Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1994, Qupperneq 19

Bjarmi - 01.11.1994, Qupperneq 19
tók mig með valdi og fór með mig til manns- ins sem ég átti að giftast. Ég barðist hart á móti og grét en ekkert stoðaði. Fyrst framan af sat ég sárhrygg inni í kofanum okkar. Hann átti eiginkonu fyrir. Hún hafði alið honum 11 börn. Einungis fjögur þeirra voru á lífi. Það kom að því að ég fæddi barnið mitt. Maðurinn minn svipti það lífi þegar í stað. Hann hnýtti band um háls þess og kyrkti það. Síðan henti hann því út í skóginn. Ég grét við- stöðulaust. Hvað gat ég svosem gert? Nú á ég tveggja ára gamla stúlku. Mér þyk- ir innilega vænt um hana. Það fer vel á með okkur eiginkonunum tveimur. Hún var einu sinni í Alduba þar sem hún heyrði orð Guðs í fyrsta sinn. Hún vill heyra meira og vita hvað það er að vera kristin. Ég trúi því að Jesús hafi fyrirgefið mér synd mína. Ég þrái að vera barn Guðs. Mig langar til að koma þangað sem orð Guðs er boðað en maðurinn minn leyfir mér það ekki. Hann hefur séð að ég hef verið að lesa í Nýja testamentinu. Þá biður hann mig að hætta að lesa. Hann hefur ekki enn þá tekið bókina af mér. / Eg á heima í heiðnu umhverfi þar sem fólk tilbiður illa anda og færir þeim fórn- ir. Maðurinn minn er farinn að borga fyrir þriðju eiginkonuna. Hún er ekki enn orðin fullvaxta. Hann misþyrmir okkur konunum tveimur þegar hann kemur drukkinn heim á kvöldin. Ég hef margsinnis ætlað að strjúka en ég veit að hann nær í mig. Ég kvíði mjög fyrir því að fara aftur heim. Hann leyfði mér að vera i burtu í þrjá daga en nú eru þeir orðnir fjórir. En jafnframt þrái ég að sjá dóttur mína. Sem ég sit og hlusta á Gajdu spyr ég sjálfa mig: Hvernig get ég hjálpað henni? Ég held að ég spilli fyrir ef ég færi að blanda mér í mál hennar. Við tökum fram Biblíuna og lesum saman í orði Guðs. Svo biðjum við Guð, sem allt sér, að vera hjá Gajdu og gera liana að votti sínum þar sem hún er. Vilt þú líka biðja fyrir Gajdu? Heiðindóm- urinn ræður ríkjum þar sem hún á heima. Hver veit nema Guð geti notað hana til þess að leiða einhvern til Jesú. Heyrirðu kallið frá þjóðflokkunum suður frá? Þeir hrópa: Kom yfir og hjálpa oss! Elsa Jacobsen, krístniboði. Fagitaðareríndið veit- ir gleði í hjarta og varpar birtu fram á veginn. Æ fleiri Afr- íkumenn taka á móti Kristi og fylgja hon- um. Þó bíða enn þjóð- flokkar, fjötraðir í andahyggju og vond- um siðum. Neyð þeirra er kall til krist- inna manna um að flytja þeim hið lifandi orð Guðs. DJAPAAI 19

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.