Heima er bezt - 01.08.1954, Page 28

Heima er bezt - 01.08.1954, Page 28
252 Heima er bezt Nr. 8 stubbunum meðan hún dregur sleðann upp bratt- ann. Það er eins og skógurinn og rökkur kvöldsins myndi girðingu kringum þær. Þær eru síðastar. En skammt fram undan gengur hitt fólkið í röð, mað- ur eftir mann, hryggur eftir hrygg. Rétt eins og þeir séu afturgöngur í frostgrænu húminu. Geirþrúður lítur á Guðlaugu, er virðist vilja segja eitthvað. Hún sér það á augnaráði hennar. — En ef úlfarnir væru við dýrin? — Þar er vörður. Litlu síðar spyr hún inn í eyra Geirþrúðar: — er það hann? — Hm — já. — Og drengurinn? — Jú. Fleira er ekki sagt langa hríð. Þær hafa nóg með að draga sleðann yfir ójöfnurnar. Nú heyrðist að- eins ískrið í meiðunum. Það var farið að kvölda, þegar fólkið kom upp að Hrísfjallsvörðunni. Þegar það sá bálið undir klett- unum, var sem það stirðnaði upp af eftirvæntingu. Enginn þorði að rjúfa kyrrðina — Þá er það satt, guði sé lof, hvíslaði telpan hans Eysteins. Rödd hennar skalf og hún varð að kyngja munnvatninu. — Ó, hvað heldurðu að hún mamma segi? Hún verður glöð þegar við komum heim aftur. Kjöt! Kjöt! Síðast í hópnum stóð Þorleifur gamli með hnef- ann utan um hönd konu sinnar. Gömlu hjónin voru þögul. Þau voru þreytt eftir hina löngu göngu, en nú var eins og þau lifnuðu upp við að sjá eld- inn. Þau studdust hvort við annað og gamli mað- urinn lagði handlegginn utan um axlirnar á henni. Flokkurinn safnaðist þögull kringum bálið. Fólk- ið stóð þar í djúpri undrun og starði á hreindýra- kroppana, sem lágu þar kaldir og stirðnaðir milli klettanna, dýr við dýr — allt í einum hrærigraut. Geirmundur hagaði sér eins og hann væri heima hjá sér. Hann kastaði greinum á eldinn og tók að ryðja upp í dyngjunni. Hann stóð uppi á matar- fjallinu og vann með atorku. En fjallabændurnir voru ennþá ekki búnir að jafna sig. Þeir stóðu í sömu sporunum og störðu sem þrumulostnir. Þetta var þá satt. Nú gátu þeir lifað veturinn af. Vonir þeirra höfðu ræzt; það var hægt að þreifa á því. Þeir voru vandræðalegir. Hvað átti maður að gera á slíkri stund? Krjúpa á kné kannske og fórna höndum--------? Guðlaug sat á sleðanum og réri sér. Sat og hvísl- aði einhverju að sjálfri sér, eins og hún væri að hafa yfir bæn. Allt í einu datt henni nokkuð í hug. Hún stóð upp og staulaðist að bálinu. Þar stóð hún og starði út í myrkrið. Hugur hennar hvarflaði eins og skuggi yfir hópinn, enginn sagði orð, en allir gengu hægt að eldinum. Þar stóðu þeir eins og þeir stæðu í ókunnugri stofu og ættu að fara að heilsa húsráðanda. En hér var enginn annar húsráðandi en hann Geirmundur. Eldurinn blossaði upp og lýsti upp hamravegg- inn fyrir ofan. Stór stígvél og litlir lappaskór! — Sérðu það? spurði hver annan með augnaráðinu. Og augu þeirra staðnæmdust við sylluna hæst uppi. Sat þar nokkur? Var ekki eins og Geirþrúður og Geirmundur væru að skotra augunum þangað, þeg- ar enginn sá til? — Ja-á, nú væri gott að fá hjálp, sagði Geir- mundur. Mennirnir flýttu sér að hreindýrakösinni. Þar varð brátt eins og í mauraþúfu. Dýrakropparnir voru sorteraðir og lagðir í röð á snjóinn. Geirmundur úthlutaði kjötinu. Eitt dýr handa hverjum húsmanni til að byrja með; á eftir voru skrokkarnir sundurlimaðir og skipt með tilliti til fjölda heimilisfólksins á hverjum bæ. Eldurinn logaði glatt og varpaði rauðum bjarma yfir hópinn. Næturhiminninn hvelfdist svartur og þungbúinn yfir fjöllunum. Skrokkarnir voru bundnir á sleðana. — Það er einn skrokkur að auki, hrópaði einn mannanna að verki loknu. Já, sannarlega! Þarna lá einn skrokkur, sem ekki var talinn með. Þeir litu hver á annan. Sleðarnir voru fermdir, enginn gat tekið meira. — Já, en svo er það hann? sagði Guðlaug lágt. Lágt og gætilega, en það var undarlegt, að orð hennar náðu skjótt öllum í hópnum. Þeir sneru sér að Geirmundi. Spurðu án orða. — Nei, hefurðu heyrt annað eins! Því hafði ég alveg gleymt. Það var sem Geirmundur væri að tala við sjálfan sig. — Það er hugsanlegt, að skrokk- urinn verði sóttur seinna. Og'hann sneri mögru andlitinu að hamraveggnum. — Já, — jæja, það gæti verið. Það er ekki nema sjálfsagt. Þeir mösuðu saman og vissu skil á þessu og vissu þó ekki neitt.----- — Já, þá leggjum við af stað! hrópaði Geirmund- ur. Hann var ferðbúinn. En nú færðist undarleg kyrrð yfir hópinn. Áttu þeir að læðast burt eins og hundar? Var ekki siður, að menn gengju kurteislega um hjá öðrum, og ef maður fékk eitthvað, þá — —. Nú sleppir Þorleifur gamli sleðatauginni og geng- ur út úr hópnum. Gengur hægt að bálinu. Þar stendur hann og starir á sylluna, sem nú rennur út í eitt við myrkrið. Hann tekur skinnhúfuna of- an. — Þú — þú skalt hafa alúðar þakkir! segir hann hátt og skýrt. Ég veit ekkert, en samt þökk- um við þér! Svo setur hann húfuna á höfuðið og gengur hægt og alvarlega til félaga sinna. Maður eftir mann, sleði eftir sleða rennur út í myrkrið. Jens sat hjá reynitrénu og horfði á fólkið. Dreng- urinn lá á knjám hans og svaf. Hann heyrði orð gamla mannsins óma fyrir eyrum sínum. Þau voru eins og plástur á margra ára gamalt sér.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.