Heima er bezt - 01.11.1951, Page 15

Heima er bezt - 01.11.1951, Page 15
Nr. 9 Heima er bezt 271 ELlAS MAR: Reykjavíkurþáttur Elías Mar Mér eru minnisstæð haustkvöldin í Reykjavík frá því ég var barn, þessi lygnu, friðsælu kvöld, er ég sat með stöllu minni niður í flæðarmálinu framundan siátur- húsunum, og við tylltum okkur tæpt fram á þangivaxna klettabrún til að horfa á sólariagið, þögul og hátíðleg eins og við messu. Kannske héldum við hvort utan um annað; ég man það ekki; en ef svo hefur verið, mun hvorugt okkar hafa lagt neina dýpri merkingu í það og varla vit- að af því; svo sagði ég henni sögur. Mik- ið þótti henni gaman, þegar ég sagði Segir fátt af feigraval, forni ættar-Iaukur. Hér í þínum höfðingssal heilsa ég þér Gaukur. Þessar vísur hefur Olöf á Rauðamel gert: Gert við staf: Hjálp mér veitti hönd þín virk hlynti að endurbótum, geng ég þráðbein glöð og styrk götuna á þremur fótum. Sáðning og uppskera: Eg alltaf hata óheppni illa rata stundum. Til góðs mér fatast gleðin dvín gjaldið hrat í mundum. Þessar tvær sléttubandavísur eru eftir séra Sigurð Norland í Hindisvík. Um Strandakirkju: Dauða sanda andar á auðug Strandar kirkja. Snauða landið höldar hjá hauðurs bandi yrkja. Vatnsheld sléttubönd: Orkt þegar aðflutningsbann var á áfengi: Hrósa sveigar, mættu menn munað slíkan tvinna. Rósa veigar ættu enn unað líkan vinna. henni sem ævintýralegastar sögur, og mik- ið þótti mér gaman, þegar ég vissi, að henni var skemmt. Ég vildi mikið gefa fyrir að hafa nú á valdi mínu þann ein- falda frásagnarhátt, þá barnslegu frásagn- argleði — og jafn þakklátan hlustanda. Hún spurði mig um allt, sem henni gat til hugar komið að spyrja um; og ekki bar sú ráðgáta á góma, sem ég gat ekki leyst úr. Ég leit fjarrænum augum inn í roðann í vestrinu og taldi sjálfum mér trú um, að ég væri bæði gáfaður og góð- ur; og mér leið óendanlega vel. Þessi augnabiik voru fljot að líöa. En þau fylgja mér ævilangt. Ég vona, að ég verði aldrei svo gamall né fjarri uppruna min- um, að þau hverfi mér. Þau eru dýrmæt eign, og ég flý stundum á náðir þeirra, þegar mér leiðist. Það var þá, sem ég lærði að meta fegurð Esjunnar. Ég hef ekki enn- þá séð fegurra fjall en Esju, þegar hún skiptir litum við sólarlag á haustkvöldi. Ég hef ekki ennþá scð lygnari sjó en roðagullinn flóann. Litlir bátar gáruðu flötinn. Hógværir fuglar blökuðu vængj- um. Það var kvöld. Svo þegar ég hafði lokið sögu, stalla mín spurt mig ein- hvers og öllum ráðgátum verið svarað, þá sátum við þögul; hvorugt mælti orð langa stund. „Kannske fæ ég að heim- sækja hana mömmu á morgun," sagði svo stalia mín. „En hvað það verður gam- an,“ sagði ég. Hún átti mömmu á Vífils- stöðum; og þótt ég vorkenndi henni það, að mamma hennar lá á Vífilsstöðutn, fannst mér hún þó öllu ríkari en ég, því ég átti nefnilega enga rnömmu. Og bara það að fá að fara til Vífilsstaða, hlaut að vera fjarska skemmtileg tilbreyting. „Er gaman á Vífilsstöðum?" spurði ég. „Já, voða gaman,“ svaraði stalla mín, en hún sagði það fremur lágt, svo að ég innti hana ekkert nánar eftir því. Börn finna oft, hvenær þau eiga ekki að spyrja, þótt fullorðna fólkið sé annarar skoðunar. Ann- ars sagði ég henni það, kannske í því skyni að hugga hana eða beinlínis til að finna samúð hennar, að min mamma, hún væri dáin, og að ég myndi ekkert eftir henni, liún hefði dáið í stóra, gula hús- inu þarna uppfrá, það héti Franski spit- alinn. Og þá komu tár fram í augu stöllu minnar. „Attu virkilega enga rnörnmu?" sagði hún ofur lágt, „alls enga möminu?" og horfði torkennilegum augum niður í þarann. Við héldumst í hendur lengi, svo lengi, að þegar ég rankaði við mér, hafði íallið að, og kletturinn, sem við sátum á, hann var umflotinn. „Nei, Gunna!" hróp- aði ég, „líttu á!“ En þegar hún varð þess áskynja, að sjórinn var allsstaðar um- hverfis, varð hún hrædd og setti upp skeifu. — „Gunna?“ sagði ég þá, „þú ætl- ar þó ekki að fara að gráta, þegar ég er hjá þér?“ — „Nei!" sagði hún með ekka í röddinni, „en hvernig eigum við að komast í land?“ — „Eins og það sé nokk- ur vandi, Gunna mín,“ anzaði ég örlítið drýgindalega, „ég ber þig bara í land.“ Hún saug upp í nefið, en ég brá mér úr skónum og sokkunum. „Haltu á þessu, svo veð ég með þig á bakinu," sagði ég. Hún var hrædd. „En, Guðmann, ef þú dettur með mig í sjóinn?“ — Þessu anz- aði ég ekki. Osköp fannst mér kjánalegt af henni að láta svona. Átti ég að þurfa að beita hana valdi til að ná henni með mér á þurrt? Ég talaði um fyrir henni og taldi í hana kjark, sýndi henni fram á, að ekki væri hægt að húka á klettinum öllu lengur, því að bráðUm kæmi sjór- inn og færði hann í kaf. Og þá varð stalla mín svo hrædd, að hún skreið grát- andi upp á bak mér, en ég óð með hana slysalaust í land. Aftur var allt orðið dá- samlegt í tilverunni við sjóinn. Vætan á hvarmi stöllu minnar glóði fagurskær við hinztu geislum dagstjö^nunnar. Uppi á næturfestingunni til austurs kviknuðu ör- smá ljós. „Er þá ekki allt í lagi, Gunna mín?“ spurði ég, „erum við kannske ekki kornin?" — „Jú,“ heyrði ég hana segja. Svo brosti hún, sló frá sér höndunum og tók á rás upp að litla kofanum á stakk- stæðinu, þar sem Oddur af Skaganum hélt til ásarnt hundi. „Gunna! Ekki fara á undan mér!“ kallaði ég á eftir henni og bisaðist við að komast í sokka og skó. „Bíddu, Gunna!‘ En hún hljóp; og þegar ég stökk uppeftir, vissi ég ekkert, hvert hún hafði farið, þapgað til allt í einu, að ég heyri kallað hó. Ég nem staðar og reyni að átta mig á hljóðinu. Þá er sagt hó aft- ur, og örlítið þykkjulega, rétt eins og þessi granna kvenrödd vilji gefa í skyn, að ég sé nú meiri klaufinn að renna ekki á hljóðið þegar í stað. En þá sé ég líka, hvar glókollurinn hennar gægist fram við skúr, þar sem verið er að svíða svið; og ég þangað. Já, hér var verið að svíða svið. Hér var allt annar heimur heldur en niðri við sjóinn. Hér birtist ekki veröld Frh. á bls. 282

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.