Heima er bezt - 01.02.1952, Blaðsíða 17
48
Nr. 2
Nr. 2
Heima er bezt
49
Heima er bezt
Eldgamlir annálar og ævintýri
eru á einu máli um það, að
„óhamingja“ mannkynsins eigi
orsök sína að rekja til þekking-
arinnar á járninu. Ovid minnist
á það í hinu fræga kvæði sínu,
„Quatuor acyates“, og síðan hef-
ur það oft verið endurtekið.
Annálaritarar vorra tíma full-
yrða, að við lifum á öld olíunnar
eða rafmagnsms, aðrir álíta að
gúmið eða bómullin sé sérstak-
lega einkennandi fyrir líf nú-
tímamannsins. Járnið ætti eftir
því að hafa misst yfirráðin og
orðið að láta af hendi einvalds-
stöðu sína.
En þetta er áreiðanlega orðum
aukið. Járnið í sambandi við
kolin, er og verður þýðingar-
mesta hráefnið. Járnið er og
verður einvaldi. Væri það ekki
til, myndum við ekki hafa önnur
efni, eða þau yrðu verðlaus í
heimsbúskapnum. Því til hvers
ætti að nota benzín, ef flugvélar
og bílar væru ekki til? Ekki er
unnt að framleiða þessi farar-
tæki án járnsins. Hvaða not
hefðum við af bómullinni, ef
vefstólar væru ekki til? Og aö
hvaða gagni kæmi rafmagniö,
ef ekki yæru neinar vélar til?
Svona mætti lengi telja?
Járnið hefur úrslitaþýðingu
fyrir allt líf okkar. Fyrir þúsund-
um ára réð það úrslitum um ör-
lög manna og ríkja. Og allt, sem
mennirnir hafa síðan fundið
upp, hefur aukið verðmæti járns-
ins, enda þótt það sé í sjálfu sér
einhver ódýrasti málmur sem til
er.
í upphafi var járnið —
Þýzkur vísindamaður, Ludwig
Beck að nafni, hefur ritað 7000
blaðsíðna bók um sögu járnsins,
og þó hefur hann ekki gert þessu
efni full skil. Saga járnsins er í
rauninni um leið sjálf mann-
kynssagan. —
Elztu járnvörur, sem þekkjast,
eru frá fimmta árþúsundi fyrir
Krists burð. Fundizt hafa járn-
hamrar og spjótsoddar úr járni.
Frumbyggjar Egiptalands hafa
smíðað þessa hluti. Járnið var
ekki brætt úr steinunum. Járn-
steinninn var hitaður og járnið
hamrað, og gjallið ekki fjar-
lægt. Varð járnið af þeim sök-
um lakara, stökkt og hrufótt;.
STÁLIÐ — EINVALDI Á HNETTINUM
Regluleg járnvinnsla hófst á ár-
unum 1600—1500 fyrir Krists
fæðingu. Námugröftur hófst í
því, er síðar varð Rómaveldi, og
þaðan barst járnið til Egipta-
lands, eins og nýlega fundið bréf
frá Hettítakonungi nokkrum til
Ramsesar annars voottar.
Á dögum Hómers voru járn-
vopn alkunn, eins og sést af
Illionskviðu. Síðan er mögulegt
að fylgja þróunarsögu járnsins
fram á okkar daga. Rómverjar
fundu járn á eynni Elbu og síðar
á Spáni. En einnig Gallía, Bret-
land og Germanía voru járnrík
lönd. Síðar hófst járnvinnsla í
Verkamenn í stáliðnaðinum.
Týról, Steinermark og Kárnthen.
í styrjöldunum milli Rómverja og
ættkvísla þjóðflutningatímanna
fékk járnið mikla þýðingu. Ger-
manir höfðu gnægð af járni og
stóðu Rómverjum ekki að baki
hvað harðfengi snerti. Fjöl-
breytni járnverkfæra varð meiri
eftir því sem tímar liðu, en að-
ferðirnar við framleiðsluna
breyttust lítið langt fram á mið-
aldir. Byggðir voru bræðsluofn-
ar — þar sem slíkt var mögulegt,
og oftast á hæðum, svo að loftið
væri nóg — og ofnar þessir voru
hitaðir með viðarkolum. Á mið-
öldunum fundu menn upp á að
nota blástursbelgi. Það létti stór-
um starfið við ofnana, en gat
auðvitað ekki bætt úr aðalann-
markanum — járnið var of deigt.
Forfeðrum okkar kom það ein-
kennilega fyrir sjónir, að ind?
verskt járn, sem þeir fóru með á
alveg sama hátt, var miklu
harðara og sveigj anlegra. Þá gat
ekki rennt grun í, að indverska
járnið var blandað Chrom og
Mangan, sem gerði það sterkara.
Leyndardómar Indlands.
Herðing járnsins er indversk
uppfinning. Hinar fyrstu stál-
deiglur voru teknar í notkun á
Indlandi. Hinn frægi landkönn-
uður, Marco Polo, hefur lýst
indverskri stálframleiðslu. Úr
járnberginu fengu þeir, eins og
Evrópumenn, hið deiga járn. Það
var höggvið í smábita og sett
saman við tré í leirdeiglu. Deigl-
unni var lokað svo að hún varð
loftþétt, og síðan var hún sett
inn í ofn, er fylltur var viðar-
kolum. Deiglan var látin vera í
ofninum í ákveðinn tíma, svo
var leirhylkið mölvað og innan í
því var stálið. Arabar sóttust
mjög eftir þessari vöru, en Ind-
verjar vissu góð skil á Verðmæti
framleiðslu sinnar og reyndu að
halda aðferðunum leyndum. Úr
Mysore-stálinu smíðuðu Arabar
hin frægu sverð sín, og fram-
leiddu hin frægu Damaskus-
sverð eftir ýmsum leynilegum að-
ferðum, en vopn þessi vöktu að-
dáun krossfaranna frá Vestur-
löndum. En eigi leið á löngu
áður en Evrópumenn fetuðu í
fótspor Indverja, og þegar á 14.
og 15. öld komu fyrstu stálverk-
færin og vopnin frá Brescia,
Milano, Toledo og Sevilla. Brátt
urðu þýzk eggjárn frá Solingen
og Passau einnig heimsfræg.
Járn og kol I sameiningu.
Eftir að púðrið var fundið
upp, óx járn- og stálframleiðsl-
an hröðum skrefum. En stór
hætta vofði yfir framleiðslunni.
Þess ber að geta, að stál mið-
aldamanna átti lítið skylt við
stál nútímans. Trj áviðarforðinn
var að ganga til þurrðar, og án
viðarkola var ekki unnt að
framleiða stál.
Þá gerðu menn tilraun til að
nota í stað viðarkolanna verð-
lítið efni — eftir skoðun þeirra
tíma — en það voru steinkolin,
en tilraun þessi heppnaðist ekki
vel.
Á 17. öldinni var tilfinnanleg-
ur trjáviðarskortur, en þá gerð-
ist það, að ungur enskur iðnað-
armaður, Dud Dudley að nafni,
fann ráð. Fyrirtæki hans vár að
fara á höfuðið vegna trjáviðar-
skorts. Eftir allmargar tilraunir
komst hann að þeirri, raunar
réttu, niðurstöðu, að steinkolin
væru ónothæf vegna brenni-
steins þess er var í þeim. Hann
hélt áfram tilraunum sínum og
loks framleiddi hann koks í
fyrsta skipti í sögunni. Litlu síð-
ar breytti hann verksmiðju
sinni og tók að framleiða nýtt
stál, er hann sýndi stjórnarvöld-
unum. Gæðum þess var mjög
hrósað og ekki spillti, að verðið
var lægra hjá Dudley en keppi-
nautum hans. Engum tókst að
komast að því, hvernig hann fór
að þessu, og keppinautar hans
reiddust. Þegar þeir sáu, að þeir
gátu ekkert aðhafzt, gripu þeir
til þess að gera aðsúg að verk-
smiðju hans. Þeir leigðu bófa-
flokk einn til þess að eyðileggja
verksmiðjuna. Tryggingarkkerfi
þeirra tíma var svo ófullkomið,
að Dudley fékk engar skaðabæt-
ur, og heldur ekki tókst honum
að fá fyrri vini sína til að hjálpa
sér. Hann var settur í skulda-
fangelsi eftir að allt var farið á
höfuðið. Hann sat þar í tvö ár,
en er hann slapp út, sótti hann
um einkaleyfi fyrir uppgötvun
sinni. Því var synjað og nokkkru
síðar dó hann og tók leyndar-
dóm sinn með sér í gröfina. Slík
urðu örlög eins af stærstu frum-
kvöðlum iðnaðarins. Nafn hans
er fáum kunnugt nú á dögum.
Hann hefur horfið í myrkur ald-
anna.
Keppinautar Dudleys vissu, að
hann hafði byggt á reynslu
sinni af steinkolum. England —
einkum æskustöðvar Dudleys,
Worcesterskíri — var afar ríkt
af steinkolum. Það leið heldur
eigi á löngu áður en öðru ensku
fyrirtæki, er var i eigu Derby-
ættarinnar, tókst að finna lausn
á vandamálinu. Árið 1735 tókst
að framleiða hrájárn með koks-
Fljótandi járnið vellur út úr ofninum.
um. Það er söguleg staðreynd, að
eigandi fyrirtækisins, John Der-
by, sat óslitið við tilraunaofn
sinn sex daga og nætur i röð.
Þessi atburður er upphafið að
sögu stálsins, sem nú er í raun
og veru rúmlega 200 ára gamalt.
Járnsteinn og kol í sameiningu
eru forelddrar stálsins. Enn
þann dag í dag er stálið fram-
leitt á stöðum, þar sem þetta
tvennt finnst í ríkulegum mæli.
Stálíð vinnur á.
Það væri rangt að halda, að
spurningin sé leyst þó að kola-
vandamálið sé úr sögunni. Hér
var um að ræða stál á byrjun-
arstigi og margt var ennþá ó-
gert. Derby-verksmiðjurnar
framleiddu í raun og veru aðeins
hrájárn. Það var aftur Englend-
ingur, Henry Cort að nafni, sem
tók næsta skrefið. Hann fann
upp hina svonefndu Puddling-
aðferð, sem aðallega gengur út
á að hreinsa sót úr hrájárninu
og þar með gera það sterkara.
Hlaut hann mikla viðurkenn-
ingu fyrir þessa uppgötvun sína
og varð brátt viðurkenndur af
sérfræðingum Englands. „Upp-
finning Corts mun gera Eng-
landi meira gagn en margar ný-
lendur“, var orðtæki um þessar
mundir. í styrjöldunum í upp-
hafi 19. aldadr var England eina
ríkið, sem notfærði sér uppgötv-
un Corts.
Ameríka kemur til sögunnar.
Á átjándu öldinni fundust
auðugar járnnámur í Ameríku.
Nóg var þar einnig af steinkol-
um og trjávið, svo að miklir
möguleikar voru fyrir hendi til
stálframleiðslu þar í landi. En
hinn brezki stóriðnaður óttað-
ist væntanlega samkeppni og
freistaði að eyðileggja hina
amerísku framleiðslu. Þetta
tókst þó ekki nema um stundar-
sakir. Landstjórinn í Pennsyl-
vaníu bannaði alla sölu og fram-
leiðslu á tilbúnum járnvörum.
Það verkaði ekki lengi. Frelsis-
stríðið losaði iðnaðinn úr viðj-
um Englendinga. Sá hét Peter
Cooper, sem varð fyrsti stóriðn-
aðarfrömuður í hinu unga lýð-
veldi. Hann grundvallaði hið
stóra fyrirtæki, „Union Cooper“,
sem fékk mikla þýðingu í borg-
arastyrjöldinni. Járnið stað-
festi vald sitt i styrjöldinni.
Norðurríkin voru rík af járni,
en Suðurríkin höfðu bómullina.
Járnið varð sigurvegari og járn-
iðnaður Ameríku hélt áfram sig-
urför sinni að heimsyfirráðum.
Krupp og Carnegie.
Stálframleiðslan í heiminum
lagði grundvöllinn að risafyrir-
tækjum, sem ekki eiga sinn
líka. Menn og fjölskyldur, sem
skildu tákn tímanna og þá
Framh. á bls. 60.