Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 20

Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 20
244 Heima er bezt Nr. 8 inn nýr stakkur við þýðinguna og má oft, jafnvel oftast ekki á neinu marka, að um þýðingu sé að ræða. Mun þetta með fram stafa af því, að latnesk máls- háttasöfn voru jafnvel notuð til kennslu í skólum hér á miðöld- um, og því verið vandað til þýð- inganna. Stærstu uppsprettur máls- hátta og orðatiltækja á íslenzku eru biblían, önnur guðfræðirit og fornbókmenntirnar. í íslend- ingasögum kemur það þrásinnis fyrir, að þess er blátt áfram get- ið við ýmsa málshætti, að þeir séu ævagamlir („forn orð“), en ekki til orðnir af höfundi sög- unnar, en málshættir hafa verið fornmönnum harla kærir og beita þeir þeim mjög, ekki hvað sízt, er þeim er mikið í mun. Orðtæki og talshættir eru allt- af að myndast og aðrir að helt- ast úr lest. Orðasamband, sem allir hafa á takteinum í dag, er oft fyrir óðal lagt á morgun, ef svo má segja. Setningar úr skop- leikjum og dægurljóðum liggja oft hverjum manni á tungu og verða sumar furðu lífseigar. Það er fljótséð, hve náin eru tengsl- in milli bókmenntanna og tals- háttanna á hverjum tíma, því að við grípum jafnvel oftar en okkur er ljóst setningar úr ljóð- um og sögum, heilar eða hálfar, og notum máli okkar til stuðn- ings. Má því af þeim nokkuð marka lestrarefni alþýðu á hverjum manni á tungu og verða sumar furðu lífseigar. Það er fljótséð, hve náin eru tengslin milli bókmenntanna og talshátt- anna á hverjum tíma, því að við grípum jafnvel oftar en okkur er Ijóst setningar úr ljóðum og sögum, heilar eða hálfar, og not- um máli okkar til stuðnings. Má því af þeim nokkuð marka lestr- arefni alþýðu á hverjum tíma og þann hljómgrunn, er það hefur með henni fengið. — Segðu mér, hvað þú lest, og þá skal ég segja þér, hver þú ert, stendur ein- hvers staðar, setningin að vísu afbrigði af annarri setningu, sem vafalaust er eldri, en hefur eigi að síður margt sér til ágætis. Eins og áður er að vikið, þarf rígskorðað orðasamband, svo sem talsháttur, orðatiltæki og annað því um líkt, ekki að fela í sér speki neina til þess að geymast, en gleymast ekki, en eitt er nauðsynlegt oftast nær: setningin þarf að vera minni- lega sögð eða að öðrum kosti hafa að bakhjarli minnilegan atburð, er orpið getur ljóma á hana. Setning getur verið minni- lega sögð, ef hún felur í sér mikla — og þá helzt — sígilda hugsun, þótt formið sé ekki í- burðarmikið, en hún getur líka verið minnilega sögð sökum formsins eins. Pjölmargir tals- hættir íslenzkir eru rímaðir á einhvern hátt og settir stuðlum, — raunar engin furða með þjóð, þar sem allir eru skáld, enda kveður svo rammt að ást á rími og stuðlum, að sumir talshætt- irnir virðast blátt áfram búnir til ljóðformsins vegna, svo sem ys og þys, œmta og skrœmta. Hér eru tvítekin orð nokkurn veginn sömu merkingar, að því, er bezt verður séð, mest forms- ins vegna enda þótt gera megi því skóna, að orðin séu felld saman í setningu á þenna hátt til áherzluauka, a. m. k. með fram. Hitt liggur svo í augum uppi, að mun auðveldara er að muna rímað mál en órímað. Kvæðin hafa þann kost með sér þau kennast betur og lærast ger, en málið laust af munni fer, sagði séra Einar í Eydölum, og er það hverju orði sannara, og ekki er ólíklegt, að hinir gömlu málsháttasmiðir hafi verið vel minnugir þessarar staðreyndar. Sveinbjörn Egilsson virðist t. d. hafa lagt á það nokkurt kapp í þýðingu á kviðum Hómers að ganga svo frá setningum, að minnilegar mættu verða vegna ríms og stuðla („Verður oft lang- þurfi litlu feginn“ og „ljúf er lítil gjöf,“ svo að dæmi séu nefnd úr Odysseifskviðu). Það er líka eftirtektarvert í þessu sambandi, hve málshættir og orðatiltæki hafa verið geym- in á orð, sem jafnvel engu hlut- verki hafa lengur að gegna í málinu og hafa ekki haft í rit- aðri íslenzku, að því er fundið verður — nema í því orðasam- bandi einu, sem þau koma fyrir í. Þannig færa hin föstu orða- sambönd okkur marga gim- steina. Við segjum t. d. að leita sér farborða, en orðið farborði kemur hvergi fyrir í ritum, verða bilt (við); bilt af lýsingarorðinu bilur, sem nú er hvergi að finna. Svo mætti lengi telja. Allt talað mál leitar sér fasts forms og oft veldur þessi tilhneiging málsins stöðnun, orð staðna eða stirðna í föllum og orðið eða orðasam- bandið verður stundum aðeins notað í stirðnuðu fallmyndinni. En þetta er önnur saga, eins og Kipling sagði, og verður ekki rædd hér, enda skortir mig þekk- ingu til þess. Ýmsar setningastyttingar, sem mjög eru notaðar í daglegu máli, minna nokkuð á fastmótuð orða- sambönd eins og orðtök og tals- hætti, en eru naumast í eins föstum skorðum hefðarinnar. Flest eru þetta atvinnuorð, þar sem andlagið er undanskilið, eins og að taka ofan (baggana; hattinn), leggja á (ljá; hest), taka saman (hey), kveikja upp (eldinn), setja í gang (t. d. bíl- inn; nýlegt í málinu. Oft er þessum setningahlutum mark- aður svo þröngur bás innan at- vinnugreinar, að naumast er á annarra færi að skilja, við hvað er átt, en þeirra, er þar eru vel heima. Það er eftirtektarvert í þessu sambandi, að mikill fjöldi tals- hátta á íslenzku er einmitt úr atvinnumáli kominn og voru notaðir raunhæft til tjáningar á ýmsu varðandi dagleg störf, en jafnframt notaðir í líkingamáli í óeiginlegri merkingu, og er svo með marga þeirra, að þeirra ger- ist ekki lengur þörf í atvinnu- máli, því að verkið eða athöfnin, sem þeir fólu í sér, er að mestu eða öllu úr sögunni. Dæmi: Hvað er á seyði; seyðir er eldur, sem soðið er við (sbr. sauð). Upp- haflega mun hér átt við, hvað sé verið að sjóða. Er því ekki hugsanlegt að jöfnum höndum hafi verið sagt blátt áfram: Hvað er á seyðinum, þ. e. hvað er á eldinum? Nú merkir tals- hátturinn, hvað sé í aðsigi, og er þá oftast það, sem á döfinni er ills viti. Talað er um að slaka á klónni og að strengja klóna. Til skamms tíma var hér um að ræða hversdagslegt handtak, en nú eru þeir færri, sem slaka á klónni í bókstaflegri merkingu, og þeim fækkar nú líka óðum, sem kunna að snúa snœldunni

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.