Heima er bezt - 01.11.1951, Page 3

Heima er bezt - 01.11.1951, Page 3
Nr. 9 Heima er bezt 259 Austfirzkur sjómaður segir frá: Úr sandfokinu á Rangárvöllum Stundar sjóinn enn, áttræður og hálf blindur HÉR ÆTLA Ég að lýsa ýmsum atvikum í ævi Sigurbergs Þor- bergssonar, sem er einn hinna gömlu sæljóna, sem lifað hafa tímamót tvenn, hagrætt segl- um hinna gömlu áraskipa, sem nú eru að mestu liðin undir lok, og nú seinni árin dregið þann gula á handfæri á vélbát- um, austur á fjörðum, nær blind- ur og nú kominn á áttræðis ald- ur. Þor hans og kjarkur er að- dáunarverður og þess verður, að hann sé færður í letur. Það er ekki öllum hent á hans aldri og þó yngri og fullsjáandi, að draga þorsk úr sjó. Læt ég nú gamla- manninn hafa orðið. Þá er það fyrst að faðir minn hét Þorbergur Jónsson, (varkall- aður hinn sterki) og bjó á Tjörfastöðum á vestri Rangár- völlum. Sá bær er nú eyðimörk. Ekki veit ég glöggt hverra manna faðir minn var, en mér hefur verið sagt að ætt hans væri í karllegg frá Bjarna bónda á Víkingslæk á Rangárvöllum. Bjarni þessi átti níu syni og er ég talinn fimmti maður frá honum. Er mér sagt að frá téðum Bjarna séu þessar ættir komnar: Keldnaætt, Héraðs- og Hvamms- ætt í Mýrdal. — Móðir mín hét Sigríður Þorsteinsdóttir frá Köldukinn í Holtahreppi. Það fyrsta, sem ég man eftir mér, er það að mamma var að spinna á rokk, og var ég að rjátla við rokkhjólið, og átti bágt með að gegna. En í því kemur inn í bað- stofuna stór og þrekinn maður og ætlar að heilsa mér, en ég hafði mig undan og skreið inn undir borð. Þessi maður hét Árni og var kallaður Stórsson. Ég hef líklega verið á þriðja ári. — Svo bar fátt til tíðinda á því tímabili. Það er rétt að ég lýsi dálítið húsakynnum og landslagi, þar sem að ekki sést nema mold og auðn nú. — Baðstofan var þriggja rúma lengd, með skar- súð og milliger.ð með vængja- hurð, hliðarglugga að aftan, en stafnglugga að framan. Moldar- gólf var í henni, og gengu þrep úr henni fram í bæjardyr. Inn af bæjardyrunum var eldhús og viðargeymsla þar inn af. Fyrir austan bæjardyrnar var skemma, er geymdur var í allur matur, reiðfæri og fleira. Þar næst kem- ur smiðja og var þar smíðað ljáir og skeifur o. fl. — Fyrir vestan bæinn var fjósið og heygarður. Dálítill kálgarður var fyrir fram- an bæinn og kúmensbrúskur. Eitt hesthús og lambhús stóðu á túninu, en fullorðið fé var haft út í högum. Landslagið var þannig, að upp af bænum var fögur og víðlend heiði, öll grasi gróin með hólum og dölum. Beggja megin við hana voru gömul eldhraun, mestmegnis með lyngi og gróðri. Undan vestra hrauninu rann bergvatns- lækur suðaustur í Ytri-Rangá. Fyrir austan þennan læk voru engjarnar á nesi, sem gekk aust- ur í eystri Rangá. En fyrir ofan engjarnar og nesið var óslitið klettabelti milli Torfastaða- og Hrólfsstaðahellra. •— Fyrsta at- vinna mín var að reka kýrnar fram á þetta nes. Var það töluvert svæði. Þótti mér gaman að koma þangað, því það var svo mikið af flötum smá- steinum í ánni. Varð mér oft taf- samt í þessu steinaríki. í eitt skipti var ég óvanalega lengi, fyrir það að Guðmundur skáld Guðmundsson heimsótti mig þangað og baúð mér heim með sér. Hann átti heima í Hrólf- staðahelli. Var ég þá sex ára, en hann sjö. Fór ég heim með hon- um, en var víst heldur lengi, svo að ég gleymdi mér alveg. Samt datt mér í hug að mál myndi að halda heim. Lagði ég því af stað, komst heim á túnið lagðist þar í Sigurbergur Þorbergsson. __ djúpa götu og sofnaði, kveið fyr- * ir að koma heim, vissi að ég myndi fá ráðningu hjá mömmu. Samt vaknaði ég við hundagelt. Þegar ég kom heim þá var mamma með eitthvað undir svuntu sinni. Rendi ég grun í hvað það væri, því ég var farinn að þekkja sóflinn. En pabbi var búinn að leita mín háifan dag- inn. Atyrti hann mig ekki neitt, hann var mér alltaf góður. Hann lagði ekki mátt sinn á lítil- magna. Hann brúkaði hann til þarfari verka. Mamma var mér líka kærleiksrík, þó hún hirti mig. Var mér það fj’rir beztu. Eitt ætla ég að minnast á sem ég varð var við á Tjörfastöðum. Ég var farinn að sofa til fóta hjá Guðjóni bróður mínum, og var það eitt kvöld að ég sat á rúmi mínu. Mamma var að skammta kjötsúpu inn í baðstofu. Eitt rúmstæði var fyrir innan þilið, en fyrir aftan dyrastafinn stend- ur roskinn kvenmaður stór og sver og sýnist mér hún eigi hafa augun af mér. Ég varð ekkert hræddur, og hafði heldur ekki orð á þessu við neinn. Ég virði konuna fyrir mér, út-

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.