Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 21

Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 21
Nr. 8 Heima er bezt 245 sinni í eiginlegri merkingu orð- anna. Og nú munu líklega eng- inn færa út kvíarnar, enda þótt fé fjölgi nú mjög eftir niður- skurðinn, — en málshátturinn lifir og verður til marks um einn þátt atvinnulífsiris eins og fjöl- margir aðrir. Ótal dæma mætti nefna um talshætti úr lífi al- þýðunnar, en þess gerist naum- ast þörf að telja þá hér upp, því að þeir eru á hvers manns vör- um og flestir auðskildir. En verður atvinnulíf okkar tíma eins frjótt á sköpun tals- hátta og atvinnulíf fyrri tíma að sínu leyti? Það er víst óhætt að svara þeirri spurningu neitandi. Tæknin er ekki það afl, sem lík- legt sé til að geta af sér mynd- auðugar líkingar í formi at- vinnutalshátta. Ég hygg, að samhæfing hugar og handar við hin fjölmörgu og sundurleitu vik, er daglegt líf krafðist fyrr- um, hafi verið sá jarðvegur, sem heztur er slíkum gróðri. Með tækninni fækkar ýmsum vikum, sem áður voru óhjákvæmileg, heilar greinar atvinnulífsins hafa ýmist að fullu horfið eða tekið gagngerðri breytingu, er stórvirkar vélar komu til sög- unnar. Störf mannshandarinn- ar verða færri en áður, talshætt- ir um þau störf, sem hún vinnur ekki nema að öðrum þræði, eiga sér naumast nokkurt griðland. — Annars væri fróðlegt að rann- saka, hvort nokkrir nýir at- vinnutalshættir hafa skapazt síðustu tuttugu árin, talshættir, sem mótaðir eru af þeirri reynslu, sem öld tækninnar skapar. Aðrir talshættir hneigjast fremur að andlega lífinu, hafa annaðhvort að geyma einhvern einfaldan og látlausan sannleika eða kjarnyrt spekimál, líkinga- fullt, oft og tíðum, eins og hálf- kveðin vísa eða torræð gáta. Allir eiga þeir það sameiginlegt, að þeir fela í sér andlega reynslu, oft heilræði eða spak- lega umvöndun eða viðvörun. Geðprýði er gulli dýrri er sið- ferðileg staðhæfing. Einhvers staðar verða vondir að vera, of- ureinfaldur sannleikur. Ekki eru allar ferðir til fjár, — yfir þess- um málshætti er sami einfald- leikinn. — Einnig er mikill fjöldi talshátta sóttur í um- hverfið, til sambúðarinnar við dýrin (einkum hunda og ketti og hesta og kýr). Virðist hest- urinn vera einna mest metinn, en ekki er laust við að hin hús- dýrin fái hnútur, einkum kýrin og „ekki er hár hundsrétturinn,“ hefði þó mátt ætla, að hann væri það í málsháttunum, ef það er rétt, að leyniþráður hangi milli manns, hunds og hests. — Og svona mætti lengi telja, því að alþýðunni hefur orðið margt að efni í talshátt. Og hver veit nema framtíðin beri það í skauti sér, að við eigum eftir að fá tals- hætti um viðtækin okkar, jepp- ann, dráttarvélina og flugvél- ina? Svo eru þeir talshættir, sem eiga sér sösulegan bakhjall, þar sem nafngreind persóna, per- sónur eða heimili eða staðir koma við sögu, sem nú er oftast nær gleymd. Dæmi: Stattu aldrei, Steinn mágur. — Hvað er nú Gríms að geta, Grimur er löngu dauður? — Víða kemur fram illska þin, Ubbi. — Enginn er verri en Ormur á Hnerri.1) Mér er sama í hvorri Keflavík- inni ég rœ. Enn aðrir talshættir og þá oftast nær skopi blandnir styðjast við sagnir um karla og kerlingar („eins og karlinn sagði“), sem enginn veit nú deili á og oft er sagan löngu gleymd, en margir styðjast líka við sögu- leg sannindi, eru „historiskir,“ oft áhrifaríkar setningar sagðar á örlagastundu. Hér hefur verið stiklað á stóru og engu gerð full skil og á ann- að ekki minnzt. Efnið er svo margþætt, að um það mætti mikið rita, en hér er hvorki rúm né tími til þess. Hér á eftir getur nokkurra orðatiltækja og talshátta, og er leitazt við að rekja sögu sumra þeirra. Ég hef heillazt til að taka þá helzt, sem ekki eru af íslenzk- um rótum runnir og hef því allvíða vitnað til setninga á er- lendu máli. Taldi ég ekki rétt að ganga fram hjá þeim, þótt marg- ir skilji ekki málin, sem þeir eru á, því að þær varpa skýru ljósi yfir þróunina og þeir líka marg- ir nú orðið, sem læsir eru á er- lendar tungur. þ Ur þjóðsögu. (Sjá Þjóðsögur og ævin- týri Jóns Arnasonar II. bls. 114). Þess vil ég geta, að meiri hluti tilvitnana í erlendar tungur, er sóttur í erlendar uppsláttarbæk- ur ýmiss konar, sem eiga að vera hin traustustu heimildarrit, og get ég rúmsins vegna ekki talið upp hér öll þau fjölmörgu rit, sem ég hef stuðzt við beint og óbeint. Ekki hef ég hirt um röðun á talsháttunum eða skipan í flokka. Þeir eru gripnir af handahófi, teknir til athugunar eftir því, sem andinn innblés mér hverju sinni. — Að lokum vildi ég svo beina þeim orðum til lesendanna, að þeir legðu mér lið og gæfu mér upplýsingar varðandi orðtök og talshætti, sem nýir eða nýlegir eru af nál- inni. Svart á hvitu. — Orðatiltækið stafar frá þeim tíma, er mun meiri virðing var borin fyrir hinu ritaða máli en nú er. Ég skal sýna þér það svart á hvitu merkti því sama og: ég skal sýna þér það á prenti. Þótti þá mikið sagt og ekki til neins að þræta lengur! — Ekki veit ég, hve gamall þessi málsháttur er í íslenzku, ef til vill er hann ekki miklu yngri en prentlistin hérlendis. Á dönsku kemur hann fyrir í safni Peters Syv af dönsk- um málsháttum, Almindelige danske Ordsproge, 1682 og 1688, en marga íslenzka talshætti má rekja til þessa safns. Svartur markaður. — Hér er um að ræða alþjóðlegt orðatil- tæki um launverzlun, sem stund- uð er, þegar einhver vara er skömmtuð eða hörgull á henni af öðrum ástæðum. Uppruninn er óviss, en svartur táknar hér • það, sem fer fram í skúmaskot- um eða ósæmilegt er. (Sbr. „svart hæfir svörtu;“ „svört sál“). Orðtakið er naumast eldra en frá 1914, að því, er talið er, en það var allmikið notað er- lendis á styrj aldarárunum fyrri og hefur verið notað æ síðan. Uppruna sinn mun það eiga í Englandi. Hvenær það hefur ver- ið tekið upp hér, veit ég ekki, en ekki er ólíklegt, að orðtakið hafi verið notað af íslenzkum blaða- mönnum þegar á heimsstyrjald- arárunum fyrri, þó finnst það ekki í orðabók Blöndals. Hér er um orðrétta þýðingu að ræða (black market).

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.