Heima er bezt - 01.08.1954, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.08.1954, Qupperneq 17
Nr. 8 Heima er bezt 241 í Roma á miðju Gotlandi lítið sandsteinsbrýni með rúnaskrift. Þar getur að lesa tvö manna- nöfn, Úlfar og Ormika, (síðara nafnið mjög sjaldgæft nafn á gotlenzkum höfðingja, sem veitti Ólafi helga fulltingi við kristni- boð hans á Gotlandi) og fjögur staðanöfn: Grikkland, Jerúsal- em, ísland og Skotland. Rúna- skriftin gefur til kynna, að hér hafa tveir gotlenzkir og víðförlir höfðingjar hitzt og rifjað upp ferðir sínar um fjarlæg lönd. Rúnaskriftin er frá árunum 1050—1100. Þeir hafa farið á endamörk hins kunna heims þe'rra daga, á yztu mörk suðurs og norðurs. Gotlendingarnir Úlf- ar og Ormika hafa heimsótt ís- land, ef til vill sem kaupmenn á eigin farkosti og haft hér vetur- setu hjá íslenzkum höfðingja, þótt sagnir sé nú ekki að finna um það í íslenzkum sögum. Um þetta er ég að hugsa, þegar ég kveð Ericron um kvöldrð. •— Eig- um við ekki að ganga upp að Valdemarskrossinum í fyrramál- ið, segir hann áður en hann býð- ur góða nótt. Við Valdemarskrossinn. Morguninn eftir er rigning, en Fornvinurinn lætur það ekki á sig fá. — Líklega hafa hvergi önnur eins ógrynni af gulli, fornum gersemum og skotsilfri allra landa verið grafin upp úr jörð- inni sem á Gotlandi, segir hann, þegar við göngum út um Suður- hlið Visby-múrsins. Einum silf- ursjóðnum eftir annan er lyft úr gotlenzkri mold, og það er eins og jörðin verði aldrei þreytt á slíkum gjöfum. Bóndi einn í Rute á akur, sem virðist blátt áfram fullar af engilsaxneskum silfurpeningum. Enn í dag segir hann stundum við syni sína, þegar regnskúr hefur fallið eftir haustplæginguna: „Jæja, dreng- ir, nú hefur rignt. Nú getið þið farið út á akur og tínt peninga“. Það má heita, að hann hafi kom’'ð á hverju ári til forngripa- safnsins í Visby og fært því all- gildan sjóð þessa engilsaxneska silfurs. En hvers vegna hefur allt þetta pund verið grafið í gotlenzka jörð? Valdemars- krossinn sunnan við Visby-múr- inn gefur bendingu um svarið, Surns slaðar eru skörð i múrinn niður til hdlfs eða meira. Þd er tilvalið að byggja sér litið ibúðarhús uppi i skarð- inu. Lóðir eru dýrar. og nú skulum við hlýða sögu Fornvinarlns um leið og við reik- um með honum um grónar graf- ir þeirra Gotlendinga, sem kunnu ekki að hopa á hæli, en vörðu land sitt oddi og egg meðan þeir gátu uppi staðið. í dagrenningu á degi Maríu Magdalenu, 22. júlí 1361, kom varðmaðurinn í varðturninum á Klifbergi auga á segl úti við sjóndeildarhringinn í áttina til norðurodda Ölands. Hann kleif þegar upp í útsýnisstöngina, og þá ætlaði hann varla að trúa sínum eigin augum. Hann sá samfelldan seglaskóg. Floti mik- ill nálgaðist Gotland. Hann kleif niður og sló titrandi höndum eld að kurlinu í varðeldskestinum. Að lítilli stundu liðinni bar svarta reykjarsúluna við bjartan sumarhimininn. Það mundi ekki líða langt, þar til menn sæju merkið frá varðturninum á Út- hólmi og Vesturrifi, á Krónuvelli og Vengi. Þaðan mundu boðin berast með hraðboðum á nokkr- um klukkustundum um allt Got- land, boð, sem ekki höfðu verið send síðustu 200 árin, eða síðan sjóræningjfloti var hér síðast á ferð. Og þessi boð mundu vekja ótta í hundruðum friðsamra bændaheimila og kalla alla vopnfæra menn til landvarnar. Vopn voru gripin, sverðin fægð, dýrgripir og fjársjóðir látnir í skinnbelgi sína og skrín til að grafast í löngu ákveðin jarðar- fylgsni. Þetta er ekki upphaf að æsi- legri skáldsögu heldur lýsing sjónarvotts á þeirri örlagaríku Norðan Gotlands er Fjárey, skilin frá af grunnu sundi, er ganga má yfir um fjöru. Þar er sauðfjárreekt nokkur. Hér sjást kindurnar safnast að húsi sinu undir kvöld. Fé gengur annars sjálfala, en hefur húsið til frjálsra nota.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.