Heima er bezt - 01.08.1954, Blaðsíða 8
232
Heima er bezt
Nr. 8
lands, og skyldi leyfið gilda í 20
ár. Skyldi sæsími lagður frá
Hjaltlandseyjum um Færeyjar til
Austfjarða, en síðan yrði hafizt
handa um lagningu landssíma
milli Seyðisfjarðar og Reykja-
víkur. Allmiklar deilur risu um
þetta mál. Var Björn Jónsson,
síðar ráðherra, helzti forustu-
maður þeirra, er andvígir voru
Hannesi í símamálinu. Töldu
þeir, að fyrirtæki þetta mundi
setja landið á höfuðið fjárhags-
lega, og svo æsktu þeir heldur,
að tekið yrði tilboðum erlendra
loftskeytafélaga um loftskeyta-
samband milli fslands og út-
landa.
Sumarið 1905 voru talsverðar
viðsjár með mönnum út af þessu
máli, og náðu þær hámarki, er
um hálft þriðja hundrað sunn-
lenzkra bænda úr fimm sýslum
riðu til Reykjavíkur 1. og 2.
ágúst til þess að mótmæla síma-
samningnum.
Sunnudaginn 1. ágúst byrjuðu
bændur að flykkjast í bæinn.
Komu þeir í flokkum, flestir með
tvo til reiðar. Höfðu sumir farið
frá hálfhirtum túnum um morg-
uninn og riðið í einum áfanga á
allt að tíu stundum til Reykja-
víkur.
Mánudagskvöldið 2. ágúst var
fundur haldinn í svonefndri
Bárubúð. Var þar kosin sjö
manna nefnd til þess að semja
tillögur i símamálinu og lands-
réttindamálinu. Aðal-fundurinn
var svo haldinn á sama stað dag-
inn eftir og tillögur nefndarinn-
ar þá ræddar og samþykktar með
samhljóða atkvæðum þeirra 240
bænda utan Reykjavíkur, er
mættir voru. Tillögurnar voru á
þá leið, að fundurinn skoraði á
alþingi að afstýra því, að for-
sætisráðherra Dana undirritaði
skipunarbréf íslandsráðherra,
því að sjálfstæði íslands stæði
stjórnarfarslegur voði af þeirri
íhlutun Dana. í öðru lagi skor-
aði fundurinn á alþingi að hafna
algerlega ritsímasamningi þeim,
er Hannes Hafstein ráðherra
hafði gert haustið 1904 við Stórá
norræna ritsímafélagið.
Síðan var kosin fimm manna
nefnd til þess að fara á fund ráð-
herrans og flytja honum álykt-
anir fundarins. Klukkan um þrjú
gekk nefndin á fund ráðherrans.
Ég var þá, ásamt fleirum, að
vinna við húsbyggingu í Austur-
stræti og sá vel allt, sem fram
fór. Bændurnir fylktu liði og
gen'gu svo með nefndina í farar-
broddi að stjórnarráðshúsinu.
Bæjarbúar slógust í hópinn á
leiðinni, og þegar fylkingin nam
staðar á stjórnarráðstúninu, var
mikill mannsöfnuður saman
kominn á Lækjartorgi og í Lækj-
argötu. Var allmikill hiti í
mönnum og söng múgurinn ætt-
jarðarljóð, meðan nefndarmenn
dvöldust inni hjá ráðherra.
Þegar nefndin kom út aftur,
tilkynnti formaður hennar, séra
Jens Pálsson, að ráðherrann
hefði lýst því skorinort yfir, að
hann gæti við hvorugri áskorun
fundarins orðið. Samningur
hefði þegar verið gerður við rit-
símafélagið, og honum yrði ekki
breytt.
Hrópaði mannfjöldinn þá
nokkrum sinnum: „Niður með
stjórnina! Niður með ráðgjaf-
ann! Niður með danska valdið!“
Hélt svo fylkingin út á Austur-
völl. Þar lék lúðraflokkur ætt-
jarðarlög, og ræður voru haldn-
ar. Söng mannfjöldinn m. a. ís-
lendingabrag Jóns Ólafssonar.
Lét Jón svo ummælt, að það væri
mesti sómi, sem sér hefði verið
sýndur, síðan hann kom heim frá
Ameríku.
Ekki varð þó meira úr aðgerð-
um bænda í máli þessu, og féll
það algerlega niður. Daginn eft-
ir fóru flestir þeirra heim aftur,
og létu sumir lítt yfir ferðinni,
töldu sig hálfgert hafa verið
ginnta til þess að taka þátt í
henni. Er það grunur minn, að
ýmsum þeirra, er fremstir gengu
í málinu, hafi snúizt hugur, er
þeir heyrðu rök Hannesar Haf-
stein og sáu, hve fast og einarð-
lega hann hélt á málstað sínum
og lét engan bilbug á sér finna.
Mun almenningur brátt hafa
sannfærzt um, að stefna ráð-
herrans var hárrétt í þessu mikla
velferðarmáli þjóðarinnar, eins
og reynslan hefur svo greini-
lega sýnt fyrir löngu.
— Og svo tók landssíminn til
starfa 1906.
Já. Vorið og sumarið 1906 var
unnið að lagningu landssímans
frá Seyðisfirði til Reykjavíkur.
Forberg verkfræðingur hafði yf-
irstjórn verksins með höndum,
en að verkinu unnu Norðmenn,
Danir og íslendingar.
Hinn 24. ágúst 1906 var svo sæ-
símasambandið við útlönd opnað.
Hannes Hafstein, sem þá var
ráðherra, fór austur á Seyðis-
fjörð með varðskipinu „Valur-
inn“ til þess að vera viðstaddur
opnun sæsímans og senda það-
an fyrsta skeytið héðan til kon-
ungs. Skipið hreppti versta veð-
ur á leiðinni og komst ekki til
Seyðisfjarðar fyrr en 26. ágúst.
Hafði bæjarfógetinn á Seyðis-
firði þvi daginn áður, 25. ágúst,
sent konungi skeytið, en þann
dag efndu Seyðfirðingar til fjöl-
mennrar veizlu til þess að fagna
opnun símans.
Hinn 29. september 1906 var
símasambandið milli Reykjavík-
ur og útlanda opnað með hátíð-
legri athöfn. Símstöðin, sem var
uppi á lofti í pósthúsinu, var fán-
um og blómsveigum skreytt.
Hannes Hafstein ráðherra hélt
skörulega vígsluræðu af svölum
pósthússins. Veður var hið bezta
og mikill mannfjöldi saman
kominn. Ríkti almennt hin
mesta ánægja og gleði í hugum
manna yfir hinu mikla framfara-
og menningarspori, sem stigið
hafði verið með lagningu lands-
símans.
— Svo var það konungsheim-
sóknin?
Já. Sumarið 1907, hinn 30. júlí,
kom Friðrik konungur VIII. i
heimsókn hingað til lands ásamt
syni sínum, Haraldi prins, og
fjörutíu dönskum ríkisþings-
mönnum, auk fjölda annarra
gesta. í fylgdarliði konungs voru
m. a. stórmenna J. C. Christen-
sen, þáverandi forsætisráðherra
Dana, og sagnfræðingurinn
kunni, Troels-Lund.
Mikið var um dýrðir í Reykja-
vík í tilefni konungskomunnar,
og var hinum tignu, erlendu gest-
um fagnað með meiri rausn og
viðhöfn en dæmi voru til hér á
landi áður. Stóð Hannes Hafstein
ráðherra fyrir móttökum og há-
tíðahöldum ásamt sérstakri mót-
tökunefnd, sem skipuð hafði ver-
ið honum til aðstoðar. Var
Tryggvi Gunnarsson bankastjóri
formaður hennar.
Daginn fyrir konungskomuna
starfaði ég, ásamt þremur smið-
um öðrum, að því að setja upp
Framh. á bls. 254.