Heima er bezt - 01.02.1952, Síða 4
36
Heima er bezt
Nr. 2
og Sveinn Björnsson skyldi verða
fyrsti þjóðhöfðingi hennar.
Hann hafði langa reynslu sem
diplomat; og framkoma hans
var í senn virðuleg og alþýðleg.
Um áratugí hafði hann verið
fjarri stjórnmálaþrasinu og var
hafinn yfir allar flokkadeilur,
sem lengi hafa hvílt eins og
mara á þessari þjóð. Er ekki' gott
að vita hvernig farið hefði, ef
Sveins Björnssonar hefði ekki
notíð við, þegar þjóðin, mitt í
umróti styrjaldarinnar tók öll
mál sín í sínar hendur. Verður
sæti hans vandfyllt og er ósk-
andi að þjóðin beri gæfu til að
velja eftirmann hans í samræmí
við það, sem henni gagnar bezt
og forðist allar flokkadeilur og
klíkuþröngsýni í því sambandi.
Með því væri minningu fyrsta
þjóðhöfðingja íslands mestur
sómi sýndur.
Sveinn Björnsson talaði til
þjóðarinnar við hver áramót, og
síðast þ. 1. janúar síðastliðihn.
í þessum áramótahugleiðingum
hans kom það skýrt fram, hve
frjálslyndur hann var. Ræður
hans voru þrungnar af bjartsýni
og einlægri ósk um að lands-
menn vildu vinna í eindrægni
að þeim málum, sem framtíð
þjóðarinnar er undir komin.
Ræktun landsins var honum
mikið áhugamál. Og eins og
hann trúði á landið, svo hafði
hann og óbifandi trú á þjóðinni
sem byggír það. Það er sánn-
mæli, er hann segir í síðustu
áramótaræðu sinni:
„Góð menntun, samúð og góð-
vild, eru þau leiðarljós, sem
munu leiða oss til betra lífs í
landi voru, því að hvorttveggja
er gott: landið og fólkið“.
Sveinn Björnsson kvæntist
árið 1908 eftirlifandí konu sinni,
frú Georgiu Björnsson, dóttur
Emils Hansen jústizráðs í Hobro
á Jótlandi. Eignuðust þau mörg
mannvænleg börn. Frú Georgia
Björnsson hefur áunnið sér ást
og virðingu íslendinga, og hefur
við hlið manns síns unnið mik-
ilsvert starf fyrir þjóðina, með
því að setja svip á æðsta heimili
landsins, með miklum ágætum.
EYÞÓR ERLENDSSON
skrifar um
Dagur er að kvöldi kominn.
Síðustu geislar hnígandi sólar
varpa fölleitum bjarma yfir
landið umhverfis og sveipa það
mildum hjúp. Hinar skörpu lin-
ur, sem einkenna íslenzka fjalla-
náttúru, mýkjast að mun og fá
á sig laðandi mynd. Jafnvel
fannahvel Langjökuls er mildi-
legra ásýndum en áður. — En
svo hverfur sólin skyndilega með
öllu, bak við hábungur jökulsins,
og geislaglit hennar dvínar á
samri stund.
Dagurinn, sem er að kveðja, er
annar dagur júlímánaðar, á því
herrans ári 1940. Hann hefur
verið bjartur og fagur og skilur
eftir hugþekkar minningar.
Ég hef verið á ferðalagi frá því
snemma morguns. Hestarnir
tveir, sem ég hef til reiðar, eru
því teknir að lýjast og ég læt þá
lötra í hægðum sínum eftir hinni
grýttu og ójöfnu leið, sem ligg-
ur niður af Bláfellshálsi að norð-
anverðu. Öræfavíðáttan, hljóð
og dularfull, breiðist framundan,
en að baki lokast leiðin af Blá-
felli og Bláfellshálsi. Sjónarsvið-
ið er margbrotið og fagurlega
mótað. Hvítárvatn og fellin
fögru, sem lykja um það vestan-
vert, sjást greinilega. Fljóta ís-
bákn um vatnið á víð og dreif
og gefa því sérkennilegan svip,
svo að það dregur öðru fremur
að sér athyglina. Um frekara út-
sýn til vesturs er eigi að ræða,
því Langjökull lokar þar öllum
leiðum, eins og ógnandi jötun-
múr. í norðri rís Hrútafell, svip-
fagurt og ægibratt. Austanvert
við það má greina Kjalhraun og
Kjalfell. Lengra til austurs verð-
ur útsýni allt ógreinilegra, því
að yfir Hofsjökli og Kerlingar-
fjöllum grúfir drungalegur þoku-
mökkur, sem hylur þau að
mestu. Þessi mökkur er mér all-
mikill þyrnir í augum, því að til
Kerlingarfjalla er förinni heitið.
Eftir skamma stund kem ég að
Hvítá, þar sem brúin liggur yfir
hana. Hef ég þar litla viðdvöl,
en held förinni áfram.
Þegar yfir ána kemur tek ég
F erð
það ráð að halda upp með Jök-
ulfellinu svonefnda og hugðist
með því stytta mér leið. Hafði
mér verið ráðlagt þetta. En sú
ráðlegging reyndist mér vafa-
samt heilræði, því að þarna er
um vegleysur einar að ræða og
auk þess virtist mér, að þessi leið
myndi vera litlu skemmri en bíl-
vegurinn, sem vestar liggur. En
þegar ég komst að raun um
þetta, var ég kominn lengra en
svo, að til mála kæmi að snúa
við.
Kvöldið leið og nóttin sveip-
aði blæju sinni yfir ríki öræf-
anna. Órofaþögn drottnaði um-
hverfis. Fjöll og hæðir gnæfðu
þóttaleg við himin, nær og fjær.
Dauðamók virtist altaka nátt-
úruna. Og þessi lífvana kyrrð
hafði í sér fólgið eitthvert svæf-
andi áhrifavald, einhvern frið-
andi mátt, dulrænan og voldug-
an. Hann þrýsti sér inn í vitund
mína og leitaðist við að ná tök-
um á mér. Þörfin fyrir hvíld og
svefn knúði á. En ég vísaði henni
jafnharðan á bug, því að ennþá
var eigi tími til kominn að taka
á sig náðir. Það gat eigi orðið
fyrr en sæluhúsi Kerlingarfjalla
var náð.
Ég hraðaði förinni eins og unnt
var, en þó var sem mér miðaði
undur hægt áfram. Hestana
varð ég að hvíla öðru hverju, til
þess að ofþreyta þá ekki. Þeir
urðu sýnilega fegnir hverjum
gróðursælum bletti. Þar vildu
þeir stanza og lét ég það venju-
legast eftir þeim.
Þannig leið hver klukkutím-
inn af öðrum, án þess að neitt
sögulegt bæri til tíðinda. Um-
hverfið tók litlum breytingum
langan tíma, nema hvað fjöllin,
sem risu að baki, fjarlægðust
smám saman. Kerlingarfjöll, sem
nálguðust framundan, sáust hins
vegar ekki nema að litlu leyti,
því að þau voru stöðugt hulin
myrkum þokuhjúp.
Engar lifandi verur urðu á leið
minni lengi vel. Að lokum sá ég
tvo svani i dálitlum gróðurreit,
fast við Jökulfallið. Þeir voru