Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 19
Sigvaldi á 12. degi eftir aðgerð, tilbúinn að útskrifast af spítalanum. um. Ég sagði strax já, enda gerði ég mér grein íyrir að það væri óvíst hvað ég ætti langt eftir ólifað ef ekkert væri að gert. Það er svo sérstakt að segja frá þessu öllu því ég var alls ekki búinn í öllum rannsóknum og málefni sjúklinga voru venjulega tekin til nánari ákvörðunar á vikulegum fimmtudagsfundum. En allt um það. Ekki var eftir neinu að bíða og strax þetta miðvikudagskvöld fór Inga með okkur á spítalann. Teknar voru blóðprufur og ég fékk meðal annars fræðslu hjá sjúkraþjálfara um öndunar- æfingar. Aðgerðin var svo gerð aðfarar- nótt fimmtudagsins 21. nóvember, þ.e.a.s. innan þriggja sólarhringa frá þvi að ég kom til Svíþjóðar. Aðgerðin gekk mjög vel og tók ekki nema fimm og hálf- an tíma en algengt er að slíkar aðgerðir taki átta klukkustundir. Það sýnir að það var ekkert óvænt sem kom upp á og að allt hafl gengið upp i aðgerðinni. Líf- færagjaflnn sem ég fékk lifrina úr veitti sjö manns líf. Einn fékk hjartað úr hon- um, tveir fengu sitt hvort lungað, tveir sitt hvort nýrað og svo fékk ég 2/3 hluta af lifrinni og lítil þýsk stelpa 1/3 hluta. Lifrin er himnuskipt í þessum hlutföllum en óskipt hefði lifrin verið of stór íyrir mig. Hefði ég verið sendur til „Köben“ þá hefði ég ekki getað þegið þetta líffæri því sjúkrahúsið í Gautaborg er eina sjúkrahúsið á Norðurlöndunum sem getur skipt svona um lifur. Þannig að mér finnst ekki bara eitt í þessu heldur allt vitna um stórkostlega bæn- heyrslu Guðs. Og þessir þrír til fimm dagar urðu tveir mánuðir! Borin uppi í bæn Getið þið reynt að lýsa hvernig ykkur leið íyrir og fyrst eftir aðgerðina? S: Þetta var náttúrulega dálítið stór aðgerð sem ég var að fara í og ég man að þegar verið var að rúlla mér niður á skurðstofu þá fannst mér ég vera að horfa á „vídeóspólu" þar sem ævi mín þaut í gegn. Þetta var óneitanlega stór- furðuleg lífsreynsla. Ég get heldur ekki neitað því að ég hafði vissar áhyggjur áður en ég fór í aðgerðina. Við vorum nýbúin að selja ofan af okkur íbúðina og nýja íbúðin var langt frá því að vera tilbúin. Von var á fjölgun í fjölskyldunni og mín hugsun var: Vakna ég eftir að- gerðina? Fæ ég að sjá Eddu og Davíð Arnar aftur? Það var ekkert sjálfgefið. En auðvitað setti maður allt traust sitt á læknana og bað Guð um að vera með sér og læknunum. Sá styrkur sem bænin veitti mér á þessum tima var alveg ótrúlegur, þvi er ekki hægt að fysa í orð- um. Þetta er bara eitthvað sem maður upplifir, ja, vonandi bara einu sinni undir þessum kringumstæðum. Þetta var styrkur sem ég þurfti á að halda, þvi ég gat ekki sett traust mitt á neitt annað en Guð og læknana. Ég held að í öllu þessu höfum við verið borin uppi í bæn. Þar sem hópar komu saman var gjarnan beðið fyrir okkur, nánast í hvaða sam- félagi sem var. Og ýmsir báðu fyrir okkur sem höfðu jafnvel aldrei séð okkur eða heyrt. E: Sr. Jón og Inga veittu okkur líka ómetanlegan stuðning. Ég þekkti þau ekkert áður en við fórum út en það var frábært að kynnast þessu yndislega fólki og ég á éftir að búa vel að því. Inga keyrði okkur á spitalann þegar kallið kom en sr. Jón varð að vera heima þvi hann var veikur. Á spítalanum fékk ég að vera með Silla alveg þar til búið var að færa hann yflr á skurðarborðið. Þar kvaddi ég hann. Þá var klukkan eitthvað um eitt eftir miðnætti og ég fór síðan heim með Ingu og reyndi að sofna. Að sjálfsögðu hafði ég miklar áhyggjur af Silla, en samt var ég einhvern veginn ótrúlega róleg og ég svaf meira að segja dálítið um nóttina. Ég trúði einhvern veginn ekki öðru en að þetta færi allt vel. Innst inni vissi ég samt auðvitað að það gæti allt eins farið illa. Næsta morgun hringdi sr. Jón strax til að athuga hvernig aðgerðin hefði gengið og hvenær óhætt væri að heim- sækja Silla. Ekki var talið rétt að ég kæmi fyrr en hann væri kominn upp á gjörgæslu og aðeins farinn að vakna. Við komum síðan á spítalann í þann mund sem hann var að byija að vakna. Ég gat ekki annað en tárast af gleði þegar ég sá hann. Auðvitað var erfltt að sjá hann í öndunarvél og með allar þessar nálar og leiðslur. S: - Maður var svona eins og kóngu- lóamaðurinn! - E: En allar þessar leiðslur og það allt truflaði mig ekki svo mjög því ég hafði sjálf unnið svolítið inni á gjörgæsludeild. Ég sá bara Silla og ég sá að hann leit ekkert verr út en fyrir aðgerðina. Eigin- lega fannst mér hann þarna strax líta pínulítið betur út og guli liturinn byrjað- ur að dofna. Ég man að mig langaði svo að faðma hann innilega en fyrir það fyrsta hefði það ekki verið sérlega þægi- legt fyrir Silla og svo var ég vel meðvituð um þá miklu ónæmisbælingu sem kom- in var í gang. Þá var gott að geta faðmað Ingu sem hafði fylgt mér á gjörgæsluna. Sigvaldi hvílir sig á steini í fyrstu löngu gönguferðinni sem hann fór í eftir aðgerðina.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.