Heima er bezt - 01.11.1951, Blaðsíða 27
Nr. 9
Heima er bezt
283
Kortið sýnir leið þá, sem Vasco da Gama fór fyrst til Indlands árin 1497—1499.
sóknarför sinni til Palestínu,
Egyptalands og Arabíu Hann
hafði ásamt fylgdarmanni lagt
af stað á kostnað konungsins til
þess að fá sannar og nákvæmar
upplýsingar um hin eftirsóttu
Indíalönd. Ferðafélaginn gafst
fljótt upp á erfiðleikum ævin-
týrsins, en Pedro hélt áfram.
Með árunum tókst hann á hend-
ur víðtæk ferðalög og þýðingar-
mikil til strandlengjunnar í átt
að Indlandi. Á heimleiðinni sendi
hann bréf frá Alexandríu til
hirðarinnar með fyrstu frásögn-
inni, en þá fékk hann tilmæli um
að halda ferðinni áfram til Abes-
siníu. í bréfi þessu voru eftirfar-
andi atriði tekin fram:
— Sigli maður út frá Guinea,
hljóta skipin, ef þau halda stöð-
ugt áfram, að ná þeim stað, þar
sem meginland Afríku nær ekki
lengra. Ef skipin hinsvegar halda
áfram austur á bóginn, finna
þau í því austlæga hafi Máney
og Sofala. Það eru nefnilega til
sjófarendur, sem geta komið
skipaleiðangri til Indlands!
Máney og Sofala!
Portúgalir höfðu þegar í fyrri
leiðöngrum komizt tuttugu og
fimm sjómílur austur fyrir
Algoavík. Þangað náði veldi
þeirra á sjónum. Arabir bjuggu
yfir þekkingunni á leiðinni frá
Sofala til Indlands. Það var því
um að gera að brúa bilið milli
Algoavík og Sofala, og þá myndi
öll sjóleiðin til Indlands vera
þekkt. Þá væri keðjan heil. Þetta
Portugalskt skip frá 1500.
hlutverk var lagt Vasco da Gama
í hendur, hlutverk, sem færa
myndi honum ótakmarkaðan
heiður, ef hann gæti skilað því.
Máney og Sofala!
Þarna lá leyndardómurinn að
gengi hans. Það var því ekki að
undra, þótt bæði þessi nöfn
kvæðu við í eyrum hans. Diaz
hafði orðið að nema staðar sök-
um mótmæla skipsáhafna hans
á leiðinni austur fyrir Algoavík,
en ekki skyldi hann fara að nema
staðar á þröskuldinum að sjálfu
undralandinu, Indlandi. Hann
vildi komast lengra en aðrir.
Ekkert skyldi geta heft för hans!
Hann greip þéttara um log-
andi blysið og rétti úr bakinu. Og
á meðan sálmasöngurinn hækk-
ar stöðugt, unz hann verður eins
og fagnaðarsöngur, kemst fylk-
ingin til Rastello, þar sem skip-
in blasa við í fyrstu heitu morg-
ungeislunum, en Vasco da Gama
hefur fyrir munni sér þau töfra-
orð, sem eiga að veita leiðangri
hans brautargengi, og í rödd
hans er slík alvara, sem væri
hann að lesa einlæga bæn.
Máney! Sofala!
Þessi nöfn sungu í eyrum
manns eins og særingarþula eða
dásamleg tónlist. Þau voru svo
óvenjuleg, óskiljanleg, svo fjar-
læg. En honum skyldi takast að
afhjúpa þau, ná valdi yfir þeim
í krafti dirfsku sinnar, og gera
þau að takmarki og höfuðmiði
giftusamlegrar farar til hins
leyndardómsfulla, tælandi Ind-
lands, sem enginn hafði kynnzt
til fulls!
Niðri við skipin er sungin há-
tíðleg messa. Sjómennirnir
skrifta og taka á móti blessun-
arorðum og syndafyrirgefningu
knéfallandi. Þeir stíga um borð
rólegir og vongóðir.
Seinastur fer Vasco da Gama,
en um leið er hið rauða flagg
hans dregið að hún. En á meðan
strendur Portúgals hverrfa sjón-
um hans, reifaðar sólgliti, tautar
Vasco da Gama hin leyndar-
dómsfullu orð fyrir munni sér,
orðin, sem veita skyldu ráðningu
á leyndardómum Indlands:
Máney! Sofala!
I.
Þetta var þann 8. júní 1497. Þá
lagði Vasco da Gama upp í ferð
sína til Indlands. Það er hægt að
segja frá þessu með nokkrum
orðum, en að baki þessa fyrir-
tækis lágu mörg undirbúnings-
ár.
Öldum saman hafði Indland
verið draumaland ævintýranna.
Gull, silfur og ómetanlegir hlut-
ir í augum vestrænna manna,
svo sem kryddvörur og fleira,
kom frá Indlandi. En verzlunar-