Heima er bezt - 01.11.1951, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.11.1951, Blaðsíða 8
264 Heima er beizt Nr. 9 • Þegar Jón Sigurðsson mætti ekki til alþingis í 7. bindi Blöndu er stuttur þáttur um alþingiskosningar í ísafjarðarsýslu árin 1844—1903. Þar er þess meðal annars get- ið, að Gísli hreppstjóri Bjarna- son í Ármúla hafi verið vara- þingmaður ísfirðinga kjörtíma- bilið 1858—64, en einmitt árin 1861 og 1863 hafi Jón Sigurðsson ekki sótt Alþingi og Gísli í Ár- múla því átt rétt til þingsetu í hans stað, en aldrei tekið þar sæti. Bætt var því þarna við, að óvíst væri nú hvort varaþing- manninum hafi verið kunnugt um forföll aðalþingmannsins, eða að Jón Sigurðsson hafi ekki fýst að láta varaþingmann sinn mæta, ellegar Gísli hafi ekki tal- ið sér tilhlýðilegt að setjast í sæti hans. gætasta hest á Austurlandi, og eflaust víðar, Hjartarstaða- Blesa. Ég skal ríða á vaðið og láta þig hafa nokkrar vísur, sem urðu til á Blesa-baki: Líkt væri þér að láta nú líf og æðar blossa. Yndisleg er Óðins frú1) undir hófakossa. Lestu vegi fanna fróns, festu eigi trega. Gesta- á -heyi Hvannár-Jóns hresstu þig feginslega. Þú skalt hlaupa — hlaupa nú heim yfir grund og mela, enda saup ég — saup ég nú svo lítið á pela. Ýmisskör1) af ísahreim ymur í förum þínum. Þessi svör við harðan heim hæfa kjörum mínum. Árin sjö eg átti þig, oft þú dreifðir trega — þriðjungs ævi þinnar stig — — Þakka þér ástsamlega. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Ég hefi nýlega rekist á tvær greinar í Þjóðólfi, sem skýra þetta mál til hlýtar. Er helst svo að sjá, sem einhverjir sýslubúar hafi látið í Ijós óánægju sína yf- ir því, að enginn þingmaður fyr- ir ísafjarðarsýslu mætti á Al- þingi árin 1861 og 63. Hefur þá Gísli sent Þjóðólfi eftirfarandi greinarkorn, sem birtist þar 18. apríl 1864: „Vegna þess að engi þingmað- ur fyrir ísafjarðarsýslu hefur verið á Alþingi 1861 og 63, finn ég mér skylt að skýra almenn- ingi frá hvar fyrir ég sem vara- þingmaður ísfirðinga mætti ekki á 2 þessum þingum. Var það af þeim ástæðum að innköllunarbréf það, er ég fékk frá herra Jóni Sigurðssyni, dag- sett 20. maí 1861 í Kaupmanna- höfn með tók ég 10. júlí, þá óvið- búinn að fara. En til þessa síð- asta Alþingis hefi ég ekkert köll- unarbréf fengið, og vænti því vafalaust, að alþingismaður, herra Jón Sigurðsson mundi vera á Alþingi seinastliðið sum- ar. Álít ég því enga mína skuld þó ísafjarðarsýsla hafi verið þingmannslaus tvö seinustu Al- þingi.“ Skrifað í septembermánuði í Ármúla 1863. G. Bjarnason. Jón Sigurðsson svaraði Gísla með svolátandi greinarstúf, sem er að finna í Þjóðólfi 13. júní 1864: „Hinn virðulegi varaþingmað- ur fyrir ísafjarðarsýslu hefur fundið sig knúðan til að lýsa því yfir, að hann áliti það enga sína skuld að ísafjarðarsýsla hafi orðið þingmannslaus á tveimur síðustu Alþingum. Ég skal fyrstur manna játa, að þetta sé án efa satt, og líka hitt að skuldin sé mín að vissu leyti. En ég vona samt að fleira verði að taka til greina en það, að þingmaður mæti hver fyrir sína sýslu. Og þannig er ástatt fyrir mér. Ég hefi ætíð á Alþingi lát- ið mér annt um að fylgja fram aðalmálum lands vors, og þar eð þeirra er helst von frá stjórninni, þykist ég geta ráðið hvort ég geti gert nokkuð gagn á Alþingi helzt af því hver afgreiðsla verð- ur frá stjórnarinnar hálfu á að- almálum vorum til þings. Þegar ekkert sérlegt aðalmál kemur fyrir og sé ekki annað en kjósendum mínum sé borgið með mín (þannig í Þj., á líklega að vera: sín) mál, þá virðist mér að ferð mín til Alþingis geti ekki, sem menn kalla, svarað kostn- aði. En þetta veit ég ekki og get ekki vitað í hvert sinn og get ekki vitað fyrr en seint, því mál- in eru ekki afgreidd fyr, og þar eð ég á heima í Kaupmannahöfn, þá getur hæglega svo aðborið, að þegar ég fæ að vita hvað verður, þá sé hæpið hvort bréf verður komið til varaþingmannsins í tíma, og þaraf kann aftur að leiða að hann fái bréfið of seint og sýslan verði þingmannslaus á Alþingi. Ég get einungis sagt þetta, að eftir minni ætlan hefur hvorki landið né sýslan slökkt neinu niður við það þingmannsleysi, sem hér hefur orðið, en hvort kjósendum virðist það sama, verður á þeirra dómi.“ Kaupmannahöfn, 24. maí 1864 Jón Sigurðsson, þingmaður ísfirðinga. Þessar smágreinar bera tvennt með sér. — Hið fyrra að Gísli bóndi í Ármúla hefur ekki verið haldinn neinni metnaðarsýki. Vafalaust má telja, að honum hefði verið innan handar að komast til þings — þótt óviðbú- inn væri •— er honum barst bréf Jóns Sigurðssonar 10. júlí 1861. Alþingi var þá eigi slitið fyrr en oftast seint í ágúst og 1861 þann 19. ág. Var þá hér um mán- aðar þingsetu að ræða. En Gísli virðist hafa metið meira að sinna búi sínu. Var hann líka búhöld- ur góður og lengstum meðal efn- uðustu bænda við ísafjarðar- djúp. Má og vera að óframfæri hafi valdið hér nokkru um, og ekki síður að hann hafi ekki tal- ið sig eiga sérstakt erindi á Al- þingi. !) Jörðin.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.