Heima er bezt - 01.02.1952, Page 21

Heima er bezt - 01.02.1952, Page 21
ISTr. 2 Heima er bezt 53 • • Oræfa- töfrar • * Islands Mynd þessi er úr Kringilsárrana, en þar i grennd er aðalheimkynni hreindýranna á Vesturöræfurn. Sýnir myndin vel hina dásamlegu fegurð örœfanáttúrunnar á kyrr- látu sumarkveldi. Nú er þar öðru- visi um að litast, enda hafa vetr- arhörkurnar neytt hina stoltu ibúa öræfanna til að leita byggða, þar sem meiri von er um björg. Arnarfirði um veturinn og sár- bað mig að yfirgefa sig ekki. Þú átt bágt, sagði ég, en óvíst er hvort þú þjáist meira en ég. Opnaðu hjarta þitt fyrir mér, sagði hún. Ég skal reyna að gera þig hamingjusaman. Víst gætir þú gert mig ham- ingjusaman, en það eru æðri öfl, sem hugir okkar verða að lúta, sagði ég. Slitum við svo tali. En svo gagntekinn var ég af hugar- angri, að það var sem hver mín taug léki á þræði. Tók ég þá til bragðs að ganga afsiðis og biðja til guðs, um handleiðslu hans á þessari freistingabraut. Og ég bað svo heitt og innilega, að ég var viss um, að guð hefði bæn- heyrt mig, því eftir nokkra stund var ég orðinn sem nýr maður, og veröldin björt og ljómandi skein við mér með öll- um sínum dýrðar djásnum. En mynd þessarar konu máðist ekki úr huga mínum, að fullu. •— Það var ekki karlmannlegt að syrgja konu, en engan skal ég öfunda sem kemst í svona kringum- stæður. Skömmu áður en vinnu minni var lokið, kom saltskip frá Spáni og tók ég mér far með því til Hafnarfjarðar og hafði vinnu alla leiðina. Við vorum í 3 daga á Patreksfirði, að taka fisk. Lögðum við þaðan af stað síðari hluta dags, en um nótt- ina gerði sótsvarta þoku, svo ekki sást handa skil. Vissi ég eigi fyrr til en skipið var rétt komið í strand. Var ég þá kall- aður upp á stjórnpall, því að maður var á skipinu, sem vissi að ég var kunnugur á þessum slóðum. Þegar ég var kominn upp og stóð meðal hinna borða- lögðu, fór ég að litast um og sá fljótlega, að við vorum staddir fyrir sunnan Garðskaga. Ég sá það á kvikunni. Þeir sem uppi höfðu verið, sögðust hafa séð kirkju, og gizkaði ég á, að það væri Hvalsneskirkja og gat ég komið skipstjóranum í skilning um það. Var þá breytt um stefnu og snúið inn fyrir Garð- skaga. Gekk ferðin síðan vel til Hafnarfjarðar. Þurfti ég eigi að dvelja þar í landi, því ísafoldin var þar stödd ,og á förum til Reykjavik- ur. Fór ég með henni þangað. — Mér gleymdist að skýra frá atviki, sem fyrir mig kom þarna vestur frá. Þegar ég kom á Bíldudal um vorið, var mér vísað á hús, sem ég átti að vera í, er hét Glaumbær. Þegar ég kom inn í húsið hélt ég að kona væri þar í barnsnauð, þó mér heyrð- ust hljóðin sem komu þar úr herbergi, vera framleidd af karl- manni, sem líka var. Þetta var piltur af Eyrarbakka, með svona vonda ígerð innan lærs. Var hann búinn að biðja félaga sína, sem voru 12 að tölu, að stinga á kýlinu, en enginn hafði hug til þess. Læknirinn var fjarstaddur og var eigi gott út-

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.