Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1991, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.10.1991, Blaðsíða 12
„Biblían er ekki ejns Gg orðabók eða eitthvert veraldlegt rit. Það er Guð sem stendur á bak við B iblíuna. Og fy rir heilagan anda sinn lýkur hann því upp sem hann þarf að koma til skila við þann er verður henni handgenginn. Hún hefur miklu meiri áhrif á líf fólks en við áttum okkur á. Ég held að jafnvel kristnir menn geri sér ekki alltaf grein fyrir þessu.“ Það er þessi trú á guðlegt upphaf Biblíunnar og undraverð áhrif hennar sem knýr menn eins og Gídeonfélaga til að breiða hana út sem mest þeir mega og hvetja fólk til að lesa hana. Gíd- eonhreyfingin á íslandi hefur starfað í rúm 45 ár og dreift þúsundum eintaka af Biblíunni eða hlutum hennar. Líklega eru Gídeonmenn þekktastir fyrir að gefa á hverju ári öllum tíu ára bömum á landinu Nýja testamenti. Góðar viðtökur í skólunum „Við erum rétt að byrja á haustdreifingunni. Það var farið í Langholtsskóla og Laugames- skóla í gær og fyrradag. Þetta voru fyrstu skól- arnir hér í Reykjavík. Ég heimsæki sjálfur Landakotsskóla, Vesturbæjarskóla og Granda- skóla í næstu viku. Við félagamir skiptum þessu á milli okkar og reynum að koma því svo fyrir að ekki fari alltaf sömu mennimir í sömu skólana. Við viljum ljúka dreifingunni í september og október,“ segir Sigurbjörn Þorkelsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, í spjalli við Bjarma er við hittum hann um miðjan september á skrifstofu hans við Vesturgötu í Reykjavík. Sigurbjörn segir að þeim félögum sé nær und- antekningarlaust vel tekið í skólunum er þeir koma með hina helgu bók. „Þegar við höfum ávarpað bömin gerum við grein fyrir Gídeon- hreyfingunni, afhendum hverju barni Nýja testamenti, kennum þeim að fletta upp ritning- arstöðum og hvetjum þau til að lesa bókina. Sumir kennarar láta bömin nota Nýja testa- mentið í tengslum við kristinfræðinámið." Tíu ára böm eru í 190 skólum hér á landi og Gídeonmönnum er í mun að allir skólarnir séu heimsóttir. „Margir félagarnir leggja á sig ómælt erfiði og langan akstur í eigin bílum þegar farið er í skólana. Þeir eru bundnir í vinnu og þurfa að vitja margra skóla á sem skemmstum tíma. Þá eykur það álagið að víða hitta þeir börnin aðeins fyrir hádegið! Og færðin erekki alltaf sem best á fjallvegum á landinu okkar. En þetta tekst - og það er blessunarríkt starf að vinna að þessu. Ekkert barn má verða útundan. Einu sinni voru Gídeonfélagar á ferðinni um Austurland og fundu út að þeir höfðu farið fram hjá einum skólanum. Áttu þeir að snúa við eða senda ein- tökin í pósti? Þeir hringdu í skólann og fengu þær upplýsingar að þar væri aðeins einn tíu ára nemandi, stúlka - og hún væri farin heim, á af- skekktan sveitabæ. Þeir sneru við, komu heim til stúlkunnar og GÍDEONMENN DÍ TAKMARÍ ÞEIR TRÚ

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.