða hæf? Væri það ekki skynsamlegast fyrir jafn lítilfjörlegan og slæman þjón að draga sig í hlé? Er ég ekki bara fyrir og til traf- ala? Það er trúlega ekkert gagn að mér. í þess- um sporum standa eflaust margir. En það eru fleiri sem tvístíga, hikandi. Jarðarbúar hafa lifað undarlega tíma. Það eru miklar sviptingar og mikið hefur gengið á í heiminum. Hlutirnir gerast hratt og margir standa ruglaðir og ráðþrota í allri þessari hringiðu. Nýja trúin, rauða, sem leysa átti gömlu guðstrúna af hólmi og útrýma öllum mannlegum vandamálum, reyndist vera blekking og tál. Og margir boðberar þessa átrúnaðar keppast nú við að afneita og gleyma. Hér sannast hið fornkveðna: Gömlu gildin halda best. Sumir telja sig sjá í þessum atburðum öllum saman tákn haustsins í lífi jarðar. Endalokin séu nærri. Það var líka mikið um að vera síðustu daga Jesú Kristshérájörð. Lífhansvaráenda. Það var komið haust. Hlutirnir gerðust hratt og margir voru þá eins og nú ráðþrota og ruglað- ir. Skoðanamyndanir breyttust dag frá degi. Hann var vissulega umdeildur þessi maður, smiðssonurinn frá Nasaret sem sagðist vera sonur Guðs. Sannarlega var það margt sem studdi þá fullyrðingu. Hann talaði með sérstökum myndugleik. Ræður hans voru stórkostlegar, þrungnar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.