Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 9

Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 9
Nr. 8 Heima er bezt 233 Lítið eitt frá Lúðvík Kemp: Leiðin lá úr Breiðdal eystra til Skagafjarðar og Húnaþings Það er staðreynd, að börn muna misjafnlega snemma eftir sér, og hið fyrsta, sem flestir muna, er venjulega í sambandi við það, að barnið verður hrætt eða hrifið af einhverju. Koma svo löng, hversdagsleg tímabil, sem maðurinn man ekkert eftir, þar til minnið fer með aldrinum að skýrast. Ég hef mikið spurzt fyrir um það hjá mönnum, sem voru mér samtíða á uppeldisárum, hve- nær ég man fyrst eftir mér, með því að segja þeim, hvað ég man af atburðum frá barnsárunum. Hef ég síðan reynt að staðsetja og tímasetja þá eftir aldri mín- um. Hér skal sagt frá þeim at- burði, er ég man allra fyrstan, og hef ég átt tal um hann við áhorfendur og virðist vera, að ég muni hann furðu glöggt. Ég er fæddur á Fáskrúðsfirði eystra og alinn upp á Breiðdal. Ég var á fjórða ári (að ég held), er eftirfarandi atvik gerðist. Fósturforeldrar mínir bjuggu þá á Ásunnarstaðastekk í Breiðdal, sem nú heitir Hlíð. Hjá þeim voru hjón vinnuhjú, Gísli Ólafs- son, ættaður ofan af Héraði, og kona hans Guðbjörg Daníels- dóttir, ættuð frá Tóarseli í Breiðdal. Gísli og Guðbjörg áttu lítil efni, að minnsta kosti af gangandi peningi, en þó áttu þau tík eina af útlendu kyni, og var hún metfé hið mesta. Tík þessi hét Fína. Hún þótti aðskotaill, sérstaklega þegar hún lá á sæng, sem var nú eins og gengur og gerist fyrir tíkum, æði oft, enda bannaði Gísli henni aldrei kelirí, að mér var sagt, sökum þess að það voru vissar tekjur fyrir hann hvolparnir undan tíkinni. Þá keyptu karlarnir og borguðu Gísla í peningum eða dýrmæt- um varningi. Þótti þeim metn- aður í að eiga þótt ekki væri nema hund af útlendu kyni. Svo mun enn vera, því að vart sér nú alíslenzkan hund í sveitum Lúðvík Kemp landsins, nema þá helzt á út- kjálkum. Fjörug hvolpaverzlun. Þenna vetur var tíkin Gísla vanfær, og þar sem allir hvolp- arnir, sem hún kynni nú að eignast, voru pantaðir og seldir I í síðasta hefti Heima | 1 er bezt birtist fyrri hluti i | greinarinnar „Lítið eítt frá 1 i Lúðvík Kemp“, sem Krist- i í mundur Bjarnason hefur i i tekið saman. Voru þar sögð i i nokkur deili á Kemp og i i birtar glefsur úr kveðskap | | hans. i Hér kemur síðari hlut- | i inn, og er þar að finna i i ýmislegt úr „Ruslakistu“ i j Kemps, tekið þar af laus- j i um blöðum, sem á eru | I skráð fyrstu kynni hans af i i mönnum og málefnum á 1 i þessum og hi'num staðnum. i 1 Kemur Kemp víða við í i i frásögn sinni og sameinar | i á sinn hátt lífsspekina og i i gamansemina. lllllllllllllllllllllllllllllllllll■■llllll■ll■lllll■llllllll■lllllllllllllll fyrirfram að vanda, lét hann þá alla lifa, er hún varð léttari. Annars sögðu karlarnir mér þarna austur frá, að strax og tíkin að afstaðinni sængurlegu, fór að sinna ástamálum á ný, byrjaði Gísli að selja hvolpa þá, er hann bjóst við, að tíkin mundi færa honum eftir eðlilegri rás viðburðanna í fyllingu tímans. En þar sem hann var fátækur og ætíð í peningaþörf, en karlarnir höfðu hins vegar ágirnd á þess- um fósturbörnum hans, þá var það iðulega, að Gísla varð það á að selja miklu fleiri hvolpa, en hugsanlegt var, að tíkin ætti í einu. Út af þessari hvolpaverzl- un lenti Gísli iðulega í útistöð- um og illindum við þessa við- skiptavini sína. Báru ýmsir skarðan hlut frá borði, er tíkin gaut og undu illa þeim mála- lyktum, því að þá var ekki um annað að gera fyrir þá en að bíða, unz tíkinni þóknaðist að þjóna eðli sínu á ný, sem alltaf tók dálítinn tíma, en um endur- greiðslu á fé var ekki að ræða hjá Gísla. Þegar fjölgaði hjá tíkinni þenna vetur, var henni búið rúm í eldhúshorni. Hún var afar grimm og eiginlega mannskæð, þegar hún lá á sæng, en stórvit- ur var hún og dauðtrygg. Hún fylgdi engum nema Gísla eig- anda sínum. Eftir að fjölgaði hjá tíkinni í þetta skipti, var ég iðulega í bæli hennar að skoða hvolpana. Aldrei gerði hún mér mein, en samt var heimilisfólkið hálf- hrætt um mig fyrir tíkinni og óttaðist tíkina yfirleitt. Ég faðm- aði hana og kjassaði og hvolp- ana líka, en hún sleikti mig. Ef barið var og einhver ókunnugur kom, rauk tíkin ævinlega út og fyrirvaralaust á komumann, ef hún mátti því við koma og svo stóð á, að hún lá á hvolpum. Fór hún aldrei eftir mannvirðing- um, enda ekki uppalin í kristi-

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.