Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 6

Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 6
230 Heima er bezt Nr. 8 litlar trébryggjur. Stærri skip lágu við festar á ytri höfninni og allt var flutt á bátum milli skips og lands. Þá voru göturnar ekki margar né glæsilegar í þá daga. Helztar voru: Austurstræti, Að- alstræti, Lækjargata og Lauga- vegur, er náði inn á móts við Skólavörðu, en þar tóku við götu- troðningar. Suðurgata var þá ekki komin og engar götur aðrar utan miðbæjarins. Allar máttu götur þessar heita sæmilega færar hestvögnum, en þegar votviðrasamt var, breytt- ust þær í hálfgert svað og voru þá lítt færar mönnum né farar- tækjum. Var því horfið að því ráði að flóra sumar þeirra með grjóthellum. Lækurinn, sem rann úr Tjörninni norður Lækj- argötu til sjávar, var þá opinn, en smábrýr voru yfir hann á nokkrum stöðum. — Var ekki fátt stórhýsa í Reykjavík þá? Helztu byggingarnar, sem settu svip á Reykjavík um alda- mót, voru: Dómkirkjan og Al- þingishúsið, Stjórnarráðshúsið Menntaskólinn, sem þá var nefndur Latínuskólinn, svo og nokkur smærri hús, sem þá þóttu allreisuleg, þó að nú þætti lítið til þeirra koma. En á þeim sjö árum, 1900—1908, er ég dvaldist í Reykjavík, voru ýmsar stór- byggingar reistar, svo sem Landsbankinn og íslandsbanki, Hótel ísland, Miðbæjarbarna- skólinn, Iðnskólinn við Tj örnina, Kennaraskólinn og prentsmiðj- an Gutenberg. Við þessar síðast- nefndu fjórar byggingar vann ég að meira eða minna leyti, er þær voru reistar. Víða voru þá torfbæir í Reykjavík, t. d. í Skuggahverf- inu svonefnda, en það var nokk- urs konar sjómannahverfi, sem náði frá Lækjargötu og inn und- ir Laugarnes. Þetta voru svo- kallaðir burstabæir, veggirnir voru hlaðnir úr höggnum steini, en þakið var úr torfi eða járni. Moldargólf var í mörgum þeirra, og heldur voru þetta óvistleg húsakynni. Fáar verzlanir voru þá í Reykjavík. Helztar voru: verzlun Geirs Zoéga við Vesturgötuna og verzlun Björns Kristjánssonar við sömu götu, verzlun Bryde, Thomsens við Lækjartorg og J. Zimsens, og svo bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar, ísafoldar og Sigurðar Kristjánssonar í Bankastræti 3. — Hvar fékkstu svo inni í höf- uðstaðnum? Ég fékk fæði og húsnæði í Skálholtskoti, en það hús stóð við Laufásveg, þ.e.a.s. þar sem sú gata er nú, en í þá daga voru þar götutroðningar og ekki fært hestvögnum um þær slóðir. Skál- holtskot var lítið steinhús, hlað- ið úr höggnum, íslenzkum steini. Þar bjó þá öldruð kona, Guðríður að nafni, og rak matsölu. Hjá Guðriði voru fjórar dætur henn- ar uppkomnar, mestu myndar- stúlkur. Ein þeirra, Guðrún, gift- ist nokkru síðar meistara mínum, Pétri Ingimundarsyni. — Manstu eftir nokkrum kunnum mönnum, er voru mötu- nautar þínir í Skálholtskoti? Minnisstæðastir held ég að mér séu feðgarnir Jóhannes Nor- dal, íshússtjóri og sonur hans, Sigurður Nordal, en hann var þá nemandi í Latínuskólanum. Jó- hannes hafði þá fyrir nokkrum árum horfið heim frá Ameríku og hafizt handa að reisa íshús í Reykjavík, er nefnt var Nordals- íshús. Jóhannes hafði farið til Ameríku 1887 og dvalizt þar í sjö eða átta ár, en horfið þá aftur heim til íslands. f Ameríku sá hann margt og kynntist mörgu, því að þar voru þá miklar fram- farir á flestum sviðum. Hann lagði gjörfa hönd á margt þar vestra, stundaði smíðar, var stýrimaður og síðar vélstjóri á gufubát á Winnipegvatni. Jó- hannes var meðalmaður á hæð, en þrekinn og þéttur á velli, dökkur á brún og brá. Hann var gleðimaður mikill og hrókur alls fagnaðar. Hann bar með sér gust erlendra áhrifa, kjark og fram- tak, og hann var einn þeirra mörgu og mætu manna, sem í byrjun þessarar aldar lögðu trausta hornsteina að myndun Reykj avíkur. Annar maður, sem ég minnist frá þessum árum í Skálholtskoti, hét Sveinn Jónsson, smiður, kall- aður Vestmannaeyja-Sveinn, því að þaðan hafði hann flutzt til Reykjavíkur. Hann var faðir Sveins Sveinssonar, síðar for- stjóra timburverzlunarinnar Völ- undar, Júlíönu listmálara, Ár- sæls útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum og þeirra systkina. Sveinn Jónsson var einn af stofn- endum trésmiðafélagsins Völ- undar, er stofnað var 1904. Þetta var hlutafélag, er skyldi vinna að timbursmíði í verksmiðju, er sett yrði á stofn í Reykjavík, og reka timburverzlun. Um fjörutíu trésmiðir gengu í félagið á stofnfundi þess í febrúar 1904. Upphaflegt stofnfé félagsins var 12 þúsund krónur, er skiptist í 40 hluta, og var hver hlutur 300 kr. Síðar var stofnfé þetta aukið. Völundur hóf starfsemi sína í húsi við Vonarstræti, en 7. nóv. 1905 var fullgert stórt verk- smiðjuhús á Klapparlóðinni. Var húsið 48X16 álnir ummáls, tví- lyft, með kjallara og háum turni. Áföst við húsið var stór stein- bygging. Þar var gufuketillinn og timbrið þurrkað. Með stofnun Völundar var stórt framfaraspor stigið í byggingamálum Reykja- víkur. — Hvert var svo fyrsta við- fangsefni þitt á námsbrautinni? Ég byrjaði smíðanám mitt með því að vinna að byggingu Ing- ólfshvols við Hafnarstræti. Eig- andi þess húss var Guðjón Sig- urðsson, úrsmiður. Húsið var þrjár hæðir, auk kjallara og ris- hæðar, og þótti það mikið stór- hýsi í þá daga. Hús þetta brann 25. apríl 1915, og fórst Guðjón Sigurðsson í brunanum. — Og vinnutíminn og kaupið? Við byrjuðum að vinna klukk- an 6 á morgnana og hættum vinnu kl. 6 á kvöldin. Tveir mat- málstímar voru á degi hverjum, hinn fyrri frá kl. 10—11 f. h., og hinn síðari frá kl. 3—4 e. h. Út- lærðir smiðir fengu fjórar krón- ur í kaup á dag, en iðnnemar fengu aðeins fæði og húsnæði, en ekkert kaup annað þau fjög- ur ár, sem þeir stunduðu nám. Ég gerði sérstakan samning við meistara minn. Fyrsta námsárið fékk ég aðeins fæði og húsnæði, en ekkert kaup annað. Annað ár- ið fékk ég 50 krónur í kaup, auk fæðis og húsnæðis. Þriðja árið 75 kr., og fjórða og síðasta náms- árið mitt fékk ég 100 krónur. Auk þess borgaði meistari minn skólagjald mitt síðustu tvö árin, og ýmsu vék hann mér, svo sem vinnufötum og skóm. Þetta þóttu góð kjör þá, og líklega hef ég

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.