Heima er bezt - 01.11.1951, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.11.1951, Blaðsíða 30
286 Heima er bezt Nr. 9 um, beint á móti mér, og skipti nú engum togum, að það sló hramminum í mig af slíku afli, að ég valt kollnhís. Ég komst þó óðara á fætur, hvað æfingu minni í hringleika- húsunum er fyrir þakkandi, en ég geri ráð fyrir, að ég hafi verið bleikurr sem nár. Ennþá var olíu- lampinn samt í hendi mér, og hafði ekki slokknað á honum, svo að eftir að ég hafði jafnað mig — og ljónið farið inn aft- ur — ákvað ég að halda áfram niður í kjallarann. Fyrst lagði ég vitanlega leið mína þangað sem ljónabúrunum hafði verið kom- ið fyrir. Þar var sægur af hvers kyns gömlum leiksviðsútbúnaði, skrani og úreltum munum, svo það var engan veginn auðvelt að komast þar áfram, og ég þurfti að gæta mín við hvert fótmál. Skyndilega sá ég í augu, sem líktust glóandi hnöttum inni í myrkrinu. „Já, þarna eruð þið, óargadýrin ykkar!“ hreytti ég út úr mér, vitandi það, að ljónin myndu þekkja rödd mína. Síðan sló ég stafnum mínum í þá hluti, sem næstir stóðu, og sveiflaði ljóskerinu til og frá. Þetta hafði þau áhrif, að ljónin tóku á rás sitt í hverja áttina. Skruðning- urinn af gömlum munum, sem dýrin hrundu um koll, ásamt því felmtri, sem sló þau við komu mína, olli því, að þau hlupu aft- ur og fram um kjallarann nokkra stund. En nú var mér fullkomlega ljóst, hvers ástand- ið krafðist. Ég vissi af reynslu, að dýrin myndu leita inn í búr- in strax er þau væru farin að finna til einhverrar þreytu. Þetta reyndist rétt vera, því að eftir að ég hafði æst þau upp til að hlaupa í annað skipti, fóru þau að hreyfa sig í áttina að búr- unum, sem þau höfðu sloppið úr. Ég sá, hvar þrjú þeirra fóru inn í eitt af stóru búrunum og fimm inn í annað, en tvö stóðu auð. Þá rauk ég til og setti slagbrand- inn fyrir búrin eins rækilega og ég gat, flýtti mér síðan upp til þess að skýra mönnunum frá því, að hættan væri liðin hjá og ljón- in komin örugglega undir lás og slá. Ég fékk samstarfsmenn mína til að koma niður með mér, og meðan tólf vopnaðir lögreglu- þjónar stóðu vörð um okkur, negldum við aftur búrin eins rækilega og hægt var. Að því loknu fór ég að fá mér morgun- verð og búa mig undir lokaæf- inguna. Lokaæfingin átti að fara fram klukkan níu á laugardagskvöldi, og húsið varð von bráðar fullt af boðsgestum, blaðamönnum, borg arstjóra Parísar og fjöldanum öllum af öðru mektarfólki. Leik- sviðið var skreytt og útbúið á fullkomnasta hátt, en að hverju atriði loknu gekk leikstjórinn fram á sviðið og spurði áhorfend- ur, hvort þeir vildu koma fram með tillögur um breytingu eða endurbætur á því, sem þeir hefðu verið að sjá. Einstöku sinnum var komið með þesskonar til- lögu, og þá var sú sýning end- urtekin. Allt þetta kostaði nokkra töf, og fyrr en varði var klukkan orðin þrjú um nóttina. Áður en skógarþátturinn með ljónunum fór fram, var gefið klukkustundarhlé, en að hléinu loknu má segja, að leikhúsið hafi verið á öðrum endanum af eftir- væntingu. Búrin með ljónunum varð að flytja upp úr kjallaran- um rétt áður en dýrin skyldu koma fram á sviðinu, sökum þess hversu lítið rúm var að tjalda- baki meðan fyrri hluti leiksins fór fram. Búrinu með ljónunum fimm var komið fyrir á sínum stað slysalaust, en þegar verið var að lyfta því búrinu, sem þrjú Ijónin voru í, slitnaði kaðallinn með þeim afleiðingum, að ljón- in duttu öll á þær bráðabirgða- dyr, sem fyrir búrinu voru, svo að þær opnuðust og eitt ljónið slapp út. Á sama andartaki rauk leik- sviðsstjórinn í áttina þangað sem leikhúseigandinn sat, við hliðina á mér, og hvíslaði eins hátt og hann þorði: „Ljónin eru slopp- in!“ Eigandinn varð orðlaus í nokkrar sekúndur, en síðan greip hann um hönd mína skjálfandi af hræðslu og hálfhrópaði: „Ljónin eru sloppin! Hamingj- an hjálpi mér! Heyrið þér hvað ég segi? Ljónin eru sloppin!" Ég var hinn rólegasti og svar- aði með stillingu: „Það er allt í lagi, herra minn! Allt í lagi! Það fer allt saman vel!“ „Hvað meinið þér!“ skrækti hann og starði á mig. „Segið þér, að allt fari vel? Skiljið þér ekki, að leikhús mitt er búið að vera Ég er gjaldþrota maður!“ Og hann rauk á fætur og gekk fram og aftur að tjaldabaki eins og vitfirringur. Ég sá hins vegar, að Ijónið hafði farið inn í búrið sitt aftur, og dýrin virtust fullkom- lega undir það búin að fara fram á sviðið, svo að ég gat fært eig- andanum þessar ágætu. fréttir og hughreyst hann svo til sam- stundis. En þá kom annað bobb í bátinn. Blökkumaðurinn, hetja skógarþáttarins, hann sást hvergi. Þegar hann loksins kom á síð- ustu stundu, mátti fljótt komast að raun um það, að honum varð ekki við bjargað í þetta skipti. Vinir hans höfðu tekið að sér að skemmta honum, og þeir höfðu gert það allrækilega, en ekki að sama skapi viturlega, svo að hann gat hvorki talað né staðið óstuddur. Ég bauðst þegar í stað til þess að gera mitt til, svo að eigandinn yrði ekki gjaldþrota, hraðaði mér þegar niður í bún- ingsherbergin, makaði mig svartan og tókst að finna viðeig- andi hárkollu og fatnað. Sviðið var von bráðar tilbúið, og inn fór ég. Það var aðeins einn hængur á þessu ráði mínu: Ég kunni ekki stakt orð í hlutverkinu; og þar sem ég var ekkert sérlega lipur í frönskunni, myndi ég ekki hafa getað talað hana vel, jafnvel þótt ég hefði nú kunnað hlutverkið. Ég reyndi því að sýna eins góð- an látbragðaleik og mér var frekast unnt, á meðan hin ljós- hærða ungmey, sem á móti lék, bar hita og þunga þáttarins. Á réttu augnabliki ráku ljónin upp öskur, það er að segja, öskrið var framleitt með sérstöku tæki, því að ekki var því að treysta, að ljónin öskruðu, þegar þau áttu að öskra. Leikkonan unga varð hrædd við ljónin, og nú lenti á mér að sefa hana, í sjálfum ást- arþættinum, og koma henni svo fyrir á öruggum stað. Svo birt- ust á himninum þessar venju- legu leikhúseldingar með þrumu- gangi og látum, ljónunum hleypt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.