Heima er bezt - 01.08.1954, Qupperneq 12

Heima er bezt - 01.08.1954, Qupperneq 12
236 Heima er bezt Nr. 8 heima meiri hluta ævinnar, en það var vorið 1911, sem ég fyrst kynntist Skagfirðingum. Seint í maí það vor lagði ég af stað frá Reykjavík áleiðis til Skagafjarð- ar. Var ég ráðinn þangað til L. Popps, kaupmanns á Sauðár- króki. Skyldi ég starfa þar á skrifstofu og afhenda áfengi og álnavöru, eftir því sem tími ynnist til. Ég hafði þá nýlokið burtfararprófi frá Verzlunar- skólanum og var liðlega tvítug- ur (fæddur 8. ágúst 1889, eins og þeir Hitler, Molotoff og Elivoga- Sveinn og ýmsir fleiri dándis- menn svo sem Þorbergur Þórð- arson og Vilmundur landlæknir). Kennara skólans kvaddi ég nokkrum dögum áður en ég fór úr Reykjavík. Þeir voru allir mætir menn, þótt langt bæri af þeim að kennarahæfileikum Jón Ófeigsson. Af öllum kennurunum lærði ég mikið, en þó mest af honum og Páli Sveinssyni. Þá var eftir að kveðja skóla- bræðurna, og skyldi sú athöfn fara fram síðasta daginn og nóttina, sem við yrðum saman í Reykjavík. Á þeim dögum þótti sjálfsagt að drekka skilnaðar- skál, og gerðu það flestir, þótt ekki væru kallaðir drykkjumenn. Skyldu þeir veita, er eftir sátu, en ella var það nú sitt og hvað eftir efnum og ástæðum. Margir skólabræður mínir voru farnir á undan mér og höfðu þeir verið virðulega kvaddir með bænum, yfirsöngvum og handaálagningu. Var ég viðstaddur þær athafnir og tók þátt í kveðjusamsætun- um. Sameígnarhatturinn. Einn hatt áttum við nokkrir sameiginlega og var sá í miklu uppáhaldi hjá okkur. Var það grár hattur, ljótur með slapandi börðum og fór öllum illa. Hatt- ur þessi var ævinlega hafður með um veturinn, þegar við nokkrir saman fengum okkur í staupinu, sem aðallega var á laugardags- kvöldum. Skyldi sá ævinlega hattinn bera heimleiðis, er fyllstur varð, því að honum fylgdu allir fyrst heim. Ekki man ég hver fann upp á þessu, en minnir samt fastlega, að það væri Þorvaldur, sonur Skúla Thoroddsen. Hann fór það vor upp í þriðja bekk. (Seinna fór hann til Argentínu og stundaði þar kaupmennsku, að mér var sagt). Hattur þessi var kallaður „sprútthattur“, og var hann að sjálfsögðu með í þessu kveðju- samsæti. Um morguninn er við skildum á bryggjunni, varð þref mikið um það, hver skyldi verða þeirrar virðingar aðnjótandi að bera hattinn heimleiðis. Margir í hópnum voru hans að vísu verðugir, og dæmdist rétt vera, að piltur austan af Héraði, sem þá var í öðrum bekk, skyldi bera hann eftir götum borgarinnar, og fylgdi allur hópurinn honum heimleiðis. Þrammað upp Borgarfjörð. Við, sem ætluðum norður, fór- um með Flóabátnum upp í Borg- arnes. Sofnaði ég á leiðinni og svaf fast. Þegar í Borgarnes kom, var ekki um annað að gera en að leggja af stað gangandi. Piltur sá, er slóst í för með mér, hét Tómas og átti heima norður á Hólmavík. Hann var sonur séra Brands, sem eitt sinn var prest- ur á Ásum í Meðallandi. Tómas útskrifaðist þetta vor úr Verzl- unarskólanum. Hann var reglu- maður. Héldum við Tommi sem leið liggur upp Borgarfjörð. Komum við fyrst að Hamri og keyptum þar mat. Átum mikið og hvíldum okkur vel. Lögðum síðan af stað þaðan og stönzuðum hvergi fyrr en í Munaðarnesi. Þar var hvílzt og borðað. Klukkan um fjögur um nóttina löbbuðum við yfir túnið í Hvammi í Norðurárdal. » Þá nær okkur ríðandi maður. Var það séra Gísli, presturinn þar á staðnum, Skagfirðingur að ætt, bróðir Indriða Einarssonar, sem á þeim dögum var kallaður revi- sor (endurskoðandi). Ekki var um annað að tala en að koma heim með presti. Vakti hann upp og lét bera okkur skyr og rjóma og alskonar góðmeti. Slíkt var áreiðanlega vel þegið. Ekki vildum við sofna þar, þótt prest- ur margbyði. Áætlun okkar var að halda í Fornahvamm og sjá þar, hvað gerðist, og gerðum við það. Þá var komið fram á dag og allir á fótum. Við báðum um rúm og var því vel tekið, en sváfum samt lítið fyrir ýmsum djöful- gangi. Þegar við risum upp og vildum éta, fengum við aðeins hafragraut og mjólk. Allt lagað- ist þó þetta, því að áður en við lögðum af stað, komst ég að því, að húsbóndinn átti brennivín. Fór ég þá að gefa mig á tal við hann, og urðum við fljótlega mestu mátar. Gaf hann mér brennivín og keypti ég af hon- um flösku í nesti til að bragð- bæta mér vatnsgrautinn. Segir nú ekki af ferðum okkar Tómasar, fyrr en við skildum við Hrútafjarðará og ég vakti upp á Bálkastöðum í Hrúafirði, al- gerlega uppgefinn á sál og lík- ana. Þar fékk ég nóg og gott að borða og síðan var farið að sofa. Svaf ég þar, það sem eftir lifði nætur og meiri hluta næsta dags. Um daginn hafði komið ríð- andi sunnan yfir Holtavörðu- heiði Björn Arnórsson. Mun þá hafa átt heima á Akureyri hjá móður sinni. Hann var sonur Arnórs ljósmyndara Egilssonar. Björn var þennan vetur í öðr- um bekk í Verzlunarskólanum. Gaf hann sig lítt í flokk með bersyndugum syðra, því að hann var þá trúlofaður fósturdóttur Jóns kaupmanns Þórðarsonar, og hafði hún hann í stofufangelsi yfir veturinn, sögðum við skóla- bræður hans. Annars var Bjössi ágætur félagi, talsvert listfengur og sæmilega greindur. Er ég vaknaði á Bálkastöðum, beið mín grár hestur norðan úr Skagafirði, stór og föngulegur. Hafði hann komið með póstinum og var sendur mér af húsbónda mínum tilvonandi, L. Popp. Þennan hest þekktu karlarnir á Bálkastöðum og sögðu hann eign Þorvaldar bónda á Víðimýri og töldu hann frægan fyrir það, að hann hefði eitt sinn verið tvo klukkutíma á sundi í Héraðs- vötnunum og komizt óskemmdur úr þeim hildarleik. Bárum við Bjössi því geysilega virðingu fyrir þeim gráa. Við höfðum tal af póstinum, og kvaðst hann ekki vita, hvenær hann sneri aftur norður, svo að við héldum af stað tveir einir og algerlega ókunnugir. Fyrsti á- fanginn var að Bergsstöðum í Miðfirði. Fengum við þar góð- gerðir og fylgd upp á hálsinn, og héldum við áfram að Mið- hópi um kvöldið og gistum þar. Bóndinn á Bergsstöðum hét Jens,

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.