Heima er bezt - 01.09.1952, Qupperneq 22

Heima er bezt - 01.09.1952, Qupperneq 22
278 Heima er bezt Nr. 9 heyrði herbergisþjónninn, en hann var sá eini, er vissi að María var hjá krónprinsinum, tvö skot frá svefnherberginu. Dyrnar voru læstar að innan. Hann vakti strax félaga Rúdólfs. Þeir brutu dyrnar upp. María og Rúdólf lágu bæði andvana í rúminu. Hin þunga skylda bauð þeim að til- kynna keisaranum það, sem gerst hafði. IX. Bréf þau, er menn fundu í fór- um þeirra, voru fá og innihalds- lítil. Ekkert bréf var þar til keis- arans, en Rúdólf hafði skrifað konu sinni og móður. Ennþá er ekki vitað með vissu, hvað stóð í bréfum þessum. Bréf Rúdólfs til vinar hans, Braganza, var stutt og hljóðar þánnig: „Kæri vinur — ég verð að deyja. Ég gat ekki gert annað. Servus!“ Hið lengsta og efnisríkasta af þeim bréfum, sem Rúdólf lét eftir sig, bar ekki nafn viðtakandans. Það er þann- ig: „Kæri góði vinur! Kraftar mínir eru lamaðir og ég get ekki staðið undir þessu lengur, með öllu því hlægilega, sem hrúgað er utan um konungiegar persón- ur. ... En láttu þér ekki til hug- ar koma, að ég hafi ætlað að bregðast skyldu minni. Síðasti undirbúningurinn fer fram í fullkominni ró og ég finn ekki til hins minnsta taugaóstyrks.... Hversu gjarna hefði ég ekki vilj- að opna hjarta mitt fyrir þér. En tíminn líður og ég verð að nota hann til þarfari hluta. María stendur hérna við hliðina á mér og ást hennar yfirbugar mig. Á þessari stundu er ég sannarlega hamingjusamur". — Bréf Maríu til móður hennar var á þessa leið: — „Kæra mamma — fyrir- gefðu mér það, sem ég hef gert. Ég gat ekki barizt gegn ást minni. Með samþykki hans bið ég um að verða grafin við hlið hans í Allandskirkjugarðinum. Ég mun verða hamingjusamari í dauðanum en í lífinu. Þín María“. X. María var jarðsett í Allands- kirkjugarðinum skammt frá Mayerlingshöllinni. Á gröf henn- ar standa þessi orð höggin í stein: „Eins og blómið, springur manneskjan út og brotnar eins Hestavísnakveðskapur Framh. af bls. 271. Læraþykkur, lendfagur og þol- inn, líflegur og þéttvaxinn um bolinn, á hann settur enginn dettur, er svo nettur fótaléttur folinn. Haus ber nett, en hringvafinn er fótur, þá honum ríður snotur kesju- brjótur; rennur bala, holt og hala í hægum kala sem ein svala — skj ótur. og það (Wie eine Blume sprosst der Mensch auf und wird ge- brochen). Á sumrin er Mayerling fjölsóttur staður af ferðamönn- um. Þeir standa hrærðir frammi fyrir þessari óbrotnu gröf, sem enginn skreytir framar með blómum, þeir skoða kirkjuna og altarið, sem er reist á sama stað og hvílan stóð, og hlusta á bæna- lestur nunnanna. Franz Jósef keisari lét rífa höllina og byggja karmelítaklaustur á rústum hennar, og þessar nunnur hafa samkvæmt lögum reglu sinnar, ekki leyfi til að tala, nema með- an þær eru á bæn. Þær hafa beð- ið fyrir sál Rúdólfs í tvo manns- aldra. En hann fékk ekki að hvíla við hlið ástmeyjar sinnar, eins og hann hafði óskað, því að lík hans var flutt til Wienar og þar hvíla jarðneskar leifar hans í Kapuzinergruften, meðal for- feðra hans. Hinn síðasti habs- borgari, sem bar nafnið Rúdólf. Sagan um hinn óhamingju- sama krónprins og stúlkuna, sem hann elskaði svo heitt, lifir enn á vörum fólksins. En grafirnar eru þöglar, því að þögnin er rétt- ur hinna dauðu, og þess vegna verður margt í sambandi við þessa viðburði torráðin gáta, sem sagnaritarar framtíðarinnar munu ef til vill leysa til fulls, ef ný gögn kynnu að koma til sög- unnar. Tíu gildir taldir og einn dalur, títt mér fyrir hann býður marg- ur halur, en eg hnegi og þeim segi á ýmissa vegi, að folinn sé eigi falur. Um hófa-fílinn hirði’ eg ei frem- ur spjalla, hans mun líkinn hvergi finnast varla, því skal gagur, þurr og magur þundar-bragur niður ófagur falla. Dilavísur er glæsileg reið- hestslýsing, enda er eigandinn drjúgur af folanum, sem von er, og lætur Díla engum falan — og jafnvel ekki þó að ellefu spegilfagrir silfurdalir sé tald- ir fram á borðið. En það var geipiverð í þá daga og aðeins vitað um einn hest áður, er seld- ur hafði verið álíka verði eða einum dal betur. Sá hestur var austfirzkur og seldur þar eystra sumarið 1618 fyrir 12 dali, en það mun svara til verði þriggja kúa. Mundi sá gæðingur jafnvel talinn dýr nú á dögum, sem þrjár kýr þyrfti til að greiða. En hér er átt við hest þann, sem Árni sonur Odds biskups í Skál- holti keypti í Vopnafirði og reið á fjórum sólarhringum skemmstu leið að austan og allt á Þingvöll. Mun það vafalaust mesta og skjótasta reið, sem nokkuru sinni hefir verið farin á einum hesti. Varla þarf að efa, að hestur sá hefir verið mjög umtalaður á æskuárum Stefáns Ólafssonar og vafalítið dáður um langt skeið af öllum Austfirð- ingum, og þá ekki sízt af frænd- um þeirra biskups austur þar, en þeir voru bræðrasynir, Stef- án skáld í Vallanesi og Árni Oddsson. Minning þessa afburða mikla hests mun því hafa vel geymzt með þeim frændum á Austfjörðum og sennilegt, að skáldið hafi kaupverð hans í huga, þegar Díli er ekki gerður falur fyrir ellefu dali. Frh. i ncesta blaði.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.