Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 22

Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 22
246 Heima er bezt Nr. 8 Svartur sauður. — Orðatiltæk- ið kemur fyrir á ensku hjá Walt- er Scott (1771—1832) í Old Mortality, en talshátturinn tal- inn mikið eldri. — Það var gömul hjátrú, að svört kind í hjörðinni boðaði óhamingju. Bjarnargreiði. — Jean de La Fontaine (1621—1695) segir frá því í einni dæmisögu sinni, að bjarndýr hafi ætlað að stugga á brott flugu, sem setzt hafði á nef húsbónda hans, kastaði björninn steini að flugunni — og drap manninn. Sjaldséður fugl — kemur fyrir í satírum Hóratíusar, en finnst líka hjá Ovidiusi, Persiusi o. fl. Setningin er svo á latínu: Rara avis in terris riigroque similima cygno, þ. e. sjaldgæfur fugl á jörðinni og mjög líkur svörtum svani. Ekki er að.efa, að íslenzka orðtækið: sjaldséðnir hvítir hrafnar sé runnið beint frá þess- ari latnesku setningu. — Hvítir hrafnar er líka heiti á bók eftir Þórberg Þórðarson (Útg. 1922). Taka í. karphúsið. — Þessi talsháttur er gott dæmi um af- bakanir úr erlendum málum. Orðið karphús, er á miðalda- latínu capucium, leitt af caput, höfuð, enda þýðir orðið hetta, einkum munkahetta (sbr. hettu- munkaregla). í Norðurlanda- málin hefur orðið ef til vill komið úr hollenzku, því að þar er til mynd orðsins með r-inn- skoti (karpoes). íslenzk alþýða hefur svo skotið inn í það h- hljóðinu og fengið út úr því karphús, en taka í karphúsið hefur síðan mótazt út frá franskri setningu (prendre le capuchon), en so. prendra þýðir meðal annars að taka, og setn- ingin því þýdd, en karphús framburðarafbökun, sem veldur hugtakaruglingi. — í ljóðabók séra Stefáns Ólafssonar, Kvæði, I. II. 1885, bls. 142, segir svo í kvæðinu Gamanvísur: Þér eigið karphús alt forgylt, undir pluss damaskuss; séð hef ég aldrei svoddan pilt sem þú ert. Hér er um rétta notkun orðs- ins að ræða, og er ekki ólíklegt, að hér komi það einna fyrst fyr- ir í riti, a. m. k. finnst það ekki í prentuðum ritum 16. aldar, en séra Stefán lézt skömmu fyrir 1700. Óskrifað blað — höfum við frá Aristótelesi (384—322 f. K.) Hann talar um töflu, sem raun- ar sé ekkert skrifað á, og Afro- disias (um 200 f. K.) segir: „Skynsemin er eins og óskrifuð tafla.“ Þetta var nefnilega í þá tíð, er var ritað á töflur í stað pappírs. Síðari tíma menn hafa svo, eins og að líkum lætur, sett blaðið í töflunnar stað. Einu sinni var. — Þessi al- kunnu upphafsorð ævintýra eru runnin frá arabisku máli. Spán- verjar munu fyrstir Evrópuþjóða hafa notað orðasambandið, en frá þeim hefur það síðan náð að breiðast út og tekið nokkrum stakkaskiptum. — Spánverjar segja: Era lo que era: það var, sem var. Danskur íslendingur. — Orð- takið var algengt lastmæli á 19. öld og er jafnvel enn tekið í munn. Það mun fyrst koma fyrir hjá Eggerti Ólafssyni (1726— 1768), en hann segir svo í kvæði sínu Útlenzkur magi í íslenzk- um búk: Ef þú étur ekki smér eða það, sem matur er, dugur allur drepst í þér, danskur íslendingur! Orðtakið fékk nýja og máttuga vængi, er Jón Ólafsson skáld notaði það í kvæði sínu íslend- ingabrag, sem landfleygt varð á örskömmum tíma og olli meiri uppsteit en nokkurt annað kvæði frá síðustu tímum. Ljóðlínurnar, sem orðtakið kemur fyrir í, hljóða svo: eitt djöfullegra, dáðlaust þing en danskan íslending! Jón varð, sem kunnugt er, að flýja land vegna ummæla í þessu kvæði og fór til Noregs. Hann er ekkert nema skinnið og beinin. — Talshátturinn kem- fyrst fyrir á ensku um 1430, en á dönsku 1633. Á íslenzku finnst hann í Heilagra manna sögum eða undirrót hans: kvezt af þeirri hrœzlu svo þurr sem kastat vœri skinni á bein, þ. e. að hann væri ekki annað en skinnið og beinin. Hér stend ég. Ég get ekki ann- að Guð hjálpi mér. Amen. ■— Á þýzku: Hier stehe ich. Ich. Ich kann nicht anders. Gott helfe mir! Amen! Þessi orð, sem standa á minnisvarða, er reistur var í Worms á 19. öld yfir Lúther, eru og honum eignuð. Á hann að hafa klykkt út með þeim á þing- inu í Worms 18. apríl 1521, er hann var hvattur til að taka aft- ur orð sín og láta af villu sinni. Sumir telja þó, að setningar þessar eigi fremur rætur að rekja til flugrits, sem út kom ár- ið eftir nefnt þing. Síðustu orð Lúthers eru á latínu: deus adju- vet me: guð hjálpi mér, eru og oft í munn tekin, og enn þann dag í dag notar eldra fólk setn- inguna, ef einhver hnerrar, en eitt fyrsta sjúkdómseinkenni í plágunni miklu, svarta dauða, átti að vera ákafur hnerri, og frá þeim tíma á hin mikla notk- un orðtaksins að vera, enda mun Lúther ekki vera frumhöfundur þess. — Fyrri setningarnar tvær eru líka notaðar sem orðtak ein- ar sér og er mjög algengt. — Landfleygt varð það með ljóði Arnar Arnarsonar (Magnúsar Stefánssonar), Syndajátning, en seinni hluti síðasta erindis kvæð- isins er á þessa leið: Er bjóðist mér staup, þá sting ég það út. Hér stend ég. Ég get ekki annað. Ekki er að efa, að Magnúsi hef- ur verið vel ljós uppruni þessa máltækis. Fá bróðurpartinn. — Orðatil- tækið er frá miðöldum, en dönsk lög kváðu svo á, að arfhluti bróð- ur skyldi vera helmingi stærri en systur. Lagasetningin miðaði að því að halda óðali í eign sömu ættar, en ef óðal féll í hlut dótt- ur, gat það við giftingu hennar lent í höndum annarrar ættar. Vera með hjartað í buxunum. — Setningin kemur fyrir í Tow- neley Plays, ensku leikritasafni frá um 1410. Holberg notar orða- tiltækið mörgum sinnum og það- an mun það komið inn í íslenzk- una, og er ekki yngra í málinu en frá um 1800. Hægri fóturinn heitir Jón hitt er hann Kolbeinn svarti. — Algengt er að hafa þessar hend- ingar yfir við börn, og njóta þær mikilli vinsælda, vafalaust al- mennari vinsælda en nokkuð

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.