Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1991, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.10.1991, Blaðsíða 6
GYÐA KARLSDÓTTIR: Onnlii A HEIMSÞINGI KFUM í SEOUL Það er ekki á hverjum degi sem fólk fer héðan frá íslandi alla leið til Kóreu til að sitja KFUM-fund. Það gerðist þó á liðnu sumri því dagana 23.-29. ágúst sl. fóru hjónin Gyða Karlsdóttir og Þórarinn Björnsson til Seoul í Suður-Kóreu á heimsþing KFUM sem þar varhaldið. Hérá eftir fer frásögn Gyðu afferðinni. Yfir hálfan heiminn Snemma morguns þann 20. ágúst sl. lagði flugvél í loftið frá Kastrup-flugvelli. Undarlegur fiðringur í maganum, tilhlökkun og óvissa. Að baki var nokkurra vikna dvöl í Kóngsins Köben, fyrir höndum langt ferðalag. Stefnan var tekin á Seoul í Suður - Kóreu, þar sem heimsþing KFUM átti að fara fram dagana 23. - 29. ágúst. Eftirum 18tímaflugogmillilendinguíZurich, Bombay og Hong Kong vorum við hjónin loksins komin til Kóreu, rúmum sólarhring eftir að við lögðum af stað frá Kaupmannahöfn, ef tíma- mismunur er tekinn inn í myndina. Það var ekki laust við að manni létti, að hafa loksins fast undir fótunum! A flugvellinum biðu móttökumenn og konur frá KFUM í Kóreu og kom þá í ljós að meðal farþega þotunnar voru margir gestir heimsþingsins, t.d. þeldökkur náungi sem hafði setið við hlið mér hálfa leiðina og angrað mig með dúndrandi diskómúsík! Var nú mönnum ekið á gististaði sína, flestum á Hilton hótel en þarfór heimsþingið fram, öðrum á KFUM hótel og vorum við í þeim hópi. Sökum Gyða Karlsdóttir þess að á milli þessara staða var dágóður spotti og hins að dagskrá heimsþingsins var þéttskipuð, urðum við alltaf að fara út á morgnana með það fyrir augum að koma ekki heim fyrren að kvöldi. Konur og ungt fólk Við vorum ekki fyrr búin að taka upp úr töskum og tey gj a úr tám, á fremur fátæklega búnu hótelinu, þegar dagskráin hófst. Ekki dagskrá heimsþingsins sjálfs, húnhófstekki fyrr en tveim dögum seinna, heldur dagskrá tveggja funda, kvennafundar sem ég sótti og æskulýðsfundar, sem Þórarinn tók þátt í. Markmiðið með fund- unum var að gefa konum og ungu fólki innan KFUM tækifæri til að miðla reynslu sinni og undirbúa virka þátttöku á sjálfu heimsþinginu. A æskulýðsfundinum, en hann sóttu um 100 manns, var sérstök samþykkt gerð þar sem KFUM-félög í heiminum eru hvött til þess að gefa ungu fólki í félögunum tækifæri til að móta stefnu og axla ábyrgð. Spornað við spillingu Kvennafundinn sóttu að þessu sinni um 130 konur. Fyrir heimsþingið í Aruba, sem haldið var fyrir þremur árum, hittust konur innan KFUM í fyrsta sinn með þessum hætti. Þá fór fram nokkur umræða um misrétti sem konur víða um heim búa við. Var rætt um kynferðislega misnotkun á konum og börnum og í framhaldi af því ákveðið að þeirri umræðu skyldi haldið áfram með markvissari hætti í Kóreu. Það varð úr að fyrir kvennafundinn í Kóreu fóru tveir s liptanfi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.