Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1991, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.10.1991, Blaðsíða 14
Á alþjóðamóti í Bandaríkjunum í fyrra: Sigurbjörn Þor- kelsson (t.v.) og Scott Mayers, formaður al- þjóða útbreiðslunefnd- ar Gídeonfélaga. Guð segir um orð sitt, „það er útgengur af mínum munni: Það hverfur ekki aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en það hefur framkvæmt það, sem mér vel líkar, og komið því til vegar, er ég fól því að framkvæma“ (Jes. 55,11). Ég held að Guð hafi kallað mig til þessa starfs að útbreiðslu Biblíunnar. Ég varð fyrir miklum áhrifum af Gídeonhreyfingunni í æsku eins og vænta mátti. Ég man enn þegar ég hlustaði á frásagnir útlendra Gídeonmanna, sem gistu heima hjá okkur, um undursamleg áhrif Biblí- unnar. Og þegar þar kom fyrir rúmum fjórum árum að ég var beðinn að taka að mér þetta starf fannst mér það vísbending frá Guði.“ Eitt hlutverk Sigurbjörns er að heimsækja árlega allar félagsdeildirnar. Þær eru þrjár í Reykjavík og næsta nágrenni, einnig í Keflavík og Vestmannaeyjum, á Akranesi, Isafirði og Akureyri. Kvennadeild er í Reykjavík og önnur á Akureyri. „Konumar gegna afar mikilvægu hlutverki. Þær bera starfið uppi í bæn. Skrif- stofan hér á Vesturgötu er líka bænastaður. Hingað koma fjórir litlir hópar manna í hverri viku, árla morguns, í hádeginu eða að loknum vinnudegi,ogbiðjastfyrir.Bæninþarfaðhaldast í hendur við dreifinguna. Við biðjum hver fyrir öðrum og fyrir þeim sem fá bókina í hendur. Og að sjálfsögðu er alltaf bænastund á félagsfund- unum.“ Austur-Evrópa opnast Nú eru Gídeonmenn að verki í 148 löndum um víða veröld og hafa þeir dreift um 550 milljónum bóka, einkum Nýja testamentinu. „Það sem er einna markverðast í seinni tíð er stofnun Gídeonfélaga í Austur-Evrópu þar sem orði Guðs hefur verið úthýst í áratugi. Jafnvel í Sovétríkjunum hefur yfir 30 félagsdeildum verið komið á fót. Vinir okkar þar hafa úthlutað meira en þremur milljónum eintaka frá því í desember 1989. Þeir telja sig geta dreift um 400 þúsund bókum á mánuði. Hinn alþjóðlegi biblíusjóður Gídeons, sem við nutum stuðnings frá í mörg ár en leggjum nú fé í, styrkir þá svo að þeir geta gefið 150 þúsund eintök á mánuði. Þeim er frjálst að fara í alla skóla, í gistihús og jafnvel til her- manna. Kína er enn lokað. I sumum löndum þar sem fátækt er mikil er Nýja testamentið eina gjöfin sem fólk fær um ævina. Ef það kann ekki að lesa lætur það aðra lesa fyrir sig.“ Gídponhreyfingin bindur sig ekki við eina kirkjudeild en hefur mjög ákveðinn grundvöll þar sem játuð er trú á guðdóm Jesú Krists og að Biblían sé óskeikult orð Guðs. „Markmið okkar er fyrst og fremst að leiða menn til trúar á Jesúm Krist. Við hvetjum hver annan til að vitna með djörfung og við viljum dreifa hinni helgu bók með skipulögðum hætti, í von um að menn beini sjónum til frelsarans og feli sig honum á vald. Þá er markinu náð.“ - ba BIBLÍAN BREYTIR ÖLLU Margir vitnisburðir eru til um blessunarrík áhrif þess ermenn tóku að lesa orð Guðs sem Gídeonfélag- ar höfðu gefið á sjúkrahús, í skóla o.s.frv. Hérfara á eftir nokkur dæmi. Hef hlotið styrk og kraft Síðustu vikuna í maí 1991 hringdi til mín kona sem ekki vildi láta nafns síns getið. Eftir rödd hennar að dæma hefði hún getað verið á aldrinum 25-45 ára. Hún sagði eftirfarandi: „Hvernig fer ég að því að styrkja starf Gíde- onfélagsins fjárhagslega án þess að láta nafns míns getið? Ég er ein sjálfsagt fjölmargra sem fengið hafa styrk og kraft við lestur Nýja testa- mentisins, sem þið hafið gefið. Þið vinnið einstakt starf og því fylgir ómetanleg blessun fyrir marga.“ Tveimur dögum síðar kom bréf og í því stóð: Guð blessi ykkar starf, megi Guðs orð ber- ast inn á öll heimili hér á íslandi. Með þessu smáræði langar mig að styrkja starfið. Vel- unnari og systir í Kristi - Mark. 16:15. Meðfylgjandi var ávísun kr. 18.000,- Sigurbjörn Þorkelsson

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.