Heima er bezt - 01.11.1951, Page 16

Heima er bezt - 01.11.1951, Page 16
272 Heim’a er beet Nr. 9 Óskar Aðalsteinn, rithöfundur: * Þegar ég kynntist Islendingum fann ég, að ég var kominn heim Erlendur þúsundþjalasmiður, sem eru allir vegir færir v Jæja, ég sagði honum nú er- indi mitt. Hann tók þessu brosandi og sagði: — Svo þú vilt endilega skrifa um mig. Hvað kemur til? — Það er bara það, að áðan sá ég laufið fjúka úr garði lyf- salans og að þú ert blómakon- ungurinn hérna á mölinni. Simson tók þessa kynlegu skýringu góða og gilda, hló svo- lítið, stóð á fætur, lyfti plötunni ofan af skjalasksfpnum sínum, en hún er líka skrifborðið hans, og lagði hana ofan á armana á stólnum, sem ég sat á. — Prýðilegt, sagði ég. — En ég verð víst að snýkja hjá þér pappír, hef ekki annað meðferð- is, en pennan minn. Simson greiddi strax úr papp- írsvandræðunum, að svo búnu hóf hann frásögnina og ég byrj- aði að krota .... I. Lauffok. ALLT í EINU var orðið haust- legt um að litast. Ég var einn á gangi um mannlausar göturn- ar og hallaði mér í vindinn. Hann var allhvass af norðaustri og gekk á með slyddu. — Hvað, eins og það sé komið haust, hugsaði ég, — haust, nú í miðjum september. Ónei, það er oft yndislegt í september, einkum á kvöldin. stanzaði og horfði á nokk- ur lauf fjúka úr skrúðgarði yfir þvert Hafnarstrætið, síðan greikkaði ég sporið. Mér hafði flogið dálítið í hug — tekið á- kvörðun um að heimsækja góð- an kunningja, Marthinus Sim- son ljósmyndara, biðja hann að leysa frá skjóðunni, gefa mér nokkra punkta i greinarkorn um störf hans og áhugamál. Mig hefur nefnilega lengi langað til að skrifa eitthvað um Simson, og nú fannst mér að ég yrði að láta eftir þessari löngun minni, kannski fyrir það, að jórðin hafði skipt um svip og laufið fauk — ef til vill. Simson varð fyrstur allra ísfirðinga til þess að töfra fram ilmblóm og trjá- gróður í nágrenni kaupstaðarins. — Eftir augnablik barði ég að dyrum hjá þessum kunningja mínum. Hann lauk sjálfur upp fyrir mér, klæddi mig úr frakk- anum og sagði mér síðan að gera svo vel og setjast inn í hlýjuna. Að vörmu spori hafði ég hreiðrað um mig í þægilegum armstól og kveikt mér í vindl- ingi. Og Simson hafði gert slíkt hið sama. Um stund var þögn og ég virti Simson fyrir mér. Hann er góður meðalmaður á hæð, grannvaxinn, ekki smáfriður, en svipmildur, augun bjórt og fjör- leg. Þetta eru augu ungs manns, en ei að síður er þessi Vinur minn hálfsjötugur. Simson eldist ekki. Hann er alltaf ungur. Hann spjallar jafnan við mann um alla heima og geima og virðist hafa áhuga fyrir flestu, sem má verða til nytsemdar og fegurð- arauka. Við erum búnir að þekkjast lengi. Ég aðstoðaði hann við byggingu ljósmynda- stofunnar, þá strákur innan við fermingaraldur. Og Simson sagði mér skopsögur um talandi páfa- gauka og greiddi mér verkalaun- in með lítill kvikmyndasýning- arvél. Þetta var ævintýr. Það gerast ævinlega ævintýr þar sem Simson er. 2. Skógurinn minn. — Eins og þér er kunnugt, þá er ég danskur að ætt og uppruna. Ég er fæddur og uppalinn í miðj- um stærsta skógi á Jótlandi, í Vendsyssel. Þarna bjó pabbi minn og hafði 4—5 kýr og ann- an búpening. Pabbi var ekki handverksmaður að menntun, en honum var fleygt niður á allt, hafði lag á að vinna allt sem að höndum bar. Hann var þúsund- þjala-smiður, og það er alls ekki ofmælt. Jörðin okkar (13—16 hektar- ar) var einhver allra fallegasti bletturinn á öllu Norður-Jót- landi. Grænt engið var umkringt skógi á alla vegu, og þarna gat að líta stóran og svipfagran út- sýnishól. Þar sátu ekki ósjaldan listmálarar við vinnu sína. Skóg- ræktarstjórinn var næsti nábúi okkar, og unnum við flest syst- kynin, við vorum níu, að skóg- rækt undir hans handleiðslu. Ég Nr. 9 Heima er bezt 273 „Manninum er ekkert ómáttugt“ segir Marthinus Simson. aldist upp við þetta starf, og ef til vill er það þess vegna, sem ég hef ævinlega haft talsverðan áhuga fyrir skógrækt og gróðrar- starfsemi yfirleitt. í skóginum mínum voru fjórir mjög stórir gróðrarreitir, og vann þar öllum sumrum fjöldi fólks, líka hópur af börnum. Ég var ekki nema sex ára, þegar ég eignaðist gróð- urreit heima og annaðist ég hann að öllu leyti sjálfur. Þegar ég hóf skólagöngu seldi ég skóla- bræðrum mínum talsvert af plöntum, fékk einn eyri fyrir hverjar hundrað plöntur — og þótti gott. Margir af strákunum, sem keyptu af mér plönturnar, plöntuðu heima hjá sér. Og í dag getur þar sums staðar að líta fagra skóga — vegna byrjunar- starfs skólabræðra minna. í skóginum mínum var fjörugt dýralíf. Þar voru m. a. tófur, dá- dýr (hjartartegund), slöngur, mikið af hérum og dásamlegt fuglalíf. Ég hafði hæfileika til þess að eftirlíkja raddir dýranna og gat ævinlega fengið þau til þess að svara mér. Mjög hafði ég gaman af krákunum. Þótt' ég æpti og hrópaði að þeim, skiptu þær sér ekki hið minnsta af mér, en létu hreint eins og ég væri ekki til, en strax" og ég hermdi eftir þeim, lögðu þær samstund- is lafhræddar á flótta. Ég komst fljótlega að því, að hræðsla þeirra stafaði af því einu, að ég gat aldrei eftirapað rödd þeirra nákvæmlega. — Svo voru það höggormarnir. Það var urmull- inn allur af þeim í skóginum. Stundum sýndu þeir sig á heim- ili okkar. Eitt kvöld þegar ég ætl- aði að hátta og lyfti upp yfir- sænginni, — lá þá ekki höggorm- ur hvæsandi í rúminu. Ég greip hinn rólegasti eldtöngina hjá ofninum, tek orminn með hénni í hnakkadrambið og vippa hon- um með hægð út um gluggann — og þótti mér þetta ekki neinn sérstakur viðburður. Skógurinn var eign Scavenius, eiganda Vaargaard,stærsta herra garðs á Jótlandi. Þar voru sex- hundrað kýr. Scavenius á Vaar- gaard efndi stundum til veiði- ferða í skóginum, einkum á haustin, og með honum var frítt föruneyti, barónar, greifar og ýms önnur stórmenni, og öllum var þessum mönnum það sam- eiginlegt að hafa mikla ánægju af að drepa saklaus dýr. — Þarna var svo smalað saman á annað hundrað strákum, hvorki meira né minna. Við vorum kallaðir „klapparar“. Okkur var raðað upp langs með skógarjaðrinum í beina röð og með 1—3 metra millibili. Okkar hlutverk í veiði- ferðinni var það, að við áttum að ganga í gegnum skóginn í reglulegri röð og reka dýrin á undan okkur með því að æpa og klappa saman lófunum, og fyrir þetta var okkur gefið kenninafn- ið klapparar. Hinum megin skóg- arins og til beggja hliða stóðu svo hinir gunnreifu veiðimenn tilbúnir að taka á móti bráðinni með skotárás. Þetta tókst ekki alltaf að óskum. Þegar við klapp- ararnir vorum komnir hór um bil í gegnum skóginn og skothríð in hófst, þá trylltust dýrin. Tóf- an sneri þá oft í móti okkur klöppurunum og sýndi okkur kjaft og klær. Við áttum ekki ævinlega djörfung í okkur til að snúa þeim aítur, svo þær sluppu l'.æglega á milli okkar, margar, cg -r þar með borgið. Sum af cú ./runum stukku líkt og í leik á flóttanum yfir raðir okkar kíapparanna og voru því úr allri hæúiu um stund. — En oft tókst okkur líka mætavel upp. Ég man eftir því, að í einni veiðiferðinni, en þessi leikur stóð jafnan yfir dagiangt, voru drepin fleiri hundruð dýr og fuglar. Við klappararnir fengum 75 aura hver í verkalaun og þótti okkur það stórkostleg upphæð, en þeir sem stjórnuðu okkur fengu langt á aðra krónu fyrir Sína vinnu. Einkennileg þótti mér lágfóta oft og einatt og furðulega skemmtileg í ýmsum tiltektum sínum. Yrðlingarnir komu oft út Erfitt er að trúa því að þetta sé á Islandi. En þannig er i garði Simsons 'i Tungudal við Skutulsfjörð.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.