Heima er bezt - 01.02.1952, Síða 7
Nr. 2
Heima er bezt
39
Jórunn Ólafsdóttir:
V IÐ ARINELD
Það er kvöld í baðstofunni.
Heimilisfólkið hefir safnazt sam-
an að lokinni dagsönn. Fró
hvíldarinnar og nautn frelsisins
gerir því hlýtt í skapi. Ef til vill
hefur það í leyni hlakkað til
þessarar stundar allan daginn,
hlakkað til að fá losnað úr
álagaviðjum skylduannar og
notið hvíldar og kyrrðar. Ef til
vill liggur strangur og storma-
samur dagur að baki, válegur og
veðurharður, þegar kuldinn beit
í kinnar og fanndyngjan þyngdi
gönguna, svo að karlmönnunum
urðu útiverkin helmingi erfiðari
og tafsamari en ella. Ef til vill
hefur kvenfólkið einnig átt erf-
iðan dag við stórþvott, hrein-
gerningu, bakstur eða eitthvað
þess háttar. En þó að svo hafi
ekki verið, þó að dagurinn hafi
liðið fram ljúfur og hljóðlátur,
óbrotinn og vandkvæðalaus, þá
eru allir fegnir, þegar annir hans
og kvaðir liggja að baki og
kvöldvakan hefst. Hún er eins og
stormahlé, — vin í eyðimörku,
sem veitir þráða hvíld, frelsi,
styrk og gleði. — Þegar
veðrahamur ríkir, þegar
stormurinn hristir húsin
og fönnin byrgir glugg-
ana, þá er öryggi og ó-
blandin nautn að sitja við
arin sinn og njóta hvíldar
eftir baráttuna við Kára
gamla og fylgifiska hans.
Máske er sjaldan eins sælt
að nj óta kvöldkyrrðarinn-
ar og heimilishlýjunnar
sem þá. En sé gott og fag-
urt veður úti, mánaskin,
stjörnubirta, norðurljós,
sem hellist eins og gull-
regn yfir snævi þakta jörð,
svo að skrúði hennar virð-
ist alsettur gylltum perl-
um, þegar klettar, tindar,
glýpur, hólar og hæðir
taka á sig töfrablæ og rísa
1 hillingum sem álfaborgir
og ævintýrahallir.þá verð-
ur ýmsum tíðlitið út um
glugga sinn til að fá not-
ið þeirrar fegurðar, sem við aug-
um blasir. Ef til vill langar þá
líka einhvern, sem inni er
bundinn, til að koma út og fá
notið töfranna í enn ríkara mæli.
En geti hann það ekki, hverfur
hann gjarnan á vit hins liðna
tíma, þar sem minningarnar
vaka og ljúka upp ævintýrahöll-
um æskuáranna, þar sem unað-
ur lífsins var ekki óveruleg hill-
ing, heldur glæstur veruleiki. En
æskan unir sér ógjarnan innan
fjögurra veggja á slíkum kvöld-
um. Börn og unglingar hverfa úr
bæjarskjólinu með sleðana sína,
skíðin eða skautana og fara í
kappgöngu eða kappakstur eftir
ísgljánni eða snjóbreiðunni. Það
stríkkar á vöðvunum og taug-
arnar verða spenntar, blóðið
þýtur í æðunum, hugur fyllist
móði og gleði og áhugi gneistar
af hvarmi. í þennan heilsubrunn,
iðkun hollra íþrótta undir ber-
um himni, hefur íslenzk æska
sótt þrek og móð um aldaraðir.
Að lokum hverfur æskufólkið
heim til bæjar. Það flytur fersk-
an andblæ til þeirra, sem fyrir
eru inni, er það heilsar rjótt og
mótt með bros á brá og blik í
tindrandi augum.
Þegar inn er komið hverfur
það gjarnan að einhverju verki.
Yngismeyjarnar prjóna, hekla
eða sauma, eða leggja stund á
hinar fínustu hannyrðir, sauma
dýrindis rósir og sveiga í sessur
og svæfla handa sér eða þeim,
sem heillar hug þeirra öðrum
fremur og á vísast eftir að verða
lukkusveinn þeirra og lífsföru-
nautur. Yngissveinarnir föndra
sitthvað smálegt, taka t. d. fram
fínu sögina sína, fá sér kross-
viðarplötu og skapa fallegan
myndaramma eða einhver ann-
an dýrgrip, sem þeir svo gefa —
eða geyma, unz sú stund kem-
ur, að þess gerist þörf að láta
verkin tala og vitna um mann-
gildið. Yngstu meðlimir fjöl-
skyldunnar leika sér á gólfinu að
gullum sínum og byggja spila-
borgir sínar í öryggi hins barns-
lega trausts. Eldra fólkið hefur
að sjálfsögðu verk með höndum.
Kvenfólkið stundar tóvinnu,
saumaskap eða hannyrðir.
Rokkar eru þeyttir, því að enn
eru þeir hlutir í heiðri hafðir
allvíða, þótt sumum finnist þeir
lítt samrýmast tízku og tækni
nútímans og vilja því útskúfa
þeim, sem fleiru, er á sér stoð
og uppruna í fortíðinni.
Mörg konan heldur samt
tryggð við rokkinn sinn,
enda þótt önnur og stór-
virkari tæki séu nú tekin
að gegna hans hlutverki.
Á kvöldvökunni grípur
hún gjarnan til þessa
gamla vinar, hjólið snýst,
lágt þythljóð myndast,
lyppan líður mjúklega um
öruggar hendur. Kamb-
arnir koma máske líka á
gang, þó að þeir séu samt
enn úreltara þing en
rokkarnir, prjónarnir
kveða við um leið og þeir
mynnast við lykkjurnar,
nál og þræði er beint að
dúk og dregli. Handavinna
kvenfólksins er margþætt
og mjög listræn, ef vel er á
verki haldið.
Karlmennirnir láta sér
tíðum hægt með vinnu-
brögðin, þegar útiverkin
Bóndinn kembir ull, dóttirin vindur hnykil og konan spinn-
ur kemburnar á rokk.