Heima er bezt - 01.02.1952, Síða 13

Heima er bezt - 01.02.1952, Síða 13
Nr, 2 Heima er bezt 45 efla einveldi þess. Þetta myndi fremur takast í borg, sem hann væri með til að byggja að nýju, en í Róm, þar sem hinar gömlu stoðir lýðveldisins og stjórnar- hættir voru enn við lýði, enda þótt þýðing þess væri að litlu eða engu orðin. Loks myndi kristindómurinn eiga léttara uppdráttar, ef höfuðstöðvar kirkjunnar væru fjarri Róm, þar sem hin heiðna heimspeki og frjálslyndi átti enn nokkur ítök í hugum manna. Árið 330 vígði Konstantín hinn nýja höfuðstað sinn með hátíðlegri viðhöfn. Byzantínsku keisararnir voru einvaldir á austurlenzka vísu, og staða þeirra var þannig ólík rómversku keisaranna, sem voru fyrirrennarar þeirra. Keisararn- ir Ágústus, Tíberíus, Neró og fleiri voru raunverulega einvald- ir, en að nafninu til voru þeir kosnir af þinginu, og að forminu til voru þeir skyldir til að hlýða fyrirmælum ráðsins og þjóð- þingsins. Austrómversku keisar- arnir voru lausir við allar slíkar skyldur. Að vísu höfðu þeir ráð æðstu veraldlegra og geistlegra embættismanna við hlið sér, en ráð þetta var mjög táknrænt nefnt Silentíum, en það þýðir þögn. Hlutverk þess var að hlusta á allrahæstar tilskipanir; aðeins einstþku sinnum fengu þeir leyfi til að láta skoðun sína í ljós. Gagnrýni þekktist ekki. Konstantínópel var smábær, þegar Konstantín mikli settist þar að. Engar hallir eða minn- ismerki voru í bænum. íbúunum hafði fækkað undanfarið og hin fyrr svo blómlega verzlun var hraðminnkandi. En 200 árum síðar var bærinn orðinn að stór- borg og miðstöð verzlunar á Balkanskaga, Litluasíu og Egyptalandi. Borgin réð yfir fjórum stórhöfnum með skipa- smíðastöðvum, þar sem unnið var dag og nótt. í miðri borg- inni var hið mikla Keisaratorg (Forum Augusteum), með skraut legum súlnagöngum og dásam- legustu byggingum veraldarinn- ar. Þar stóð stjórnarhöllin, sem Konstantín hafði reist og eftir- komendur hans voru stöðugt að stækka og umbæta. Þar var Hippodromen (veðhlaupabraut- in), risavaxin bygging, er rúm- aði 50.000 manns. Þar mættust allir til leikanna, frá keisara- fjölskyldunni og til betlara og glæpamanna. Ýmist voru veð- hlaup, bardagi milli villidýra, eða jafn vinsæl skemmtun og brennur vantrúaðra og guðlast- ara, er svo voru forhertir og af- vegaleiddir, að þeir fullyrtu, að Guð faðir hefði skapað Krist og að Kristur hefði ekki alltaf ver- ið til, eða að Kristur væri minni en Guð faðir, en rétta trúin kenndi, áð Kristur hefði verið til frá eilífð, eins og Guð faðir og enginn hefði skapað hann, og þá heldur ekki Guð faðir! Slíkar brennur voru gómsætur biti fyrir hina „frómu“ íbúa keisaraborg- arinnar. Á þessum stað létu menn oft skoðanir sínar í ljós um stjórnarhætti keisarans. Enda þótt keisarinn væri ein- valdur, varð hann oft að breyta- ákvörðunum sínum, þegar hann stóð frammi fyrir 50.000 manns, er mótmæltu þeim kröftuglega. Nálægt Hippodrominum lágu hinir miklu baðstaðir Xenxipp- os, sem stóðu framar hinum heimsfrægu baðstöðum Rómar. í nágrenni við byggingar þessar stóð Soffíukirkjan, sennilega dásamlegasta guðshús veraldar- innar og fyrirmynd fjölda ann- arra kirkjubygginga frá miðöld- um. 100 húsameistarar með 100 verkamenn hver í vinnu, stjórn- uðu verkinu. 5000 verkamenn höfðu unnið að vinstri hlið kirkjunnar árum saman, og jafn- margir við hina hliðina. Á hverj- um degi kom Justinian keisari að líta eftir. Hann gekk í fátæk- legum ullarfötum eins og verka- mennirnlr. Allar tegundir grjóts, sem þá þekktust, voru notaðar í kirkjuna. Til þess að hin mikla hvelfing yrði eins létt og mögu- legt var, var leirinn í múrstein- ana sóttur til Rhodoseyjar, en leirtegund þessi vóg aðeins helm- ing þess, er venjulegur múr- steinn vóg. Á hvern einasta stein voru þessi orð pressuð: „Guð hefur látið mig á þennan stað og héðan mun ég aldrei verða tekinn, því að hann mun vaka yfir mér í himni sínum.“ Sjö ár fóru í að viða að efninu og verk- ið sjálft stóð yfir í 21 ár. Árið 568 var kirkjan vígð af Justinian keisara með mikilli viðhöfn. Þegar hann gekk inn í kirkjuna fullgerða, varð honum að orði: „Guð veri lofaður um alla eilífð! Hann hefur gert mig þess verð- ugan að leysa slíkt verk af hendi. Ég er meiri en Salómon." Norðanvert við borgina geng- ur löng og mjó vík inn í landið. Nefnist vík þessi Gyllta hornið, og gerir sitt til að lega staðar- ins verður sérstæð og fögur. Hér var skrauthöllin Blachernes síð- ar byggð, og þar bjuggu margir hinna prjálgefnari keisara um langan aldur. Varð höll þessi mjög fræg á sínum tíma. Mjög .víða í borginni voru stórir skemmtigarðar, hallir tilheyr- andi ættingjum keisaranna, spítalar, gamalmennahæli og Framh. á bls. 60. Ró'ftiverskt hringleikasvið.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.