Heima er bezt - 01.08.1954, Side 11
Nr. 8
Heima er bezt
235
milli og man mikið af þeim enn
þann dag í dag. Var Hallgrímur
mitt uppáhaldsskáld og er enn.
Það mun mörgum virðast, að
ég hafi hér að framan talað gá-
lauslega um fyrri tíma helgiat-
hafnir. En illa finnst mér það
sitj a á prestum og kennilýð þessa
lands að yppta öxlum við mér,
þótt ég segi sannleikann, meðan
þær stéttir eru ekki færar um
eða vilja ekki leggja sig niður
við að útskýra svo faðirvorið
fyrir börnum og unglingum, að
þeir geti haft það yfir skamm-
laust og óbrjálað. Samanber út-
varpsfyrirlestur í fyrravetur um
faðirvors-kunnáttu á ýmsum
aldri.
Síðan ég heyrði þenna faðir-
vors-fyrirlestur hef ég spurt
marga presta og kennara hverju
þetta sætti, að börn og ungling-
ar hvorki kynnu eða skildu fað-
irvorið. Upp úr þessari fræða-
leit hef ég ekkert haft, fyrr en
prestur einn í Eyjafirði sagði mér
í haust, er ég spurði hann sem
marga fleiri, að aðallega flösk-
uðu börn og unglingar á þessum
setningum faðirvorsins: „Fyrir-
gef oss vorar skuldir, svo sem vér
og fyrirgefum vorum skuldu-
nautum.“ Prestur benti á, að nú
væri ekki venja að segja að fyr-
irgefa skuldirnar, heldur að
greiða skuldirnar. Skuldunautur
halda margir, að sé skammar-
yrði og víðs fjarri, að unglingar
kunni yfirleitt að beygja svona
torskilið miðaldaorð. Trúar-
játningunni basla nú allir prest-
ra við að troða í börnin til þess
að geta fermt þau, en kennslan
í þeim fræðum er svipuð og fað-
irvorskennslan: útskýringalaus
þululærdómur. Ef meira nú-
tímabragð væri á kristindóms-
kennslunni, gengi hún betur.
Aðrir sálmar.
En ég vík nú aftur að sjálfum
mér. Um það leyti sem ég hóf
bænanám hjá fóstru minni, kom
nokkuð fyrir sem hreif hug minn
fullt eins mikið. Strákar voru
þar á næstu bæjum daglegir
heimagangar hjá okkur. Var
einn mér það menntaðri, að
hann kunni bæði að bölva og
klæmast og talsvert af ljóðum í
skamma- og klámstíl. Lofaði
hann mér í pukri að kynnast
fræðum sínum. Fannst mér mik-
ið um vísdóm hans og vildi verða
honum jafnsnjall. Ég hafði
glöggt eyra fyrir stuðlum og rími,
og kviðlingar stráks stóðu ekki
síður í hljóðstöfum en bænir og
vers fóstru minnar. Það er nú
einu sinni svo, að allur lærdóm-
ur kostar fyrirhöfn og fjárútlát.
Strákur var ófáanlegur til að
kenna mér fræöi sín nema gegn
staðgreiðslu, sem annaðhvort
varð að vera matur eða peningar.
Ég átti að vísu lítið til af þess
konar heimsgæðum á þeim dög-
um. En þó var mér skammtaður
ríflegur matur og forsjónin upp-
vakti stöku góða menn til að gefa
mér smápeninga, og þeim hélt ég
saman. Ég var því ötull við
vísnanámið og galt ríflega fyrir
mig.
Eina skammavísu keypti ég
samt dýrasta, en eins og ég drap
á, galt ég oft kennslukaupið í
mat, hafði samt ekki af öðrum
mat að taka með frjálsu móti
en mínum eigin. Eitt sinn kom
strákur fyrir matmálstíma og
sagðist þá hafa lært ágæta
skammavísu og var drjúgur yfir.
Ég vildi vitanlega læra hana, en
hinn var tregur til kennslunnar,
bauð ég þó mörg kostaboð. Að
síðustu samdist þó svo um með
okkur, að ég léti hann fá ket
það allt, sem mér yrði skammtað
um daginn, en þá var verið 'að
elda kjötsúpu. Ég var harðá-
nægður með þessi býti. Kom nú
maturinn og var mér skammt-
aður stór hryggjarliður. Ég stakk
honum með leynd í mussu mína,
en át súpuna. Kenndi hann mér
þá vísuna, en tók við greiðsl-
unni jafnframt, og voru báðir
ánægðir.
Bólu-Hjálmar eða
Gula hænan.
Þegar ég fór dálítið að stálp-
ast, keypti fóstri minn ljóðmæli
þeirra Bólu-Hjálmars og Jóns
Þorlákssonar. Lærði ég á skömm-
um tíma allar skamma- og
klámvísur þar og vitanlega fleiri
kvæði, sérstaklega eftir Hjálm-
ar og kann þetta flest enn í dag.
Svipaða sögu frá uppvaxtarár-
um sínum munu margir ungling-
ar hafa að segja, því á meðan
börnum er kennt að lesa, er von-
laust verk að halda' þeim frá
vissum bókum, sérstaklega ef
barnið kemst að því, að það megi
ekki lesa þær. Löngunin verður
alltaf mest í það forboðna. Ungl-
ingar eru nú miklu frjálsari með
lestur sinn en í mínu ungdæmi
og um fleiri bækur að velja. En
alltaf festist bundna málið bezt
í minni. íslendingasögurnar las
ég með áhuga og margsinnis
hverja þeirra og hef haldið lestri
þeirra við til þessa. Því miður er
nú lestur þessara ágætu bók-
mennta að minnka í barna- og
unglingaskólum hjá því sem var,
en Gula hænan og annað þvíum-
líkt komið í staðinn. Og er nú
svo komið, að þorri unglinga skil-
ur í raun réttri ekki daglegt mál
til neinnar hlítar. — Bágborin er
og landafræðikennslan, ef dæma
má eftir þekkingu ungmenna
tveggja, sem nú fyrir stuttu
komu á leigubíl frá Reykjavík í
Fornahvamm. Þau báðu um bíl í
Fornahvammi til Siglufjarðar,
en þegar bíllinn fékkst ekki,
töldu þau ekki mikil vandkvæði
á, sögðu, að þau hefðu oft geng-
ið annað eins í ferðafélagsleið-
öngrum, því að ekki væru nú
nema tæpir þrjátíu kílómetrar
til Siglufjarðar. Þau héldu því
ákveðið fram, að Siglufjörður
væri hinum megin við f j allið upp
af Fornahvammi (Holtavörðu-
heiðina), og urðu kunnugir að
leggja sig fram til að sannfæra
þau um, að svo væri ekki.
Presturinn í Eyjafirði, sem ég
gat um áður, sagði mér í haust,
að nú fyrir fáum árum hefði
stúdent frá Menntaskóla Akur-
eyrar með meðalprófi og sæmi-
lega greindur, ekki vitað, að
Hannes Hafstein hefði verið
skáld, en að hann var stjórn-
málamaður, það vissi hann, og
hefur sennilega átt þá fræðslu
að þakka Brynleifi Tobíassyni.
Ég er þeirrar skoðunar, að
menn hafi gott af því að læra
sem mest, bæði andlegt og ver-
aldlegt, svo sem faðirvorið, bæn-
ir og sálma, og þá sérstaklega
eftir Hallgrím Pétursson. Hitt er
svo annað mál, hvernig mönnum
vinnst úr námi sínu, þegar út í
lífið sjálft kemur.
Á vit Skagfirðinga.
Ég fór snemma að flækjast og
jafnframt að vinna fyrir mér, og
hafa spor mín víða legið, en á
Norðurlandi (í Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslum) hef ég átt