Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1991, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.10.1991, Blaðsíða 7
RENEWING GODS WORLD - TOGETHER Ist WOIN.D ftSSEMBLY OF YMCftS 12th WOhLD COUNCtL OF YMC&S hópar, um sjö konur í hvorum, annar til Hong Kong og hinn til Bankok í Tailandi til þess að kynna sér ástand þessara mála þar. Kynntu hópamir niðurstöður ferðar sinnar og var sér- staklega átakanlegt að hlýða á frásögn hópsins sem fór til Bangkok þar sem „sex - túrismi“ er útbreidd atvinnugrein. Kom m.a. fram að í stríðinu við Indókína varð Bankok eins konar hvíldarstaður fyrir bandaríska hermenn. Spruttu þá upp vændishús og næturklúbbar sem fjölgaði stöðugt. Fátækt er mikil í Tailandi en atvinnu- möguleikar kvenna litlir. Varð úr þessu at- vinnugrein sem hefur vaxið með „aðstoð" ferðaskrifstofa á Vesturlöndum. „Ferðamenn- irnir sem koma til okkar hafa ekki áhuga á höllum, söfnum og öðrum sögulegum menn- ingarverðmætum" sagði ung tailensk kona, sem tekið hefur þátt í að vinna gegn „sex-túrisma“ í heimalandi sínu. Það var greinilegt að henni fannst Vesturlandabúar lítilsvirða þjóð sína. Hún hafði líka áhyggjur af afstöðu stjórnar landsins, sem virti að vettugi útbreiðslu eyðni þar í landi. „Eyðni er bara eins og hver annar sjúkdómur" er afstaða stjórnarinnar. Þar ráða peningasjón- armið ferðinni. Mikið var rætt hvað konur í KFUM gætu gert til þess að vinna gegn „sex-túrisma“. Var á- kveðið að semja ályktun og bera upp til sam- þykktar á heimsþinginu. Brasilísk þingkona hvatti til þess að konur beittu ríkisstjórnir sinna landa þrýstingi. KFUM konur í Tailandi eru þegar famar að vinna gegn „sex-túrisma“ í heimalandi sínu. Inngangserindi, umræðuhópar og ályktana- gerð voru þau ytri form sem einkenndu fundina. Þeir voru ágætur undirbúningur undir sjálft þinghaldið og gáfu fólki kost á að mynda per- sónuleg tengsl í minni hóp strax í upphafi. Hreyfing í vexti Að kvöldi 23. ágúst var setningarathöfn þingsins. Það var stórkostleg stund. I risastórum samkomusal Hilton hótels voru samankomnir rúmlega 800 þátttakendur frá yfir 100 löndum. Meginþema þingsins, sem tengdist að þessu sinni ábyrgð mannsins á sköpunarverki Guðs, var letrað stórum stöfum á vegginn fyrir framan okkur: „Renewing God's World Together“. í heila viku var unnið undir þema þingsins. Kór- eanski guðfræðiprófessorinn David Kwang-sun SUH flutti prédikun út frá I. Mós. 9: 1-17 og Samir H. Kafity biskup biskupakirkjunnar í Jesúsalem hafði kjarnmikið inngangserindi um sama efni. Það var sérstakt ánægjuefni að á þinginu gerðust 5 ríki fullgildir meðlimir í heimssambandi KFUM, en það voru KFUM í Tékkóslóvakíu, Eistlandi, Gambíu, Póllandi og Tógó. Hvers vegna fátækt? Vinnuhópar voru mikilvægur liður í þing- störfunum. Þeir voru 10 og íjölluðu um ólík efni sem öll tengdust með einhverjum hætti megin- þema þingsins. Meðal efnis sem fjallað var um má nefna: Fátækt og þróunarhjálp, frið, heil- brigði fyrir alla, rétt fatlaðra, kynþáttamisrétti, umhverfismál, stórborgarstarf o.fl. Við tókum Þátttakendur á heimsþingi KFUM í Seoul. A veggnum má sjá yfirskríft þingsins. Þetta er heim- urinn okkar, við erum ein fjölskylda og eigum í sam- einingu að virða sköpun Guðs oggera heiminn byggi- legri. HjjaooiB 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.