Heima er bezt - 01.09.1952, Page 6

Heima er bezt - 01.09.1952, Page 6
262 Heima er bezt Nr. 9 veggjum og grænu túnblettum hvísla að gestinum þes^ari sögu í hinu heilaga hljóði öræfafrið- arins. Fólkið hverfur frá minningum, ævintýrum, draumsýnum og hill- ingum til raunveruleikans — framhalds grasaferðarinnar. Það rís á fætur og gengur til hest- anna, sem nota sér óspart græn- gresið í húsatóftunum og hlað- varpa eyðibýlisins, taumar eru lagðir upp á stinna makka og stigið á bak. Hestarnir eru enn sporhvatir eftir áninguna og nú er riðið hratt um stund, en brátt taka við svo ógreiðir vegir, að varla er unnt að fara nema fet- ið. __ pá er tíminn notaður til að tala saman, hlátrar óma og gam- anyrði fjúka. Það gjörir enga sök hér, auðnin geymir vandlega það, sem henni er trúað fyrir. Að lok- um er komið í áfangastaðinn, grösugan bala, milli tveggja hæða. Þessi bali er eina raunverulega undirlendisræman þarna frammi í drögunum. Hér er orðið heldur eyðilegt um að litast, enga kvika skepnu að sjá, nema fáeinar sauðkindur og ein rjúpnahjón með börnin sín. Þeg- ar staðar er numið, skipta menn með sér verkum, sumir spretta af hestunum, hefta þá og ganga frá reiðtygjunum, aðrir slá upp tjaldi og hyggja að farangrin- um, einhver býst til að hita kaffi og þegar allir eru komnir í einn hóp aftur, setjast menn inn í tjaldið og fá sér hressingu eftir ferðalagið, rabba saman og hvíl- ast stundarkorn. Svo er tjaldið yfirgefið, grasapokarnir teknir, bönd fest í þá og byrjað að tína. Grösin mæta augum fólksins, þar sem þau vaxa víðsvegar, ýmist í smátoppum eða í stórum breið- um. Þessi kjarnmikla, heilnæma og yfirlætislausa jurt er þrifin af áfjáðum höndum og látin í pok- ana, sem bornir eru um öxl. Þeg- ar þeir eru orðnir það þungir, að óþægindi eru orðin að því að bera þá, er skroppið heim að tjaldinu og þeir losaðir; er inni- hald hvers poka nefnd tlna. Gamalt mál segir, að ein haust- tína sé á við tvær vortínur, svo miklu kjarnbetri áttu grösin að vera á haustdaginn. Ekki mun með vissu vitað um sannleika á þessu, en e. t. v. hefir það við einhver rök að styðjast. Hitt er svo annað, að alltaf er ánægju- legra og rómantískara að vera í grasaheiði um fagra vornótt, en á haustdegi, þótt mildur kunni að vera og heiður á svip. Það er líka slæmt að tína grös í mjög miklu sólskini, þau sjást þá oft illa og fara illa með hendur fólks, eru svo hörð viðkomu og illt að þrýsta þeim saman í pokunum. En það er gott að tína þau, þeg- ar náttdöggin hefur gjört þau rök og mjúk, þá eru þau að vísu ofurlítið svöl viðkomu, en í mildu veðri gætir þess ekki, svo að nokkurt mein sé að. — Fólkið dreifir sér um grasalandið, sum- ir fara einförum, aðrir leita fé- lagsskapar náungans, sumir fara vítt yfir og leita í sífellu eftir meiri uppgripum, eru aldrei kyrrir að kalla má, aðrir una ró- legir á tiltölulega litlu svæði og vinna vel að grasalandinu. Sum- ir velja stærstu og álitlegustu grösin og gæta þess, að sem minnst rusl sé í þeim, þegar þeim er stungið í tínupokann, aðrir grösin eins og þau koma fyrir og skeyta lítt um strá, mosa og lyng og aðrar óþarfa jurtir, sem vilja slæðast með, og segja, ef þeim er brugðið um, að þeir „tlni ó- hreint“, að alltaf sé nógur tími til að tína þessi óhreinindi frá heima, t. d. á vetrardaginn. — Svona er það með grasatínsluna eins og önnur störf, að hver ein- staklingur hefur sína sérstöku vinnuaðferð og sína ákveðnu skoðun á verkinu. En allir eru með lifandi áhuga við tínsluna, og allir virðast una sér í faðmi mildrar næturinnar i víðáttu fjallageimsins. Þeir tímar eru löngu liðnir, þegar stórfengleg ævintýri gjörðust í sambandi við grasaferðirnar, er gjörningaþoka lagðist yfir grasalandið og fram úr henni stigu íturvaxnir úti- legumenn.sem numu á brott hin- ar ungu og fríðu daladætur og settu þær í húsfreyjusæti í heim- kynnum sínum — eða þegar ást- arheit voru unnin í helgri þögn öræfafriðarins og blævorþytur, lindaniður og svanakvak var við- lagið við lofsöng lífsins.Slík róm- antík bregður ekki upp hillinga- heimum fyrir grasafólki hinnar vélrænu og gullþyrstu 20. aldar, í hæsta lagi skýtur brotum úr slíkum sögum upp í huga þess, þar sem það gengur um grasa- landið og safnar hinni heilnæmu nytjajurt í tínupoka sína. En samt er alltaf eitthvað rómantískt og heillandi við það að vaka fagra sumarnótt fram til fjalla, að finna faðm hinnar djúpu auðnarkyrrðar umlykja sig, að sjá sólina rísa yfir aust- urbrún, sveipa fjallatindana gullskikkjum og senda ástarbros til alls, sem anda hrærir. Slíkt vekur lotningu og gleði og gefur minningu, sem yljar bæði vel og lengi. Það er liðið á nóttina. Grasa- fólkið kemur sér saman um að taka sér hvíld og fá sér hress- ingu. Allir safnast saman heima við tjaldið, ganga inn í það, taka fram nestið og neyta sinnar að- almáltíðar. Sérhver kemur með einhvern álitlegan bita upp úr sínu pokahorni, t. d. spikfeitan magál, blóðrautt, ilmandi hangi- kjöt, egg, úrvals harðfisk og fleira þ. h.; og einhver var að hvísla, að hann hefði hákarl, en hann fékk nú víst að gjalda laus- mælgi sinnar og var kúgaður til að gefa náunganum, þeim, sem næstur sat væna sneið af stykk- inu. Á eftir matnum fá menn sér svo kaffi, sem einhver stúlkan hefur hitað á prímus. Auðvitað er þetta ketilkaffi og því ekki sem bezt, að sumra dómi, en öðr- um finnst það guðadrykkur og öllum gefur það einhvern yl fyr- ir brjóstið. Þegar mat og drykk hafa verið gjörð full skil eru leif- arnar teknar saman og búið um þær og áhöldin. Síðan leggjast menn hlið við hlið í tjaldinu til að láta mesta lúann líða buvt, en hafi einhver hugsað sér að festa blund, verður honum ekki káp- an úr því klæðinu, því að íéiagar hans veitast að honum með spaugi og spotti, svo að hann verður nauðugur, viljugur að hrissta af sér mókið og taka þátt í umræðunum, sem eru fjölþætt- ar og glaðværar. Um leið og mat- arhléið er úti taka menn til við grasatínsluna á nýjan leik. En fyrst i stað fara flestir sér hægt við verkið, því að hvíldin hefur haft deyfandi áhrif á þá, fremur en hitt. Mönnum hættir til að vilja leggjast útaf í mjúkt skaut móður jarðar — með hönd undir

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.