Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1991, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.10.1991, Blaðsíða 10
AÐALSTÖÐVAR KFUM OG KFUK Á HOLTAVEGI: Framkvæmdum miðar vel áfram Framkvæmdir við nýjar aðalstöðvar KFUM og KFUK við Floltaveg í Reykjavík hafa gengið mjög vel í sumar. Fimmtudaginn 19. september sl. var þeim áfanga náð að húsið var risið og burðarbitar fyrir þak komnir á sinn stað. Af því tilefni voru haldin risgjöld á Floltavegi og boðið til þeirra þeim sem höfðu unnið að byggingunni. Þarna voru saman- komnir hönnuðir, verktakar, fólk úr bygg- ingarnefnd og fjáröflunarnefnd og stjórnum félaganna o.fl. Veður var fallegt þennan dag og blöktu fánar yfir húsinu, bæði íslenski fán- inn og fánar félaganna. Sverrir Axelsson, formaður bygginga- nefndar, bauð fólk velkomið. Pá las Helgi Elíasson ritningarorð og bað bæn. Sverrir rakti síðan gang framkvæmda og kom fram hjá honum að vel hefði gengið í sumar, enda tíðin góð, og að vel hefði verið að verki staðið á allan hátt. Síðan voru bornar fram veiting- ar og áttu gestir góða stund saman á Holta- vegi. Aætlað er að verktakar skili húsinu fok- heldu og frágengnu að utan í nóvember. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um framhaldið en næsti áfangi er að innrétta efrihæð hússins þar sem fundar- og samkomusalir verða ásamt eldhúsi og veitingaaðstöðu. Miklu máli skiptir að fjáröflun gangi vel og ræðst það að veru- legu leyti af gangi hennar hversu fljótt verður hægt að taka húsið í notkun. Risgjöld á Holtavegi 19. september sl. Fánar blakta yfir nýju húsi KFUMogKFUK.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.