Heima er bezt - 01.11.1951, Síða 4

Heima er bezt - 01.11.1951, Síða 4
260 Heiiía er bezt Nr. 9 lit hennar var bjartleitt, andlitið svipmikið, augun stór og fögur. en hárið dökkleitt. Klæðnaður hennar var svipaður og þá tíðk- aðist, nema hún var með prjóna- húfu ofan undir augu með stutt- um og sverum skúf og fallegum hólk á, líkt og hann væri úr silfri. Þannig stóð konan og einblíndi á mig, þar til mamma hafði lok- ið að skammta, þá hvarf hún. Um þessar sömu mundir vakn- aði ég við það eina nótt að verið var að klappa á öxl mér, tvö klöpp í einu með millibili. Þá verð ég svo hræddur, að ég held niðri i mér andanum og þori ekki að vekja bróður minn, er ég svef hjá. En skjótlega hætti þessi vel- vild. Leit ég þá undan brekáns- horninu, og sá þá konuna aftur. Síðan varð ég aldrei var við hana. Vorið eftir 1882 var hörmunga veðrátta. Þá gerði hálfs mánaðar rok af norðaustri,sem feykti sandi og mold. Svo voru mikil brögð að þessu veðri, að skepnur nær hrundu niður, bæði fé og hross. Og nokkrar jarðir eyðilögðust af sandfoki. Heyrði ég sagt, að einn bóndi í minni sveit, hefði átt eft- ir einn hrút af um 300 fjár. En flestir áttu eftir fáar kindur og sumir einn hest. Faðir minn átti tvo hesta, tvær kýr og nokkrar kindur. Plága þessi gekk um eystri og vestri Rangárvelli, og Þjórsárdal. Flestir voru að þrot- um komnir með matvæli, en þá vaknaði meðaumkvun Dananna, og gáfu þeir hingað mikið af rúgi, en eigi man ég hve mikið. Fóru menn þá að sækja sér björg á hestum, þeir sem þá áttu, en aðrir á sjálfum sér. Var sótt á Eyrarbakka. — Ekki man ég hvað margar kindur foreldrar mínir áttu, en mig minnir þær vera liðugar 20. Þætti það lítill bústofn nú til dags. Hestarnir voru bræður, kýrn- ar mestu gæðagripir, eins og all- ar skepnur, sem faðir minn hirti. Hestarnir voru stólagripir, ann- ar ljósskjóttur, en hinn hvítur með rauðum dropum og nefndur Hæringur. Þessi hestur var reið- skjóti móður minnar og orti hún um hann þessa bögu: Undur hægur Hæringur hreysti nægur léttstígur, stilltur, þægur þolgóður, þarfur, frægur spordrjúgur. Harða vorið 1882 fluttu for- eldrar mínir frá Tjörfastöðum að Köldukinn í Holtahreppi. Var ég þá 7 ára að aldri. Fór ég þá fyrst frá æskustöðvum mínum. Var ég látinn bera skinn- skreppu úttroðna af fötum. Var það líka fyrsta byrði mín um ævina, og gekk mér vel með hana. Guðjón bróðir bar stóra byrði, mamma og Þórunn systir gengu lausar að mestu. Engir farartálmar urðu á leið okkar og gekk ferðin slysalaust að Köldu- kinn. Var okkur þar vel tekið af frændfólkinu. Afi og amma voru bæði komin á níræðisaldur. Þá bjó á Köldukinn, Jón Gísla- son, sem átti Guðrúnu móður- systur mína fyrir konu og voru þau búin að taka við búinu af afa og ömmu. Bjó faðir minn þama í eitt ár, en fékk síðan jarðnæði í Holtsmúla árið eftir og bjó þar í 3 ár. Þá flutti hann að Stóruvöllum, sem þá voru í eyði, og bjó þar til dauðadags. En móðir mín flutti að Borg í Grímsnesi til dóttur sinnar Þór- unnar, og eyddi þar ævi sinni. Eftir fellirinn var bágt til bjargar og var ég oft svangur á þeim árum. Ekkert var þá fyrir að verzla nema ullarlagðarnir af þessum fáu kindum. Guðjón bróðir reri út á hverri vertíð og var sá afli fluttur heim. Þá var notaður allur úrgang- ur, svo sem fiskbein og kjötbein. Þau voru látin í sýru og lágu þar unz þau voru orðin æt. Eins voru etin ólituð skinn. Svona ævi var um nokkra ára skeið. Þegar for- eldrar mínir fluttu að Stóruvöll- um 1886 var ég látinn vera þar einn á daginn til að verja túnið. Þá hafði ég til matar harðan þorsk, hrálýsi og kaffi með kandíssykri í 3 vikur. Einu sinni fékk ég flatköku og leið mér vel með þetta fæði. Þá voru til heimilis hjá okkur foreldrar mínir, föðursystir mín, Gróa tökubam og við fjögur systkinin, Guðjón, Þorsteinn, Þórunn. Þuríður systir og Run- ólfur voru farin að heiman. Tólf ára fór ég suður á Vatnsleysu- strönd eina vertíð. Var ég þá farinn að læra kver- ið, skrifa og reikna. En þá gleymdi ég því sem ég var búinn að læra í kverinu. Ég hafði líka annað að gera, en að sitj a við bóknám. Svo lagði ég leið mína heim um vorið. Næsta haust tók ég til að læra, það var annað hvort að gera, ef ég átti að fermast á rétt- um tíma. Gekk svo allt að óskum og var ég fermdur á réttum tíma í Stóruvallakirkju, því það var ekki búið að flytja hana að Skarði þá eða sameina söfnuð- ina. Sr. Ólafur Ólafsson fermdi mig. Fáum dögum eftir að ég var fermdur, var ég fenginn fyrir smala hjá bónda einum sem var að byrja búskap. Gætti ég fjárs hans. Svo var ég látinn taka hey, og úr því að klukkan var orðin 7 að kveldi átti ég að vera farinn til smölunar og vera kominn aft- ur kl. 9. Var ég oft feginn að losna við orfið. Ég átti að fara heim að hausti, en ég varð þó þarna í fimm ár. En þetta fyrsta ár sem ég var þama, kemur að heimsækja hús- bónda minn, Jón, sem nefndur var kaupi. Hann kom um morguntima og var eitthvað við skál. Þegar hann var búinn að þiggja beina, fær húsbóndi minn honum nokkur skinn og fór að sníða þau. Mér var forvitni á að vita í hvað þau ættu að fara og spurði hann, hvað ætti að nota þau. Hann svarar að þetta eigi að verða brók handa mér, því ég eigi að fara til sjós í vetur. Hann byrjaði á brókinni kl. 9, en var búinn að sauma hana kl. 3 síð- degis. Þetta haust kom sr. Ólafur og fékk mig lausan úr vistinni, þó illa gengi. Var hann beðinn að útvega ungling til að læra járnsmíði fyrir Þorstein heitinn Tómasson, Lækjargötu, Reykjavík. — En þegar til kom var Þorsteinn bú- inn að fá pilt, svo þetta urðu vonbrigði fyrir mig, þau fyrstu.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.