Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 31
Nú samdi Gyða tvo fyrstu kaflana um
upphaf sumarstarfs KFUK og umfyrstu
árín í Vindáshlíð en þá tekur Betsy við
og lýsir hvernig starfið þróaðist þar
áfram. Var þetta unnið á ólíkan hátt?
Já, því að Gyða þekkti þetta tímabil
auðvitað ekki af eigin reynslu og varð að
styðjast við heimildir eingöngu en Betsy
byggði einkum á því sem henni var
sjálfri minnisstætt þótt hún notaði auð-
vitað líka heimildir, en þá kom í ljós að
skrifaðar heimildir eins og fundargerðir
og annað eru ekki alltaf tæmandi.
Er ekki hætt við að eitthvað gleymist
þegar saga sem þessi er rítuð?
Markmið okkar var að lýsa starfinu í
Vindáshlíð frá eins mörgum hliðum og
hægt væri, þess vegna er sérstakur kafli
eftir Katrínu Kristjánsdóttur um söngv-
ana sem ortir voru þar og sungnir, ann-
ar um náttúrufar og gönguleiðir í ná-
grenni Vindáshlíðar eftir Guðrúnu Eddu
Gunnarsdóttur og kafli um kirkjuna í
Vindáshlíð sem hún samdi einnig. Svo
fannst okkur að það þyrfti að fjalla sér-
staklega um þijár manneskjur sem sett
höfðu svip á staðinn og mótað starflð á
sérstakan hátt: Sigurlaug Svanlaugsdótt-
ir sem var matráðskona í Vindáshlíð i
fjölmörg ár en um hana skrifa þær sam-
an, Betsy og Sigríður Sandholt; Guð-
laugur Þorláksson sem áður er nefndur,
um hann skrífar Katrin Kristjánsdóttir,
og loks Helga Magnúsdóttir kennari
sem var formaður Hlíðarstjómar og for-
stöðukona í Vindáshlíð í mörg ár, um
hana skrifa Sigríður Pétursdóttir og
Hrafnhildur Lámsdóttir. Svo er í bókinni
predikun eftir sr. Sigurð Pálsson, sem
ílutt var í Vindáshlíð árið 1994 en þar
er lýst svo vel markmiði starfsins og
tilgangi og þess vegna vildum við
endilega hafa hana með. Guðrún Ólafs-
dóttir var ritstjóri Daggarinnar, fundar-
blaðs Hlíðarmeyja, i mörg ár og hún lýsir
mjög skemmtilega gleði og raunum rit-
nefndarinnar og birtir valda kafla úr
blaðinu. Og Guðfinna Guðmundsdóttir
segir frá verklegum framkvæmdum í
Vindáshlíð frá þeim ámm þegar íþrótta-
húsið Vcir byggt.
Bókin átti í raun og veru fyrst og
fremst að sýna hvemig Guð hefur leitt
þetta starf og gefið okkur Vindáshlíð.
Þar hafa margir fengið að reyna á sér-
stakan hátt bænheyrslu Guðs og varð-
Halldórsson ásamt nemendum sínum í Breiðagerðisskóla.
veislu hans yfir bömunum og staðnum.
Það er alls ekki þannig að allir sem hafa
komið nálægt þessu starfi geti flett upp
og fundið nafnið sitt í þessari bók. Guð
þekkir hvem og einn og á hverjum tima
hafa verið svo margir þátttakendur að
það þyrfti mörg bindi til þess að koma
þvi öllu til skila. Sem dæmi má nefna að
það vom á þriðja hundrað manns sem
komu í vinnuílokka sumarið 1949 og
auðvitað engin leið að nefna alla. Að fá
að taka þátt í starfinu er mikil gjöf hvort
sem það kemur einhvers staðar fram
eða ekki.
Verður ekki auðveldara núna að
kynna sögu Vindáshlíðar fyrír telpunum
sem koma þangað á sumrín?
Jú, við vonumst til þess að bókin
nýtist starfsstúlkunum vel í sumarstarf-
inu, það var meðal annars markmiðið.
Svo eru í bókinni endurminningar
stúlkna sem verið hafa í Vindáshlíð og
við reyndum að velja þær þannig að þær
væru ekki allar frá sama tíma. Katrín
Guðlaugsdóttir var í fyrsta unglinga-
flokknum sem fór í Vindáshlíð og segir
frá því. Þórdís Ágústsdóttir og Ragn-
heiður Sverrisdóttir rilja einnig upp
minningar úr Vindáshlíð en þær fóru
þangað fyrst í byijun sjöunda áratugar-
ins. Grein Ragnheiðar íjallar í raun sér-
staklega um hvað það er erfltt að fara að
heiman í fýrsta sinn og margir þekkja
hvemig það er. Loks er skólaritgerð um
sumardvöl í Vindáshlíð, samin árið
1989 af Guðnýju Einarsdóttur þegar
hún var 11 ára.
Skiptir það máli að Vindáshlíð er
sérstaklega fyrír stúlkur og konur?
Það skiptir miklu máli. Það er stað-
reynd að stelpur njóta sín mjög vel þeg-
ar þær em einar saman og hafa gott af
þvi að fá stundum að vera í friði. Það er
einnig mikilvægt fýrir okkur konurnar
sem stöndum að þessum sumarbúðum
að sjá að vlð getum þetta þvi að það er
mikil ábyrgð að reka sumarbúðir. Kon-
um hættir oft til að draga sig í hlé - að
minnsta kosti hér áður fýrr - þegar þær
taka þátt í blönduðu starfi karla og
kvenna. Það er líka svo skemmtilegt að
skoða sögu Vindáshlíðar með þetta í
huga, að sjá hvað stúlkurnar í KFUK
vom duglegar og ósérhlífnar þegar þær
unnu að byggingu skálans. í Vindáshlíð
kom líka í ljós að KFUK-stúlkur gátu ort
söngva en þangað til höfðu þær lítið gert
af þvi. Við getum verið stoltar af konun-
um sem byggðu upp starfið í Vindáshlíð.
Eitthvað að lokum?
Vindáshlíð er okkar kristniboðsakur.
Þangað flykkjast mörg hundruð stelpur
á hverju sumri og við viljum gjarnan
nota það tækifæri þannig að orð Guðs
komist til skila, að þær læri að biðja og
fái að kynnast kristinni trú og trúar-
iðkun. Með titli bókarinnar vildum við
leggja áherslu á að mikilvægast af öllu
sé að í Vindáshlíð „andi Guðs blær" í
öllu sem þar fer fram, í umgengni allra
á staðnum, þannig að stelpurnar, sem
koma i Vindáshlíð, flnni kærleika í dag-
legu starfl um leið og þær kynnast fali-
egri náttúm, sjálfu sköpunarverkinu, og
verði ljóst hvað það er yndislegt að vera
manneskja.