Heima er bezt - 01.11.1951, Side 13

Heima er bezt - 01.11.1951, Side 13
Nr. 9 Heima er bezt 269 jafnvel lengur, þar til sagnir fóru að myndast, og hafi þau þá einhvernvegin komist i þær sagnir, með heiti, sem við nú nefnum skrimsli. Þyki þetta ó- sennilegt, má geta þess, að skrimslis fyrirbrigði eru ekki úr sögunni enn. Samanber það, sem menn hafa þótzt sjá eða verða varir við, bæði í sumum vötnum og á sjávarströnd sumstaðar. Þó komið sé nokkuð út fyrir það efni, sem byrjað var á, vil ég samt bæta dálitlu við. Þekking manna á jarðlífssög- unni byggist eingöngu á svo- nefndum steingjörfingum. Menn hafa fundið í berglögum jarðar á sumum stöðum, mót eða mynd- ir af ýmiskonar dýrum, smáum og stórum, höggvið þær út úr berginu með hinni mestu ná- kvæmni og fengið þannig rétta og heilsteypta mynd af dýrinu eða lífverunni. Berg þetta, sem þessar myndir eru nú í, hefur einhverntíma verið blautur leir eða mýrarjarðvegur á yfirborði jarðar, og hefur dýrið endað þar ævi sína. Rannsóknir þessar eru mjög fróðlegar og veita mikla þekkingu á dýralífi jarð- arinnar og breytingum þeim, sem það hefur getað tekið, þar sem skilyrði hafa verið bezt, til að rannsaka slíkt. Má til dæmis nefna dýr það, sem sannað þyk- ir, að núlifandi hestar séu komnir af. Steingjörfingar þéssa dýrs hafa mest fundizt í berglög- um Norður-Ameríku. Einnig steingjörfingar sama dýrs, sem sýna stærðarmun og útlitsbreyt- ingu. Það frumlegast er ekki stærra en meðal köttur, hefur 5 tær á hverjum fæti og er il- feti. Svo fara yztu tærnar að rýrna og að síðustu að hverfa, en miðtáin að stækka og efl- ast, þangað til að hún er ein eftir sem hófur á nútímahesti. Sagt er, að í nútíma hestfæti sé örmjótt bein, sem liggi niður með fótleggnum, og séu það síðustu leifar af aukatá hans. Þá hefur það þótt afarmerki- legt, þegar steingjörfingur fannst, sem sýnir greinilega bæði einkenni skriðdýrs og einkenni fugls, skriðdýr er að verða að fugli, enda þykir sannað, að fuglar séu af skriðdýrum komn- ir. Einnig hefur fundizt mikið af steingjörvingum, sem hafa til- heyrt sjávarlífinu. Enginn skyldi halda, að þessar breytingar á dýrategundum ger- ist á skömmum tíma, það er nú síður en svo. Til dæmis er álitið, að síðan forfaðir hestsins var uppi, séu um fjörutíu milljónir ára, og styðjast menn þar helzt við aldur og eðlisrannsókn berg- laga þeirra, sem þessir stein- gjörfingar hafa fundizt í. Jarðlífsþekkingunni er skipt í tímabil, sem kölluð eru jarðlífs- aldir, og taldar eru 4 eða 5. Hvert þessara tímabila nær yfir mill- jónir, tugmilljónir eða hundruð milljónir ára. Það getur verið, að vísindalegar rannsóknir geti gefið bendingu um að þetta sé nokkuð nálægt sanni, en það er ofvaxið öllum mannlegum skilningi að gera sér nokkra grein fyrir, hvað í því felst, þeg- ar talað er um tíma, sem nær yfir milljónir eða tugmilljónir ára. Hugsum okkur lítið dæmi. Frá íslands byggð eru liðin þús- und ár og þykir mörgum langt, og margt hefur gerzt á þeim tíma, en þúsund sinnum lengri tími en íslands byggð, er þó ekki nema ein milljón ára. Gagnvart slíku verður öll mannleg hugsun ráðþrota. Yfir tíma, sem stendur yfir í milljónir ára, mætti alveg eins brúka annað orð, sem til er í málinu, orðið eilífð, og segja um þessi milljónatímabil, að það sé frá eilífð til eilífðar, því hvort- tveggja er í raun og veru jafn óskiljanlegt. Frá því að breyting fór að verða frá dýri til manns, hafa menn álitið eitthvað nálægt fimm hundruð þúsund ár, eða hálf milljón ára. Hann er því sem barn á fyrsta ári í saman- burði við þann mikla tíma, sem liðinn er síðan dýr fóru að koma fram á þurrlendi jarðar. En það er ekki gott að komast hjá þeirri hugsun, að á meðan dýr byggðu jörðina og langt fram á mann- öld, hafi verið friðartími jarð- lífsins. En verulegur ófriðartimi byrji þegar maðurinn fer að komast verulega á legg, og allar þær hörmungar, sem honum fylgja, og alltaf er hættan að aukast og verða stórkostlegri. hvar slíkt endi, getur enginn sagt um, en útlitið er ljótt. Mér finnst, að líkja megi hinni svo- kallaðri menningu við hús, sem alltaf er verið að byggja ofan á, án þess að hugsa nokkuð um að stækka grunnflötinn. En grunn- flöturinn eða sú undirstaða, sem allar efnislegar framfarir verða að byggjast á, ef vel á að fara, er þroskun hins andlega eðlisfars, sem með manninum býr, það verður að taka framför- um til fullkomnunar. Annars verður hið einhliða og aukna vald yfir hinu efnislega, mann- inum fyr eða síðar til tjóns og tortímingar. Eða sem hús, er hrynur. Fer ég svo ekki lengra út í það, að þessu sinni. Sagnir hafa sjálfsagt mynd- ast að einhverju leyti, jafn snemma og menn gátu gert sig skiljanlega hver fyrir öðrum með málinu. Það var strax nauð- syn að taka vel eftir og reyna að muna, bæði við veiðiskap og til að verjast hættum. Eftir því sem lengra leið og maðurinn þroskaðist, hafa þær aukizt og orðið fjölbreyttari. Mikið hefur gleymst, en aðrar komið í stað- inn og sumar breytzt. Viðhald þeirra var nauðsyn og það var líka skemmtun og vísir til fróð- leiks í hýbýlum manna, hvar sem þau voru. Þegar fer að nálg- ast þann tíma, sem við nú köll- um fornöld, fóru þær að verða víðtækari og margbrotnari ,og sumar myndast sem skáldlegt hugmyndaflug, t. d. um uppruna jarðar og mannsins og trúar- skoðanir. Benda sumar sagnir á, að á bak við þær er mikil lífs- reynsla og mannvit. Þegar valdafíkn og fjárgróðaeðlið fór að aukast með manninum, fara að koma fram hemaðarsögur og sögur um forráðamenn, einnig byrjar þá þekking á ættum manna, sem var nauðsynlegt vegna viðtekinna laga um fylgi manna við ættmenn sína í ófriði og hverjir væru til hefnda, ef menn voru vegnir. Allur þessi sagnafróðleikur gekk mann frá manni og frá kynslóð til kynslóðar. Það er

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.