Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 14

Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 14
238 Heima er bezt Nr. 8 Silfurslegin höfuðkúpa Þor- láks helga var kókoshnot hestinn fyrr en við komum i Páfastaði. Þar tók Albert bóndi við mér með glöðu geði og fylgdi mér út á Krók um kvöldið. Enga borgun vildi hann. Ég leitaði mér fljótlega á Sauðárkróki upplýsinga um þá Þorvald og Albert. Var mér sagt, að Þorvaldur hefði póstur verið og hefði gott vit á ölföngum, enda sparaði ég þau lítt við hann, þá sjaldan hann kom á Krókinn um sumarið, blessaður karlinn. Nú er sá heiðursmaður látinn fyrir nokkrum árum, en hinn lézt nú um áramótin í hárri elli. Á Sauðárkrók hafði ég einu sinni komið áður, en ekki til þess að kynnast nokkrum manni. Þetta var haustið 1909. Ég var þá með Ceres. kom með henni aust- an af Fáskrúðsfirði og fór hring- inn til Reykjavíkur, norður fyrir land. Þetta var í sama garðin- um og Flóra lenti upp undir Grænland. Um þenna stórhríðar- garð ritaði Árni Óla blaðamaður í Lesbók Morgunblaðsins fyrir skemmstu, en þar er algerlega sagt skakkt frá um baráttu Ceres í þessum garði. Skipin fóru bæði sama kvöldið út af Akureyri, og lá Ceres af sér garð- inn víðs vegar út af Skagafirðin- um, en kom inn á Sauðárkrók eftir garðinn og afgreiddi sig þar. Fór ég þá í land, mest til að snapa mér út mjólk, því að hana hafði ég ekki smakkað lengi. Kom ég þá í næsta hús norðan við símastöðina og bað um mjólk. Þá kom til mín kona með fulla könnu af mjólk, og drakk ég lyst mína af henni. Vildi ég greiða mjólkina, en við slíkt var ekki komandi. Þetta var fyrsti svaladrykkurinn, sem ég fékk í Skagafirði, en gefandinn var frú Jórunn Guðmundsdóttir, kona Jóns Oddssonar, trésmiðs á Sauðárkróki. Síðan hef ég margan svala- drykkinn þegið hjá Skagfirðing- um, bæði við líkamlegum og andlegum þorsta, en þar hafa mér beztir reynzt hiriir víð- frægu ölhitumenn þessa fagra héraðs, þegar líkamann hefur þyrst, en andlega fræðslu og hvatningu til lestrar hef ég bezta hlotið hjá séra Hallgrími Thor- laciusi í Glaumbæ og Sigurði í sambandi við fornleifafundi þá, sem orðið hafa í Skálholti nú í sumar er ekki ófróðlegt að rifja upp það, sem segir í Ferða- bók Eggerts og Bjarna um forn- leifar í Skálholti, gripi dóm- kirkjunnar og Þorlák helga. Væri og fróðlegt að vita, hvað orðið hefði af skríni Þorláks helga, er geyma átti brot úr hauskúpu dýrlingsins, er hlotið hafði dálítið sérstaka meðferð. Skal hér rifjaður upp kafli úr Ferðabókinni mönnum til gam- ans og fróðleiks: „Gripir dómkirkjunnar eru bæði fagrir og dýrmætir, eink- um þó tvær altarisbríkur mjög fornar. Þá er þar einnig geymd- ur bagall, og er efri hluti hans úr látúni og mjög gylltur, og gamalt gullið mítur. Skrín Þorláks helga er einnig geymt þar. Þorlákur helgi er sá hinn sami og nefndur er í alman- akinu. Hann fæddist á Suður- landi, varð biskup árið 1178, andaðist 1193, en helgur dómur hans var upp tekinn 1198. Saga hans með fjölda jarteikna er enn til skráð á íslenzku. Skrínið er í laginu eins og hús, 3 y2 ís- lenzk alin á lengd, 2V2 alin á sýslumanni Skagfirðinga og nú í seinni tíð hjá séra Helga Kon- ráðssyni, en síðan ég fluttist til Skagastrandar (1949) hafa þeir Kolka læknir og Magnús á Hóli bezt stuðlað að því að glæða hjá mér ást á ýmsum fróðleik. Annars hafa ótal margir utan og innan Skagafjarðar veitt mér fræðslu með bréfaviðskiptum og bókalánum. Bækur hef ég því miður aldrei haft efni á að eign- ast sjálfur nema af mjög skorn- um skammti. Enn les ég bæði andlegt og veraldlegt og er hverjum manni þakklátur, sem ég get notið fræðslu af, og nái ég í bók, sem hrífur mig, er ég áhugasamur eins og dauðþyrst belja, sem kemst í vatnsfötu. Þess konar áhuga kannast gamlir og góðir fjósamenn við, sem hirtu kýr, áður en sjálf- brynnararnir voru upp fundnir. hæð og 11/2 alin á breidd. Það er klætt svörtu sútuðu skinni og slegið smeltu látúni. Ekkert er í skríninu nema tvö brot, sem sagt er að séu leifar af haus- kúpu dýrlingsins. Geta þau að nokkru verið sýnishorn af með- ferð og hugmyndum manna fyrr á leifum helgra manna. Bein Þorláks helga hafa ýmist eyðzt eða þau hafa verið flutt í ýmsar áttir. Sumir annálahöf- undar herma það til frægðar Wilkins biskupi í Skálholti, að hann hafi ekki aðeins látið slá hauskúpu heilags Þorláks með silfri, heldur einnig aflað sjálfs dýrgripsins, og náð hauskúpunni heilli og óbrotinni. Á brotum þeim, sem enn eru til, má sjá bæði naglaförin og farið eftir silfurbúnaðinn. En hversu mátti þetta verða, þegar sjálft höfuðið var glatað? Leifar þessar skýra það fyllilega, því að þær eru úr stórri kókoshnot. Á þeim tímum voru slíkar hnetur mjög sjald- gæfar á Norðurlöndum, og ef til vill flestum mönnum hér ókunn- ar með öllu, enda fékk alþýða manna ekki heldur leyfi til að skoða slíkar helgileifar gaum- gæfilega“. Kína-lífs-elexír Það er engin nýlunda að aug- lýsa og frægja sem mest margs kyns töfralyf, og má jafnvel segja, að trú á töfralyf hafi hrak- að á þessum síðustu og verstu tímum. Árið 1905 mátti lesa sem auglýsingu um „ekta Kína-lífs- elexír“ þessa vitnisburði í blað- inu Þjóðólfi: „Sinadráttur í kroppnum um 20 ára skeið. Hef brúkað elex- írinn í eitt ár og er nú sama sem laus orðinn við þessa plágu og finnst ég vera sem endurbor- inn. Ég brúka bitterinn að stað- aldri og kann yður beztu þakk- ir fyrir, hvað ég hef haft gott af honum. Carl J. Andersen.“ Hvað er annars orðið um Kína- lífs-elexirinn, og hvaða lyf var það?

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.