Heima er bezt - 01.02.1952, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.02.1952, Qupperneq 10
42 Heima er bezt Nr. 2 Páll Ólafsson, Sörlastöðum: FREISTINGIN Smásaga Ferskan ilm af nýjum, grósku- miklum gróðri lagði að vitum ferðalanganna þriggj a, sem röltu með bagga á baki upp eftir ávölum brekkum Hamarshlíðar. Þeir voru á leið í vegavinnu í Hamarshlíðarbrúnum og hugð- ust að dvelja þar í heiðinni sum- arlangt. Áfram þokuðust þeir hægt og hægt, unz þeir loks námu stað- ar við tjaldstað samverka- manna sinna, vegagerðarmann- anna. Þar voru fyrir ellefu vega- gerðamenn og ráðskona þeirra Borghildur Björnsdóttir frá Heiði, tvítug blómarós, geislandi af æsku og yndi, ærslagjörn og fjörug, með dökk lokkandi augu og dálítið ástleitnar varir. Hún elskaði lífið og -bar í brjóstinu sterka ævintýraþrá. Þarna í heiðinni, eins og það var venjulega orðað, voru menn af mjög ólíkum gerðum og á ýmsum aldri, allt frá nýfermd- um, óhörðnuðum unglingum og upp til 65 ára gamalla, lífs- reyndra, æruverðra öldunga. í þessum hópi vöru til menn, sem setið höfðu marga vetur á skóla- bekk og var því farið að nreyma um einhverja heppilega og sæmilega góða stöðu að af- stöðnu embættisprófinu. Svo var því háttað með einn þess- ara heiðarvinnumanna: Árna Ágúst Emilsson, lögfræðinema. Þetta var að líkindum seinasta sumarið, sem hann yrði að vinna hörðum höndum á heið- um uppi, því á næsta ári næði hann, væri allt með felldu, loka- .takmarkinu á námsbrautinni — embættisprófinu — og þá sam- stundis ætlaði hann að ganga að eiga unnustu sína: Arnheiði Sveinsdóttur, góðbóndadóttur úr Breiðdalabyggðum.-------- -----Fegursti og unaðslegasti tími ársins var að líða. Sólmán- uður senn að verða hálfnaður. Árni Ágúst og þeir tveir menn aðrir, er fyrr greinir, höfðu ver- ið í heiðinni allt að þremur vik- um, verið heppnir og kunnað vel við sig. Þeim leið vel. Og ekki var annað hægt að segja, en samstarf og samkomulag allra hinna mjög ólíku vegagerðar- manna væri yfirleitt gott, þótt stöku sinnum kæmi fyrir að slægi í brýnu, svona eins og gerist og gengur hvar sem tveir eða fleiri menn vinna saman; vill þá stundum verða svo, að sitt sýnist hverjum, og er það reyndar eðlilegt. Og ráðskonan, hún Borghildur, ekki spillfcr hún; nei fjarri fór því. Margir vegavinnumenn víðs- vegar um landið hefðu sannar- lega mátt öfunda starfsbræð- ur sína í Hamarsheiðinni þetta sumar af ráðskonunni þeirra, svo léttlynd, glaðleg of mynd- arleg var hún. Þar að auki léku öll störf í höndum hennar, og hvar sem hún fór, flutti hún með sér ferska angan vors og gróðurs--------- -----Það var laugardagskvöld. Nokkrir af mönnunum höfðu farið um kvöldið, en ætluðu að koma aftur eftir helgina. Fjór- ir þeirra fóru allt af heim um helgar, og í þetta skipti höfðu aðrir fjórir slegizt í förina með félögum sínum. Aðeins sex gistu tjöldin þessa nótt, einn þeirra var Árni Ágúst. Hann mundi víst ekki gera víðreist úr tjaldstöðum heiðarbúa þetta sumar. Hvert átti hann svo sem að fara? Átti hann heldur nú orðið nokkurt heimili? Að sönnu átti hann fósturforeldra á fjar- lægu landshorni, en taldi sig eigi eiga þar heima lengur. Arnheiður, unnusta hans, átti einnig heima langt í burtu,þang- að varð ekki heldur farið. Þó var hann ákveðinn í að finna hana áður en hann færi í skólann um haustið. Árni Ágúst undi sér mjög vel þarna í faðmi fjallanna. Djúp og hljóðlát heiðakyrrðin átti undur vel við hann. Samverka- mennirnir voru líka á flestan hátt ágætir félagar, og ráðskon- an, Borghildur frá Heiði, sem yndisleg, goðborin gyðja. -----Liðið var nokkuð fram yfir lágnætti þetta laugardags- kvöld. Árni Ágúst bjó einn i tjaldi þessa júlínótt; og hann gat alls ekki sofnað, var það blátt áfram ómögulegt. — Já, uppi á reginheiðum getur það stundum verið margt, sem dregur og seiðir hugann um unaðslegasta leyti ársins, í miðj - um sólmánuði. Nú á þessari stundu rifjuðust skýrt upp fynr honum ýmsar gamlar ævintýra- og álfasögur. Sögur um álög og álfaborgir, sögur um það, þegar álfameyjarnar heilluðu byggða- mennina inn í hóla sína og skiluðu þeim stundum aldrei aftur. — En voru það ekki fleiri en álfameyjarnar, sem hæfileika höfðu til að heilla unga menn; — skyldi það ekki? Skyldu ekki hinar mennsku meyjar líka kunna það? — Ævintýri. — Þetta orð var svo unaðslega hugljúft og heillandi. Og hver er sá, sem ekki þráir ævintýri um ljósa sumarnótt? Er það ekki líka ævintýraþráin, sem er ein sterkasta þráin í brjóstum mannanna? Árni Ágúst reis á fætur og gekk út úr tjaldinu. Ekkert hljóð heyrðist, nema hroturnar úr sumum félögum hans, er sváfu svefni réttlátra í sínum tjöld- um. Hann hugðist nú að ganga eitthvað um heiðarbrúnirnar og virða fyrir sér umhverfið, sem við honum blasti í hljóðri heiða- kyrrðinni. En þegar ævintýraþráin svell- ur og ólgar í blóðinu og freist- ingin bíður við næsta skref — hvað skeður þá? — Árni Ágúst var ekki fyrr kominn út fyrir dyrnar á tjaldi sínu, en hann sá hvar Borghildur kom út úr skúrnum, en hún bjó í lítilli kompu í öðrum enda geymslu- skúrs vegamannanna. Hann varð sem steini lostinn við þessa sýn. Blóðið fossaði í æðum hans með óstjórnlegum hraða. Hún var í ljósum sumarkjól, hafði létta inniskó á fótum, berhöfðuð

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.