Heima er bezt - 01.08.1954, Side 25

Heima er bezt - 01.08.1954, Side 25
Nr. 8 Heima er bezt 249 Læknar og lyf „(Aðsent). Nokkrir sveitungar mínir hafa beðið mig að skila til þín, „Þjóðólfur“ minn, að þeir biðji þig að geta þess, að sér sýnist hæfa að í dagblaði væri gerð grein fyrir því, hvort öllum þeim peningum, er læknar taka við úr opinberum sjóði, fyrir lyf handa févana mönnum, virki- lega væri til þess varið; hvort þau ættu að einskorðast við hin algengustu, og loksins, hvort þeir ættu eigi að vitja þeirra kaup- laust, er þeir þurfi þess við. Vinsamlegast. Óttar á Hurðarbaki.“ (Þjóðólfur) 20 skildingar brenni- vínspotturinn Verðlag telur „Þjóðólfur" hafa verið í þ. mán. sem hér segir: Ull 28 skildinga pundið, tólg 24 sk. saltfiskur 20 rd. skipp., harðfiskur 22 rd, vættin, lýsi 25 rd. tunnan. Rúgur 12 rd. tn„ bankabygg 14 rd. tn„ kaffi — víða lélegt — 24 sk. pd„ sykur 20 sk„ brennivín 20 sk. potturinn. „Fyrir landvöruna munu hinir ríkari menn hafa fengið meira í pukri, jafnvel sem svarar tveim skildingum meira á hverju pundi,“ stendur þar. Fljúgandi diskar, eöa hvað „17. þ.m. varð hér syðra vart við loftsjón, bæði að Hraungerði í Flóa, að Fellsenda í Þingvalla- sveit og hér í Reykjavík; það var um kvöldið um náttmálabil, og var loftið blikað og skýjað; miklum bjarma sló niður á jörð- ina og logaði af henni sem af eldingu; niðurganga bjarmans var um hánorður (héðan úr Vík að sjá um norður-landnorður) skömmu eður nálægt 1 y2—2 mínútum síðar, heyrðist úr sömu átt svo miklar drunur að líkast var sem fallbyssuskot riði af og heyrðist ómurinn lengi eptir jörðunni. Á þessa leið hafa þeir lýst loptsjón þessari, séra S. G. Thorarensen í Hraungerði og Árni hreppstjóri á Fellsenda, og kemur það heim við það, sem staðarbúar hér, sem þá voru á gangi, veittu eptirtekt. Telja menn víst að þetta hafi verið vígahnöttur, og væri fróðlegt að heyra af þessari loptsjón úr öðr- um héruðum hér fyrir norðan, einkum úr Borgarfirði, og hvort hvellurinn heyrðist þar einnig í norðri, eða í suðri, því í þeirri átt, sem hvellurinn heyrðist úr, hefur vígahnötturinn sjálfsagt sprungið. Fróðleg ritgjörð um vigahnetti og aðrar samkynja loptsjónir er til eptir herra Björn Gunnlaugsson riddara í „Nýtíð- indum“ bls. 52. 63 og 70—71“. (Þjóðólfur) Hné fram á makkann örendur „Maður drukknaði í f.m. í Hvítá í Borgarfirði, hann hleypti í ána á vaðleysu og var sagður drukkinn; bræður tveir frá Ferjubakka á Mýrum riðu í f.m. til Álptaneskirkju; hesturinn datt undir öðrum og maðurinn af, en hann spratt jafnsnart á fætur og á bak aptur, og kvað sig ekkert saka, en vörmu spori eptir hné hann fram á makkann og af baki og var örendur". (Þjóðólfur) Sléttunarverkfæri smíöuð á íslandi ísama tbl. gerir Guðmundur Ólafssön í Hraunkoti grein fyrir tilraunum sínum með jarðyrkju- verkfæri, er hann hefur „kynnt sér erlendis og haft út hingað“ hjá herra dannebrogsmanni Árna Magnússyni á Stóra-Ár- móti í Flóa. Neðanmáls stendur þetta: „Hér skal þess getið, að Árni dannebrogsmaður hefir í vetur einnig smíðað sléttunarverkfæri þau, sem Guðbrandur heitinn Stephensen kom fyrstur upp með; eru verkfæri þessi að öllu eins löguð og vönduð og þau, sem eptir frumsmiðinn eru. Það ég til veit, er Á. dannebrogsm. sá fyrsti af innlendum mönnum, sem gjört hefur sléttunarverk- færi, og er þetta mikils vert, því nú þurfa menn eigi lengur að fá þau frá útlöndum. En allir smið- ir hafa það mér er kunnugt, hingað til veigrað sér við að smíða þau verkfæri. Höfund.“ Væri fróðlegt, ef einhver gæti upplýst, við hverskonar áhöld hér er átt. (Þjóðólfur) Bænafundur á Suður- nesjum Hinn 10. d. maí mán. í vor var ég undirskrifaður að grafa niður í sléttan hól að Gerðakoti. Þegar ég var kominn niður hér um bil li/2 alin, fann ég höfuðkúpu af manni, í svörtu sandlagi, leitaði svo betur fyrir mér og fann von- um bráðara hálsliðina, sem rétt voru áfastir við höfuðkúpuna: Lá beinagrindin frá landsuðri til útnorðurs á þann veg, að höfuðið var í landsuður, en fótleggirnir í vestur-útnorður; leit svo út sem líkaminn hafi verið lagður á höm á hægri síðu, lá hægri handleggurinn undir langs með síðurifjunum; fótleggirnir voru víxllagðir, jaxlar voru í höfuð- kúpunni, en kjálkarnir voru sundurbrotnir, og tönnur voru hvergi finnanlegar. Rúma þver- handarbreidd í norður frá hægri axlarlið, sem niður sneri, fann ég tréstykki, 2y2 þumlung að lengd, í lögun eins og hnífskapt og eins og digurð, járnið var á öðrum endanum, eins og þar hefði járnhólkur á verið. Ég braut í sundur skaptið, var það fúið en í sárið var að sjá, sem hefði verið í því birki, eða fúinn og blautur viður; innan í miðju skaptinu hafði járnpípa verið að vídd sem fjaðrapípa í minna meðallagi. Klöpp, 28. d. júnímán. 1854. Brynjólfur Jónsson. Nokkru vestar, en þau bein lágu, sem nú var lýst, fann ég undirskrifaður 13. d. maímán. í vor mannsbein, er svo lágu, að höfuðið sneri í útnorður en fót- leggirnir í landsuður, með þeim umbúnaði, að hellur voru á rönd reistar til beggja hliða, og hellu- lag ofan á. Bein þessi voru svo meyr orðin, að eigi héldu sér, og sum voru orðin að dupti. Gerðakoti 29. d. júnímán. 1854. Jón Jónsson. Viðvíkjandi beinafundi þess- um hefur presturinn, séra Sig- urður á Útskálum, látið í ljósi það álit sitt, að bein þessi muni vera þeirra manna, sem árið 1551 voru drepnir af Norðlend- ingum í hefnd eftir Jón Arason, því svo stendur, að þeir hafi drepið alls 14 á Suðurnesjum, auk þeirra, sem þeir drápu á Kirkjubóli; en úr dysi þeirra þar, segir hann, að uppblásin bein þeirra hafi verið tekin á fyrstu árum sínum og flutt að Útskálum." (Ingólfur).

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.