Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 24
Benedikt Arnkelsson Köllunin ,er kj ölfestan Rætt við krisLniboðanci Margréti HróbjartsdLóttur og BenecLUct Jasonarson Fyrstu fimm árin okkar í Konsó voru yndislegustu árin í ævi okkar,“ segir Margrét Hróbjarts- dóttir kristniboði. Hún og maður hennar, Benedikt Jasonarson, komu heim frá Konsó í Eþíópíu í ágúst síðast- liðnum. Þau hafa reyndar starfað þar áður, svo og í Gídole og einnig í Senegal í Vestur-Afríku. Við sitjum í stofunni á heimili Ingi- bjargar Þorsteinsdóttur móður Margrétar. Októbersólin skín skær og heit inn um gluggana svo að opið er út á svalimar. „Ég man að við vorum full eftirvænt- ingar þegar við komum út á akurinn fyrir 40 árum. Aðstæðurnar voru afar erflðar og myrkrið mikið meðal fólksins. En við sáum hvemig Guð vann hvem sigurinn af öðmm,“ segir Margrét. Erfið glíma Tíðindamann Bjarma langar til að vita hvemig það bar til að þau hjónin urðu kristniboðar. Benedikt er sonur Jasonar Sigurðssonar kaupmanns og Ingibjargar Benjamínsdóttur konu hans. Þau eru bæði látin. Benedikt kveðst hafa lært bænir í bernsku. Hann fór ungur að sækja fundi í KFUM og hlustaði þar á kristilega boðun. Hann nefnir einkum fjóra félagsmenn sem hafi haft trúarleg áhrif á sig, þá Áma Sigurjónsson sem var sveitarstjór- inn hans, Magnús Runólfsson fram- kvæmdastjóra, Hróbjart Ámason föður Margrétar og Ólaf Ólafsson kristniboða. Ámi gerði sér mjög far um að kynnast drengjunum sem best og hlúa að hveij- um og einum. Magnús hélt m.a. biblíu- lestra í hverri viku og sótti Benedikt þá. Hróbjartur stofnaði Kristniboðsflokk KFUM og þar gerðist Benedikt félagi. Og Ólafur var óþreytandi að tala máli kristniboðsins. Á þingi Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga 1945 var samþykkt að hvetja kristniboðsvini til að biðja þess að Guð kallaði unga menn til starfa á kristni- boðsakrinum. Benedikt var um það leyti i hópi fólks í KFUM og KFUK í Reykjavík sem lét sér annt um kristilegt starf á Akranesi og studdi við samkomuhöld þar. Um haustið þetta ár talaði Ólafur kristniboði einu sinni sem oftar á sam- komu á Akranesi — og þá segir Benedikt að hann hafi í fyrsta sinn fundið með sér sterka hvöt og köllun til að verða kristniboði, vegna boðunar Ólafs. En hugsunin var honum afar erfið og hann reyndi eftir mætti að spyrna á móti henni. „Ég hafði eignast trúna á Drottin Jesú í Vatnaskógi. Magnús Runólfsson gekk með mér út í bænatjald og við áttum þar saman úrslitastund. Seinna fór ég einn í tjaldið og helgaði mig enn Drottni. Ég tók að lesa reglulega í Biblíunni. Þegar óróinn vaknaði eftir samkomuna á Akranesi opnaði ég varla Biblíuna mína án þess að rekast á einhver orð sem snertu kristniboðið! En ég gat ekki hugsað mér að verða kristniboði, fannst ég ekki verðugur svo háleitrar köllunar. Ég sagði engum frá baráttu minni fyrr en seinna um veturinn. Þá var ég á sam- verustund í kristniboðshúsinu Betaníu og stóð upp og kvaðst vera að glíma við köllun til kristniboðsstarfa." Nokkru seinna kom Benedikt að máli við formann Kristniboðssambandsins til að segja honum frá óróleika sínum. Er skemmst frá því að segja að strax um Þegar óróinn vaknaði eftir samkomuna á Akranesi opnaði ég varla Biblíuna mína án pess að rekast á einhver orð sem snertu kristniboðið! En ég gat ekki hugsað mér að verða kristniboði.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.