Heima er bezt - 01.08.1954, Side 5

Heima er bezt - 01.08.1954, Side 5
Nr. 8 Heima er bezt Skyggnst um í 229 Frá liðnum dögum: höfuðstaðnum um aldamótin Rætt við Jón Jónsson frá Lundi i Þverárhlíð um dvöl hans í Reykjavík árin 1900 -1908 Þeim mönnum fækkar nú óð- um, sem stóðu í blóma lífsins um síðustu aldamót og lögðu hönd á plóginn við uppbyggingu þessa lands til sjávar og sveita. Þjóð- in var þá að byrja að rétta við eftir margra alda erlenda áþján og kúgun og vorhugur einkenndi þjóðlífið. Flest var þá frumstætt og frumbýlingslegt á landi hér í verklegum efnum. í höfuðstað landsins bjuggu þá rúmlega 5 þúsund sálir. Götur bæjarins voru fáar og fátæklegar og far- artæki ekki önnur en hestar og vagnar. Hafnarmannvirki voru engin og skipastóll landsmanna ekki annar en opnir bátar og þil- skip, skúturnar svonefndu. íbúð- arhúsin voru flest lítil og léleg, og ekki þekktist þá rafmagn, sími né útvarp, ekki vatnslagnir í húsum né yfirleitt nein þau þægindi, sem nú þykja sjálfsögð og ómissandi í nútíma þjóðfélagi. En á þessum árum var Reykja- vík að byrja að rísa af grunni í núverandi mynd á hæðunum hrjóstugu við sundin bláu, og orð skáldsins, sem um þetta leyti kvað: „Við vonum fast hún vaxi senn og verði stór og rík,“ áttu vissulega eftir að rætast. Einn þeirra manna, sem muna Reykjavík eins og hún var um s.l. aldamót, og lagði hönd að uppbyggingu hennar á fyrstu ár- um þessarar aldar, er Jón Jóns- son frá Lundi í Þverárhlíð í Mýrasýslu, fæddur 1877. í eftirfarandi þætti segir hann nokkuð frá dvöl sinni í Reykja- vík á árunum 1900—1908 og því helzta, er markvert gerðist þar á þeim árum og varðveitzt hef- ur í endurminningunni. — Þú hleyptir heimdraganum aldamótaárið? — Já. Það var vorið 1900, að ég tók mér far með póstskipinu Ger- aldine, sem þá var í förum milli Borgarness og Reykjavíkur. Var förinni heitið til höfuðstaðarins, en þar hafði ég ákveðið að hefja iðnnám í trésmíði. Var ég ráð- inn til náms hjá frænda mínum, Jón Jónsson frá Lundi Pétri Ingimundarsyni, trésmíða- meistara, er siðar varð slökkvi- liðsstjóri í Reykjavík. Ég var þá tuttugu og fimm ára, en meistari minn tveimur eða þremur árum yngri, en samt hafði hann þá þegar öðlazt meistararéttindi og UIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIHHIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimilllll Stakkaskipti höfuðborg- | | arinnar á fyrri helmingi | i þessarar aldar eru mikil og | 1 meiri en nokkur, sem ekki 1 \ man þá tvennu tíma, get- | | ur gert sér í hugarlund. Þó | 1 er það hjálp til nokkurs i | skilnings á þeim hamskipt- | i um að fylgja leiðsögn grein- i í argóðra manna, sem lifðu i 1 og störfuðu í Reykjavík i i aldamótanna og áttu sinn i i þátt í þeim byggingum og | i breytingum sem settu svip | i sinn á athafnalifið á fyrsta i | áratugi aldarinnar. Slíkri i i leiðsögn fylgjum við í þessu i = rabbi, sem Þorvaldur Sæ- = i mundsson hefur skrásett | i eftir Jóni' Jónssyni frá | i Lundi í Þverárhlíð. IIMIIMIIIMMMMIIIIIMIIIMIIMIIIIIMIIIMIIIMIIIMIIIIIIMIMIMIIini tekið að sér að reisa ýmis hús í höfuðstaðnum, sem um þessar mundir var að breytast úr litlu, fátæklegu sjávarþorpi í ört vax- andi kaupstað. Skipið Geraldina var gömul, ensk kappsiglingaskúta, ef ég man rétt, um tvö hundruð smá- lestir að stærð, mjó og rennileg, knúin gufuvél og mjög hrað- skreið. Skipstjóri var Jón Árna- son frá Heimaskaga á Akranesi. Engin bryggja var þá komin í Borgarnesi, og var því fólk og varningur flutt um borð í smá- bátum, því að skipið lá úti á firð- inum. Við hrepptum mjög vont veð- ur á leiðinni suður, vestanrok og stórsjó. Þegar við vorum út af Akranesi, bilaði stýriskeðja skipsins, og lá það þá um stund undir áföllum. Reið sjór yfir það og sópaði öllu lauslegu af þilfar- inu. Ekki varð þó tjón á mönn- um. Tókst skipverjum loks að gera við stýrið til bráðabirgða og komumst við til Reykjavíkur heilu og höldnu. Ég man það, að ég innti skip- stjórann eftir því, er við vorum út af Akranesi, hvers vegna hann sneri ekki við til Borgarness, en hann sagði, að nú væri um það eitt að ræða að reyna að komast til Reykjavíkur, því að ef hann sneri við, væri okkur dauðinn vís. Eins og alkunnugt er, eru grynn- ingar miklar og blindsker út af Mýrunum og mynni Borgar- fjarðar, og í suðvestan- og vest- anátt brýtur á boðum langt út, og má þá heita, að hverju skipi sé ófært um þær hættulegu slóðir. — Hvernig kom Reykjavík þér fyrir sjónir? Á þeim árum var Reykjavík ekki með miklum glæsibrag. Hún var þá fátæklegt, óskipulegt sjávarþorp. Engir hafnargarðar eða önnur hafnarmannvirki voru þar þá, og ekki aðrar bryggjur en

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.