Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 22
Guðmundur Karl Brynjarsson
með
Jólasveinarnir eru vinir barnsins íjötunni
Það er ljótt að vera vondur við
aldraða, en ég þekki trúað og
kærleiksríkt fólk sem hatast
út í góðleg gamalmenni fyrir
hver jól. Mér hefur runnið þetta talsvert
til rifja enda hef ég ekki gleymt því
hversu vel þessir gamlingjar reyndust
mér þegar ég var lítill. Ég er að tala um
jólasveinana, þessa skapmildu, bros-
mildu og gjafmildu karla sem koma til
byggða ár hvert til að gleðja börnin á
sjálfri hátíð barnsins. Ég var einn af
fáum sem fékk í skóinn til tiu ára ald-
urs, þá sagði ótugt í bekknum mínum
mér að jólasveinamir væru ekki til, hvað
þá að þeir dreifðu nammi í skó gegn um
lokaða glugga, það væru mömmurnar
sem laumuðu þessu í skóinn og það
innanfrá. Ég rölti heim á leið,
vantrúaður á þessa fráleitu kenningu,
en sannfærðist þegar mamma játaði að
hafa tekið þátt í samsærinu sem nefna
mætti „stóra skósvikamálið". Þetta var
visst sjokk en að vissu leyti var þetta þó
léttir fyrir mig. Það var alltaf
eitthvað bogið við þetta.
En vikjum aftur að óvildarmönn-
um jólasveinanna. Þessar nei-
kvæðu raddir em fremur nýjar en
þeim virðist fara íjölgandi. Þessi
„kristilega óvild" beinist annars
vegar að gömlu, íslensku jóla-
sveinunum, að þeir séu
heiðinn skríll og börnum
vondar fyrirmyndir,
og hinsvegar að
jólasveinum
auglýsinganna,
að þeir séu sendi-
herrar kaup-
manna, gerðir út af
örkinni í þeim tilgangi
einum að gera fæðingar-
hátið Drottins að gjafa-, fata-
og matarorgíu.
Mig langar, í
fáum orðum, að
bera blak af
jólasvein-
unum og setja
þessi tvö atriði
á oddinn.
íslensku jólasveinarnir
eru vondar fyrirmyndir
„Ef íslensku jólsveinamir færu á kreik á
öðmm árstima væri þeim stungið beint
inn á Hraunið,“ sagði Gunnar Þorsteins-
son, forstöðumaður Krossins, í morgun-
þætti í útvarpinu fyrir skömmu er hann
hvar spurður um álit sitt á þeim. Vissu-
lega er þetta rétt hjá Gunnari. Það er
sinni. En af hverju ætli íslensku jóla-
sveinarnir hafi verið vondir og hrekkj-
óttir? Kannski af sömu ástæðu og hvað
þeir eru góðir í dag. Hrekkir íslensku
jólsveinanna eru ef til vill bara önnur
útfærsla af „stóra skósvikamálinu“, það
er til að halda börnum góðum meðan
verið var að gera klárt fýrir jólin. En nú
er öldin önnur. íslensk börn eru ekki
Jölasvein
kunnara en frá þurfi að segja að synir
Grýlu höfðu margan ósið og stunduðu
ýmislegt saknæmt og hver veit nema
réttarkerfl nútimans myndi setja þá ein-
hverja mánuði bak við lás og slá eftir sí-
endurtekin brot. En þeir yrðu þá
örugglega látnir lausir íyrir næstu jól.
En að öllu gamni slepptu þá heyrir trú
barna á gömlu islensku jólasveinana
að mestu sögunni til. Varla eimir neitt
eftir af þeim nema nöfnin og fjöldi
þeirra. Þessir smákrimmar fyrri
alda hafa hlotið geymslustað sem
hæfir þeim mun betur en
Litla-Hraun, nefnilega Þjóð-
minjasafnið. Það er orðinn
árviss viðburð-
ur í jóla-
mánuð-
inum að
leikarar
í lopa-
peysum
ærslist þar
fyrir börnin
með hrá bjúgu í
bandi, skyr í
trogi eða
annað sem
á við
þann
jóla-
svein
sem leikinn er hverju
Toikning: Rakel Tómasdóttir.
lengur hrædd við hrekkjusvín með skott-
húfur og skeggbrodda. Taugar þeirra
eru enda sem stál, hertar af forljótum
teiknimyndafigúrum í barnatímum
sjónvarpsstöðvanna. Að berjast gegn
vondum áhrifum íslensku jólasveinanna
er þvi í álíka takt við tímann og að hefja
áróður fyrir því að fólk hætti að láta
hundana sleikja aska sína.
Jólasveinninn stal
jólunum!
Jólasveinarnir eru, þvi miður, orðnir
tákngervingar kaupæðisins sem grípur
heiminn í desember. Hin gagmýnin sem
minnst var á hér að ofan hefur þvi mun
meira til síns máls. En ekki er við jóla-
sveinana að sakast heldur kaupmennsk-
una. Kaupmennskan stal jólasvein-
unum og kemur þeim til að gera ýmis-
legt sem þeir eru ekki par stoltir af.
Þeim hefur verið þröngvað inn í kaup-
æðið að þeim forspurðum. Það er deg-
inum ljósara að sölumennska er ekki í
anda sannra jólasveina. Fyrirmynd allra
sannra jólasveina er Nikulás nokkur,
tyrkneskur biskup sem starfaði í Suð-
vestur-Tyrklandi á fjórðu öld og var síð-
ar gerður að dýrlingi að kaþólskum sið
(Santa Claus). Þjóðsagan segir að hann
muni víst fyrstur manna hafa tekið upp
þann sið að gleðja bömin með gjöfum
fyrir jólin til að minna þau á stærstu
gjöflna sem mannkynið eignaðist í bam-