Heima er bezt - 01.09.1952, Page 10
266
Heima er bezt
Nr. 9
öllu óhjákvæmileg. Hitt er ennþá
meiri málspilling, ef setninga-
skipun brjálast og sýkist fyrir á-
hrif frá öðrum málum. Þessar
tvær tegundir málspillingar eru
íslenzkunni háskalegastar, en
þó er líka mikil málskemmd að
rangmynduðum eða klaufaleg-
um nýyrðum.
En allt er nú safi hjá selveiði!
Það er sannfæring mín, að aldrei
hafi verið gerð svo hrottaleg og
afkáraleg árás á eðli íslenzkrar
tungu sem nefndin hefur gert
með tillögum sínum........ Ef
maður vill kenna sig við föður
eða ættföður, sem heitir Snorri,
verður ættarnafnið Snorran. Ef
maður vill kenna sig við bæ, sem
heitir Bakki eða Hlíð, þá verður
ættarnafnið: Bakkan, Hlíðan.
Rökstuðning: an merkir hreyf-
ingu frá, sbr. héðan, þaðan!
Samkvæmt þessari reglu eru t. d.
nöfnin(!) Austan, Vestan, Sunn-
an, Norðan tekin upp á skrána.
Ef maður á móður eða ætt-
móður, sem heitir Hrefna, verður
ættarnafnið Hrefnon. Eftir sömu
reglu er farið um staðarnöfn,
sem hafa endinguna a. Dæmi:
Áson, Geiron, Kotlon, Tungon,
Leiron, Hriflon, Hveston. Rök-
stuðning: í frumnorrænu end-
uðu þau kvenkynsorð á on, sem
nú enda á a!
Ef maður vill kenna sig við
einhvern fjörð, verður endingin
fer. Dæmi: Breiðfer, Patfer, Ön-
fer. Rökstuðning: Hin ger-
manska rót í orðinu fjörður er
fer.
Ef maður vill kenna sig við
bæjarnafn, sem hefur ending-
una staður eða staðir, verður
ættarnafnsendingin star. Dæmi:
Brússtar, Hösstar, Vakstar. Rök-
stuðning: Rótin í staður er sta,
„ og við hana höfum við skeytt
„r“, sem er algeng afleiðsluend-
ing í málinu. Virðast oss slík
œttarnöfn allfögur og hag-
kvœm( \!)".
í framhaldi af þessu heldur
Árni Pálsson áfram athuga-
semdum sínum:
„Hér hafa menn þá nokkur
dæmi um nafnasmíð nefndar-
innar. íslenzkan getur orðið
auðug með tímanum, ef þær orð-
myndunarreglur, sem hér er ver-
ið að gróðursetja, festa rætur og
ná að bera ávöxt. Hingað til hafa
íslenzk orð verið mynduð á þann
hátt, að skeytt hefur verið við-
skeyti eða afleiðsluending aftan
við rót eða stofn, sem til er í
málinu, eða með því að skeyta
saman tvö orð, eða loks með því
að setja samstöfu, eina eða tvær,
framan við annað orð. Þetta eru
orðmyndunarreglur íslenzkrar
tungu, og eru þær svo handhæg-
ar og fullkomnar, að íslenzkan
hefur tæpast orðið svo víðfræg
fyrir neitt sem fimleika sinn til
orðmyndunar. En hér átti ekki
að mynda íslenzk nöfn, því að
ekkert íslenzkt orð verður notað
sem ættarnafn, og þess vegna
hefur nefndin orðið að grípa til
sinna ráða og mynda orðaviðrini
eftir sínu eigin höfði og sínum
eigin reglum, sem aldrei hafa
fyrr þekkzt í málinu. Maður þarf
ekki annað en að heyra nöfnin
Aran, Daðan, Síðon, Sturlon,
Kvígfer, Reyðfer, Spóstar, Strúg-
star, til þess að átta sig á, að þau
koma íslenzkunni ekkert við. —
Þetta er volapúk, en ekki ís-
lenzka....“
Eftir að Árni hefur farið
mörgum fleiri hörðum orðum
um tillögur nefndarinnar, kemst
hann loks svo að orði:
„Ég hef nú lauslega minnzt á
helztu tillögur nefndarinnar, og
vona ég, að ég hafi ekki fært
neitt afvega fyrir henni. Mér
hafa fundizt þær allar furðuleg-
ar og flestar svo afkáralegar, að
ódæmum sætir. Einn mikinn
kost sé ég þó á starfi nefndar-
innar, og hann er sá, að þessi
nöfn eða ónefni, sem hún hefur
verið að smíða, eru öll eða flest-
öll með því marki brennd, að ég
held að engin hætta sé á, að þau
svíki sig inn í eyru þjóðarinnar.
Umskiptingseinkenni þeirra og
ónáttúra er svo rík og áþreifan-
leg, að ég get ekki skilið, að
nokkrum heilvita manni komi til
hugar að nota þau. Og ég vona,
að augu allra muni nú opnast
fyrir því, að það muni ekki auð-
gert að smíða ættarnöfn við
hæfi íslenzkunnar, þegar einum
lærðum málfræðingi og tveimur
velmenntuðum og venjulega
smekkvísum rithöfundum hefur
ekki tekizt betur en þetta. Ég get
með sanni sagt, að mér hefur
sárnað að sjá þrjá mæta og mik-
ilsvirta menn setja nöfn sín und-
ir annan eins ósóma og þetta
nefndarálit. En fátt er svo með
öllu illt, að ekki boði nokkuð
gott, og ég vona, að nefndarálitið
verði rothögg á ættarnafna-
hreyfinguna hér á landi.“
Þetta voru smákaflar úr fyrir-
lestri Árna Pálssonar. Eins og að
líkindum lætur, tók neíndin
þessari hörðu gagnrýni ekki
þegjandi og hljóðalaust. Varð
dr. Guðmundur Finnbogason
einkum fyrir svörum af hennar
hálfu, og háðu þeir Árni snarpa
ritdeilu um nefndarálitið í blað-
inu ísafold. Nokkru eftir að fyr-
irlesturinn var fluttur, var boð-
að til almenns stúdentafundar
í Reykjavík um ættarnafnamál-
ið. Var Guðmundur Finnbogason
málshefjandi, en Árni Pálsson
einkum til andsvara, og segja
blöð frá þessum tíma, að fund-
urinn hafi verið fjörugur og
skemmtilegur. Næstu mánuði
birtust í blöðum og tímaritum
margar greinar um ættarnafna-
málið. Dr. Alexander Jóhann-
esson gagnrýndi nefndarálitið
harðlega, einkum frá málfræði-
legri hlið. Magnús skálastjóri
Helgason og Bjarni Jónsson frá
Vogi tóku fast í streng gegn
ættarnöfnum, en frá sjónar-
miði ættarnafnanna rituðu með-
al annarra um málið Jakob Jóh.
Smári og Holger Wiehe. Leggur
Smári til í grein sinni, að íslend-
ingar taki upp ættarnöfnin, án
þess að sleppa föðurnafni sínu.
Bendir hann á, að nafnsiður
þessi sé algengur í Rússlandi og
hafi margt til síns ágætis. Fyrst
sé eiginheitið, til að mynda Leo,
þá föðurnafnið, Alexandrovitsj
(þ. e. Alexandersson), og loks
ættarnafnið, Tolstoy. Holger
Wiehe fellst algerlega á þessa
uppástungu í grein sinni í Skírni
1917. „Það liggur í augum uppi“,
segir hann, „að þessi venja er
afar hentug, og ætti að lögfesta
að skipa mönnum, er eiga að
taka upp ættarnöfn, að sleppa
ekki föðurnafninu, en sejta það
á undan ættarnafninu, annað-
hvort með fullum stöfum eða
skammstafað. Ef allir íslending-
ar ættu þrjú nöfn samkvæmt
þessari reglu, ættu þeir hinn á-
kjósanlegasta nafnsið. Enda fær
þá hver sitt“.