Heima er bezt - 01.11.1951, Síða 12

Heima er bezt - 01.11.1951, Síða 12
268 Heim*a er beizt Nr. 9 spæni — hefilspæni — og kveikja þar í eld, á síðustu stundu, þegar örnin má ekki stöðva sig og lendir því í eldin- um. Þennan atburð man alltaf það, sem er í arnarlíki eða í vargsham, og forðast því reyk og eld. Einnig á hluti af arnar- ham að hafa það í sínu eðli, að bægja frá sér eldi, og koma því í veg fyrir að hús það brenni, sem hann er hafður í. Fleira mætti segja til ályktun- ar um margar af þessum eld- gömlu sögum um goð og tröll og jötunheima. Bústaðir tröllanna voru venjulega hellar, klæðnaður þeirra einhverskonar skinn- úlpur og oft skorpnar. Þjasi er róinn á sjó að veiða sér til mat- ar. Hrímþursar hafa búið þar sem kuldar hafa verið iðulega og fannkoma mikil, og hafa því getað verið skrýtilega búnir, eða í útliti. Hér er um einhvern raunveruleik að ræða, þó sumt sé öfgum blandið, t. d. stærðin, því við öfgum er alltaf hætt í frásögnum, sem gengið hafa manna í milli öldum saman. Það mun lítill vafi á því, að þessar frásagnir um tröllin og hrímþursana o. s. frv. eru að einhverju leyti lýsing á frum- stæðum steinaldarþjóðflokki, sem komizt hafa inn í sagnir norður, jafnvel norður undir ís- belti síðustu ísaldar, staðið á lágu stigi, bæði sér til matbjarg- ar og varnar. En annar þjóð- flokkur kemur sunnan að og þokast norðureftir og þrengir að hinum, sem fyrir var. Hann hef- ur staðið betur að vígi í lífsbar- áttunni, kannske verið eitthvað fegurri útlits, haft eitthvað betri vopn, meiri þekkingu og eitt- hvað meiri gáfur, hefur því skil- yrði til að leggja þann, sem fyr- ir er, undir sín yfirráð eða að ná þeirra landi. Foringjar hans verða því, sá sem hefur mestar gáfur (Óðinn), sá sem sýnir mestan dugnað og kraft í bar- daga (Þór) o. s. frv. Eftir því sem tímar liða og aldir, verða þessir forustu- eða fyrirsvars- menn að goðum, enda ekki ó- líklegt, að þessi þjóðflokkur hafi verið kominn af forfeðradýrk- endum, því sú trú er ennþá til, að einhverju leyti í hinum suð- lægari heimi, en að sunnan eða suðaustan mun hann hafa kom- ið, kannske um langa vegu. Mér finnst nafnið Æsir benda til þess. Hér er þá kominn grund- völlurinn að Ásatrúnni og öllu því, sem utan um þær sagnir og sögur hefur spunnizt, eftir því sem aldir liðu. Mér hefur alltaf fundizt margt einkennilega líkt um heimsslita- kenningu biblíunnar og Ásatrú- arinnar og hef því grun um, að báðar séu af sömu rót runnar, eða að önnur sé af hinni komin. Báðar hafa það sameiginlegt sérstaklega, að heimurinn eigi að farast í eldi, og ástæðan til þess er sú sama: vonzka mann- anna og illverk. Til eru sagnir og jafnvel forn skrif, um að í fyrndinni hafi ver- ið til vestur í Atlantshafi stórt land, sem nefnt hefur verið At- lantis, og hafi það verið byggt mönnum. En vegna ógurlegra eldsumbrota, sem þar hafi kom- ið upp, hafi þetta mikla land aUt horfið niður í sjávardjúpin, með öllu sem á því var lifandi. Hafi þetta verið einhverntíma raunveruleiki, má geta nærri hve stórkostlegur náttúruvið- burður hér hefur átt sér stað og engin furða, þó þekkingarlitlir menn drægju af því — að okk- ur finnst — einhverjar ályktanir, og slíkur atburður hefði djúp og varanleg áhrif, því þessum at- burði hlýtur að hafa fylgt ógur- legur eldur, reykur og myrkur, því stjörnur, tungl og sól hafa horfið sjónum manna, og engin furða, þó að inn í heimsslita- kenninguna kæmi sú skoðun, að sól og tungl farist lika, þegar hin miklu ragnarök koma, að allt þurrlendi jarðar brennur upp og sekkur í sjó, eins og þessi mikli atburður gaf mönn- um tilefni til að halda að yrðu örlög jarðarinnar — í bili. — Heimsslitakenning biblíunnar mun vera eldri en sú norræna en hefur seinna flutzt eða kom- izt inn í Ásatrúna, dálítið breytt. Eins og margir vita, eru til skrifaðar sögur, sem kallaðar eru Riddarasögur, og eru það sögur frá afargamalli tíð. í þeim sögum kemur fyrir, að talað er um kynjadýr eða skrímsli, sem kallað er. Fingálkn, sem fóru um á jörðunni. Flugdreka, sem flugu um í loftinu o. s. frv. og áttu menn stundum að hafa getað haft not af þeim eða far- ið í þeirra ham, ef mikið lá við, til dæmis að vinna sigur í ófriði. Sjálfsagt er hér um mikið sagnabrengl eða ýkjur að ræða, sem komizt hafa inn í sagnir sem yngri voru, úr einhverjum sögnum, sem voru miklu eldri. Þar með er enganveginn sagt, að allar frásagnir um skrimsli séu tómur tilbúningur. Fræðimenn segja, að á svo- kallaðri miðöld jarðlífsins, sem á að hafa staðið yfir í miljónir ára, óralöngum tíma áður en nokkur maður var til á jörð- unni, og styðjast þar við stein- gjörfingarannsóknir úr jarðlög- um. Á þessu mikla tímabili hafi það verið skriðdýr af allskonar tegundum og stærð, sem lifðu á fasta landi jarðar, en á seinni hluta þessa óralanga tímabils urðu til af skriðdýrastofni, svo- kalaðar flugeðlur, mikil ferlíki, sem liðið gátu um loftið. — Allt flugnakyn á til skriðdýra að telja. — Á seinni hluta þessa mikla jarðsögutímabils var mik- ið af hinum svokölluðu risaeðl- um, af allskonar gerðum og hinu fáránlegasta útliti, og stærðin á sumum var svo mikil, að jafna má við meðal hús. Þegar jarð- lífs tímabili þessu fer að hnigna, fara spendýr að koma fram, og út af maðurinn. Þó að fræði- menn skipti jarðlífs sögunni í viss tímabil, þarf enginn að halda, að þessar breytingar ger- ist með skjótum hætti. Óra tími líður frá því að hnignun byrjar á líftegundum þar til aðrar taka verulega við, svo hinar fyrri geta að einhverju litlu leyti verið til, langt inni í tímabili hinna næstu. Þó að maðurinn sé til- tölulega ungt jarðlífsfyrirbrigði og framkominn á annarri jarð- lífsöld, eða hini svokallaðri ný- öld — eins og það er skilgreint — er vel mögulegt að til hafi verið skriðdýr eða skriðdýra- eðlur að einhverju litlu leyti fram á mannöld, jafnvel fram á steinaldartímabil mannsins eða

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.