Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 18

Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 18
242 Heima er bezt Nr. 8 stund, er floti Valdemars Atter- dags Danakonungs nálgaSist Gotland þenna sumarmorgun. Það er lýsing Bengt Thorder- man, sem stjórnaði uppgreftrin- um á fjöldagröfunum á orustu- vellinum við Visby. Hann hefur gerzt stríðsfréttaritari nútímans í þessari söguríku viðureign á 14. öld. Uppgröftur þessi var gerður á árunum milli 1930—40, og var hinn vísindalegi árangur hans geysimikill. Leiddi hann í ljós skýra mynd af atburðum þeim, sem gerðust í Valdemarsherferð- inni. Við Eymundarbrú. Varðmaðurinn á Klifbergi hafði ekki séð neinar ofsýnir. Danski flotinn hélt inn að Karlseyjum, þar sem ströndin var lág, sendin og óbyggð, heppi- leg til landgöngu hers. Brátt merlaði sólin gljáandi slíður og hjálma um allan sand. Þarna steig Valdemar konungur á land með kórónu umhverfis hyrndan hjálm, og sinn við hvora hlið honum gengu þeir Kristófer her- togi, sonur hans, og Eiríkur her- togi af Saxlandi. Liðinu var fylkt, hnefinn reiddur gegn Got- landi. En við Eymundarbrú á Suður- þingsá höfðu Gotlendingar skip- að sér til varnar, og sú vöm verður munuð meðan Gotland er byggt. Hinn brynvæddi danski her brytjaði bændurna niður, og kornið, sem nú bylgjast um- hverfis álúta steinkrossinn þar, vex úr blóðvættri mold. Leifar hins gotlenzka bændahers héldu undan í áttina til Visby. Innan múra hennar mundi helzt ráð að veita viðnám. Þangað var og stefnt konum, börnum og gamal- mennum frá yfirgefnum bænda- býlum. En þá komu bændur að lokuðum borgarhliðum. Visby hugsaði aðeins um sjálfa sig og lokaði hliðum sínum. Utan við hlið Visby. Hinn hrakti bændaher, gam- almenni, konur og börn, leitaði síðasta viðnáms milli borgar- múranna og litla nunnuklaust- ursins á Sólbergi. Þar brytjuðu Danir fólkið niður og urpu moldu í fjöldagröfum. Þarna stendur Valdemarskrossinn, og þegar maður les áletrun hans: „Ante portas Visby — utan við hlið Visby féllu Gotlendingar í hend- ur Dana,“ fer'ekki hjá því, að maður heyri undirhljóm ásök- unarinnar í þessum hógværu orðum. Hundruðum saman hafa þessir Gotlendingar nú verið grafnir upp úr hinni miklu, sameigin- legu gröf, en þó hvíla enn hundruð þeirra óhreyfðir undir grasverðinum. Sá, sem eitt sinn hefur litið yfir beinahrönglið í þessum stríðsgröfum, gleymir því aldrei. Þær líkjast engu öðru en herbúðagröfum síðustu stríðs- ára. Visby bjargaðist frá eyðilegg- ingu en varð að þola auðmýk- inguna. Sigurvegarinn lét rífa skarð í suðurmúrinn, og um það héldu hersveitir hans inn í sigr- aða borg. Hinir auðugu borgarar urðu að ganga með dýrgripa- skrín sín út á Stórtorgið og tæma þau í sái konungs. Kirkjurnar voru rændar. Gullskipið sekkur. Helgir dýrgripir kirkna voru fluttir á skip, en með því var sem æðri hönd gripi í taumana. Gullskipið komst aldrei til Dan- merkur. Það sökk í ofviðri sunn- an við Karlseyjar á heimleið, og þar hvílir Valdemarssjóðurinn falinn í svörtum sandi sævar- botnsins hulinn sjónum manna, svo að garðyrkjumaðurinn frá Smálöndum varð líka að snúa heim aftur tómhentur. Við erum komnir aftur heim að Suðurhliði, göngum niður með múrnum og setjumst í skarð, þar sem birkihrísla hefur numið land. Kannske er þetta skarð Valdemars konungs. Turna Visby-múrsins ber við himin allt um kring, þarna er Jómfrúturn- inn og Púðurturninn, margs konar sögur og sagnir tengdar við hvern þeirra, margar þeirra hugarfóstur síðari tíma. Aldirnar hafa liðið, sagan hef- ur gleymzt og brenglazt í manna- minnum og arfleiðslu kynslóð- anna. Gotlendingar áttu fáa snjalla sagnaritara á þessum tíma, svo að sagan um herför Valdemars atterdags er ekki skilmerkilega skráð af samtíma- mönnum á Gotlandi eða sjónar- vottum. Víða er þó drög að henni að finna. Moldin er þeirra skinnhandrit. Gotlendingar eiga sér engin skinnhandrit eða forn bókfell til að lesa söguna af, en moldin er þeirra skinnhandrit, og gripir þeir, sem þar finnast, það let- ur, sem á það er skráð. Og blað- síður þessa handrits gotlenzkr- ar sögu virðast óteljandi. Ein eftir aðra birtast þær úr mold- inni og segja sögur sínar — jafn- vel um íslandsferðir Gotlend- inga á dögum rúnaristunnar. Gersemar kynslóðanna birtast og segja sögu sína um lif og starf fólksins, lífsbaráttu fá- tæks bónda eða óhóf og svall auðkýfingsins. Valdemar atter- dag fær sína málsrannsókn og dóm sögunnar. Beinagrindurn- ar í fjöldagröfunum við Valde- marskrossinn sjá sérgæðingum og bleyðimennum þeim, sem lokuðu borgarhliðum Visby fyr- ir bændahernum, er leitaði á náðir borgarinnar, fyrir réttlát- um vitnisburði. Sagan birtist okkur á margvíslegan hátt. ís- lenzkir fræðimenn liggja yfir fornum og fúnum handritum, en gotlenzkir bændur lesa hana með því að ganga út á akur sinn og tína þar gamla silfurpeninga og aðra forna gripi eftir rign- ingarskúr. Ég kveð Fornvininn með inni- legum þökkum fyrir leiðsögnina. Úti á hinum víða grasvelli bíður Njáll víkingur þess að taka flug- ið til Stokkhólms. Þetta er und- arleg för og draumi líkust. Njáll á Bergþórshvoli í víkingsgervi og gammslíki hefur leitt mig í gandreið til Gotlands, þar sem lítið sandsteinsbrýni getur um för Gotlendinga til íslands, og bændurnir tína silfur úr ökrum eftir regnskúr, þar sem Valde- marskrossinn og stríðsgrafirnar segja blóðuga sögu, meðan garð- yrkjumaður úr Smálöndum leit- ar gullskips Valdemars konungs sunnan við Karlseyjar. Andrés Kristjánsson.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.