Heima er bezt - 01.11.1951, Side 28

Heima er bezt - 01.11.1951, Side 28
284 Heim'a ER BE'ZT Nr. 9 varningurinn, sem var táknrænn fyrir hinn stóra, lítt þekkta heim, varð sífellt dýrari sökum milligöngu og okurs Araba. Því að Arabar, eða Márar eins og þeir voru kallaðir, höfðu um óralangt skeið haft Indlandsverzlunina í sínum höndum, og þeir réðu yf- ir hinum einu þekktu verzlun- arleiðum, sem til Indlands lágu. Verzlunarleiðir þessar voru hinir persnesku og arabisku eyði- merkurvegir, og tók það marga mánuði og hættuleg ævintýri að komast þá. Þar lágu ræningjarn- ir og sátu um kaupmannalest- irnar, og lentu menn í klónum á þeim, var kaupmönnum gert að greiða háar bætur fyrir að sleppa lífs og gjalda skatta til ýmissa fursta, sem réðu yfir þeim löndum, sem leiðangrarnir fóru um. Þegar Indlands-varningurinn loksins kom til Evrópulandanna, voru vörurnar komnar upp úr öllu valdi, hvað verðlag snerti. Það var þess vegna gömul von manna, í senn að brjóta á bak aftur einræði Arabanna og finna nýjar og auðveldari leiðir til Ind- lands. Bæði Portúgalar og Spánn töldu þetta sín helztu áhugamál. En á meðan Spánn var reiðubú- inn til að leggja mikið í sölurn- ar til þess að ná þessu marki, vildu Portúgalsmenn reyna var- færa leið og beita kænsku. Á- kveðin aðför og árás gegn Ind- lands-verzlun Araba hlaut af þeim að verða talin andúð á veldi þeirra og menningu í heild, og hugsazt gat, að slíkt hefði ó- æskilegar afleiðingar. Og svo var Kólumbus sendur burtu bónleiður frá Portúgal, og síðar átti Ferdinand Magellan eftir að reyna mjög svipað. Þegar Kólumbus fann Ame- ríku, breyttist hin varfærna af- staða Portúgalsmanna þó nokk- uð, og valdataka Manuels kon- ungs boðaði framtakssamari og djarfari afstöðu en hingað til hafði verið. Hin árangursríka för Barto- lomeu Diaz’ glæddi áhuga manna fyrir því, að fundin væri sjóleið til Indlands, og jafnvel áður en hann var kominn aftur, var far- ið að undirbúa stórfenglegan leiðangur, sem nú átti að reyna allt hvað hægt væri. í þetta skipti skyldu engar tafir spilla ánægjulegum og góðum árangri. Það skyldi vera hægt að sigla til Indlands. Og skip undir portúgölskum fána skyldu gera þennan gamla draum landkönn- uðanna að veruleika! Undirbúningur leiðangursins var mjög nákvæmur. Tvö ný skip voru smíðuð samkvæmt allra nýjustu tækni og þeirra tíma skipasmíðalist. Þau voru að vísu engir kappsiglingabátar og ekki eins hraðskreið og fyrri tíð- ar skip, en þau voru sterkbyggð- ari og öruggari í sjó, smíðuð með það í huga, að þau kynnu að lenda í vondum sjó á reginhafi. Diaz sá að miklu leyti um undir- búning leiðangursins og hafði geysimikinn áhuga á, að skipin gætu orðið sem fullkomnust. Nýju skipin voru bæði heitin eft- ir erkienglum, heilögum Gabríel og heilögum Rafael. Þriðja skip- ið var keypt, og hlaut það nafn- ið „Sánkti Mikael“ eftir hinum þriðja erkiengli. Áður hafði það heitið „Berrio“, og er það stund- um þekktara undir því nafni í frásögnum. Fjórða skipið slóst með í förina sem birgðaskip. Ætlunin var að tæma það smám saman og skilja það seinast eftir, en setja áhöfnina yfir á hin skipin þrjú. Ætla mætti, að sjálfsagt hefði verið að fela leiðsöguna í hend- ur Bartolomeu Diaz, hinum dug- lega stjórnanda hins fyrra leið- angurs, honum, sem einnig hafði átt mikinn þátt í að undirbúa þennan. En það fór ekki svo, heldur var forustan boðin öðr- um manni, Estevao da Gama. Hann féll þó frá, áður en leið- angurinn væri ferbúin, og sonur hans Paulo da Gama fékk hlut- verkið í hendur í hans stað. En hann baðst undan þeim heiðri og bar því fyrir sig, að hann væri heilsutæpur, og mælti jafnframt með Vasco da Gama, yngra bróð- ur sínum, og tók hann loks að sér vandann. Menn hafa hugleitt, hvaða or- sök var fyrir því, að gengið var fram hjá Diaz, og sumir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að portúgölsku konungarnir hafi ekki verið fúsir til að veita sama manninum of mörg tækifæri, sem gætu e.t.v. gefið honum of mikinn heiður og frægð í aðra hönd. Hinn frami og giftusami þegn hans hafði jafnvel kastað skugga á sjálfan kónginn. Diaz fékk hinsvegar skipun um að taka að sér stjórn á virkinu Elmina á Guinea-ströndinni, og sigldi hann af stað á herskipi, hinu fimmta í lestinni, um leið og hin skipin lögðu af stað. Það var vel skipulagður og vel útbúinn leiðangur, sem nú fór úr höfn í átt til hins óþekkta. Skipin höfðu meðferðis þrenn- an útbúnað af möstrum, seglum, akkerum og allskonar varahlut- um, sem voru þannig útbúnir, að þeir gátu komið að notum á hverju skipanna sem var. Birgð- irnar áttu að geta enzt í þrjú ár. Hinsvegar kom síðar í ljós, að verzlunarvörurnar og ýmsar gjafir höfðu ekki verið valdar með samsvarandi fyrirhyggju og nákvæmni. Þetta var allt of ó- merkilegt til að geta gert lukku á hinum indverska markaði. Áhafnirnar, sem þátt tóku í förinni, voru úrvals sjómenn portúgalskir, allir valdir af ná- kvæmni. Það voru samtals 150— 200 menn — fjöldinn er misjafn í heimildum — og voru þeir und- ir yfirstjórn hins 28 ára gamla aðalsmanns Vasco da Gama, sem sigldi forustuskipinu „S. Ga- briel“. Stjórn „S. Rafaels“ var í höndum bróður hans, Paulo da Gama, og „S. Mikael“ laut stjórn Nicolau Coelhos. Einna mestur aðstoðarmaður Vasco da Gama var þó stýrimaðurinn hans eða „siglingafræðingurinn“, eins og hann var titlaður, Pedró d’Alem- quer, sem átti eftir að reynast mjög liðtækur í hinni sigursælu för. Hlutverk hans var að ákveða stefnu skipanna eftir stjarn- fræðilegum útreikningum — hlutverk, sem flestir hinna höfðu enga hæfileika til að rækja. Til áhafnanna má e. t. v. einn- ig telja tíu dauðadæmda glæpa- menn, sem látnir voru fara með leiðangrinum. Þessa svonefndu „degradados“ átti að nota til ó- venju hættulegra verka, ef svo bæri til. Ef með þurfti að fá úr því skorið, hvort landganga væri skynsamleg á einhver j um

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.