Heima er bezt - 01.11.1951, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.11.1951, Blaðsíða 29
Nr. 9 Heima er BE'ZT 285 Sannar frásagnir VII: Ljónin eru sloppin eftir George Sanger ÞEGAR ÉG var í Frakklandi, árið 1876, kom eigandi Porte St. Martin-leikhússins til mín þang- að sem ég dvaldist, í Clermont- Ferrand. Hann skýrði mér frá þvi, að nú hefði hann í annað skiptið í undirbúningi leikritiö Umhver.fis jörðina á áttatíu dög- um, og þareð hann hafði séð blökkumann leika sér að átta ljónum í hringleikahúsi einu, hefði sér komið til hugar, hvort ekki væri hægt að koma fram með ljón í leikhúsinu, til þess að gera einn af ástarþáttunum á- hrifaríkari, en sá þáttur gerðist í afríkönskum skógi. Nú er ekki að orðlengja það, að hann tók ljónin á leigu fyrir 320 sterlingspund á mánuði, og ék tók að mér að annast undir- skuggalegum stað, þá var t. d. degraddado settur í land. Tæk- ist honum að vera þar og kom- ast lífs af, var öllu óhætt. Tæk- ist honum það ekki, var einkis misst við. Hann var hvort eð var dauðadæmdur. Svo var öllum undirbúningi lokið. Allar vistir komnar um borð. Áhafnir og starfsmenn á sinum stað. Vindáttin hagstæð. Seinustu kveðjuorðin hljóm- uðu. Reykelsisker kórdrengjanna brenna fórnum á ströndinni, þar sem sungið er og beðið. Vasco da Gama fyrirskipar að létta akkerum! Allir taumar eru leystir, og vindurinn stendur í stór, ferköntuð seglin, seglin með hinum sérkennilega krossi Kristsreglunnar ádregnum í risastærð. Fáni konungsins, sem með mikilli viðhöfn er fenginn í hendur leiðtoga fararinnar, er dreginn að hún á flaggskipinu. Sjórinn hvítfyssandi fyrir stafni; en skipið snýr í átt til hins ó- þekkta. Og fyrsti dagurinn, sem skrif- að er í dagbók skipsins, er 8. júlí 1497. (Framh.) búning á verulega áhrifamiklum ljónaþætti. Þetta mikilfenglega svið, sem átti að sýna skógar- rjóður, var útbúið með þeim hætti, að leiksviðið var notfært til hins ýtrasta. í stað þess að notast við venjulegan leiksviðs- útbúnað voru t. d. allir trjábol- irnir gerðir úr bognum gas- leiðslupípum, misjafnlega þykk- um, en blöð trjánna voru sæmi- lega sterkt net af máluðu járni, nógu þéttriðnu til að koma í veg fyrir, að ljónin gætu sloppið gegnum það og út á sjálft leik- sviðið. Samt voru þau vel sjáan- leg frá áhorfendasætunum. Út- búnaður þessi var allur gerður eftir minni eigin forskrift af vélaverkfræðingnum við hring- leikahúsið í Westminster Bridge Road, en sendingunni frá Lond- on til Parísar varð ekki við kom- ið fyrr en tveim dögum áður en sýningin átti að fara fram, svo að ekki var hægt að hafa neina æfingu með leiksviðsútbúnaðin- um fyrr en þá. Hvað ljónin snerti, þá vildi ég ekki sleppa hendi af þeim, sem voru við hringleikahúsið, sem ég hafði, heldur kaus að fá ljón leigð í Chatham, London og Dover. Ég brá mér því til Eng- lands, kom ljónunum fyrir í tré- grindabúrum og sendi þau með fyrstu ferð til Parísar. Með þeim sendi ég tvo menn, sem unnu við dýragarðinn í Margate, en þeir hétu Walter Stratford og W. Pitcher. Ljónin komu til Parísar á föstudagsmorgni, en frumsýn- ingin átti að vera á sunnudag. Þar sem allt var hins vegar held- ur á eftir áætlun, meðal annars útbúnaður járntjaldsins, var svo ákveðið, að enga æfingu, skyldi halda með dýrunum fyrr en á laugardag. Á meðan voru ljónin geymd í kjallaranum undir leik- sviðinu. Ég var snemma á fótum þenn- an laugardag, til þess að geta haldið æfingu með ljónunum áð- ur en margir væru komnir á kreik. Þegar ég kom til leikhússins, varð ég þó ekki svo lítið hissa, þegar ég sá múg og margmenni standa þar fyrir utan. Er nær kom, sá ég, að þarna voru einnig fjölmargir lögregluþjónar — og svo mennirnir tveir frá Margate- dýragarðinum. Strax er þeir komu auga á mig, ruddust þeir í áttina til mín, nábleikir í fram- an, Stratford með hendurnar á lofti og hrópaði upp: „Ó, herra minn! Herra Sanger! Ljónin eru sloppin!“ „Sloppin!“ endurtók ég hvellt „Hvað segirðu, maður?“ „Þau eru sloppin úr búrunum," anzaði hann, „og þessi maður hér,“ bætti hann við og benti á vopnaðan lögregluþjón, „hann segir, að það verði að skjóta þau strax í nafni almenns öryggis.“ „Ó, nei, í guðanna bænum,“ sagði ég við lögregluþjóninn, „farið ekki að skjóta þau!“ Og um leið og ég sneri mér að sam- verkamönnum mínum, sagði ég: „Komið með mér! Við skulum koma þeim í búrin!“ Mér til mikillar undrunar hreyfðu þeir sig ekki úr sporun- um. „Komið þið! “ endurtók ég. „Ætlið þið ekki að koma?“ En ég fékk ekkert svar, og með fáein ónotaleg orð á vörum, svo sem til að láta þá heyra, að þeir væru engin karlmenni, tók ég olíulampann úr höndum varð- mannsins, sem haft hafði næt- urvörzlu í leikhúsinu, og skipaði honum að ljúka upp dyrum húss- ins. Þegar hann hafði gert það, gekk ég einn inn, með olíulamp- ann í annarri hendinni og venju- legan göngustaf í hinni. Ég gekk um leikhúsið þvert og endilangt, sviðið, búningsherbergin, millum sætanna o. s. frv., en varð hvergi ljónanna var, svo að ég hlaut að draga þá ályktun, að þau héldu sig ennþá undir sviðinu. Það var erfitt fyrir mig að komast á- fram með jafn slæmt ljós og ég hafði, en niður fór ég, og þar sem ég fann þau ekki í efri kjall- aranum, hélt ég rakleitt niður í þann neðri. En í því, sem ég kem inn í ganginn, sé ég hvar ljón hleypur eftir sama gangin-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.