Heima er bezt - 01.03.1955, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.03.1955, Blaðsíða 27
JSTr. 3 Heima er bezt 91 Maðurinn konunnar sinnar Smásaga Maðurinn konunnar sinnar kom heim laust fyrir hádegið. Hann litaðist um í eldhúsinu, h ú n var þar ekki og enginn maður sjáanlegur, en sambýlis- konan var þar á gangi. „Hvar er hún?“ spurði Ási, en svo hét maðurinn. H ú n er inni að skrifa fund- arboð. Hún bað mig að segja þér, ef þú kæmir inn, að kar- töflurnar væru á eldavélinni, þú gætir sjálfur soðið fiskinon, hún hefði ekki tíma til að elda súpu, en þú gætir drukkið te á eftir“. Og maðurinn konunnar sinn- ar sauð fiskinn, settist við eld- húsborðið og fór að borða. Þá birtist h ú n í dyrunum. „Ási, farðu strax út og settu í gang. Það eru fimm vinkonur mínar þarna niður frá. Það verð- ur að sækja þær strax. Þær eru að koma í heimsókn til mín“. „Ég er nú ekki búinn að borða“. „Það varðar mig ekkert um. Það er komið hádegi og meira en það, og þú gazt verið búinn að borða. Ég kem auðvitað líka. En ég ætla aðeins að skreppa inn, hringja og fá stúlku til að ganga um beina.“ Og maðurinn konunnar sinn- ar hætti við að borða, fór út og setti í gang. H ú n kom að vörmu spori. „Ási! Þegar þú ert búinn að keyra okkur hingað heim, verð- urðu að fara strax niður í búð og kaupa fyrir mig súkkulaði, tvíbökur, kex ávexti og sígarett- ur. Heldurðu að þú munir það?“ „Það væri betra að skrifa það,“ sagði hann. „Það er nú eins og vant er, það tollir aldrei neitt í þessum karl- einber — eða er meira milli himins og jarðar en mennirnir sklja? Hvað sem því líður, er at- vik þetta býsna undarlegt. En heimildirnar eru svo góðar, að engin ástæða er til að draga í efa að þetta hafi gengið til eins og að framan segir. „Unglyden“, Voss. mönnum, af því, sem þeir eiga að muna.“ Þau voru komin á áfangastað- inn. Hann taldi: Ein, tvær, þrjár, fjórar og fimmí Það verður þröngt í bílnum! Hún heilsaði: „Blessuð elskan! Blessuð og sæl, elsku vina! Nei, og þú elsku hjartað mitt! Allar margbless- aðar. Alveg er það draumur að fá ykkur allar. Gerið þið svo vel að fara inn í bílinn! Verst að það fer illa um ykkur. Billinn er svo lítill. Maður hefur ekki ráð á að fá sér annan stærri, dugnað- urinn er ekki svo mikill.“ Og h ú n gaut augunum til manns síns. Þær settust inn í bílinn. H ú n settist í framsætið og út úr svip hennar mátti lesa: Hér á ég að sitja og enginn annar. „Jæja, ætlarðu ekki að snúa bílnum, maður!“ Jú, hann sneri bílnum og spýtti í, því að hann var feginn, þegar þessari ökuferð yrði lok- ið. Þegar þau komu heim að húsinu, spurði h ú n : „Manstu nú, hvað þú áttir að kaupa?“ „Þú varst ekki búin að segja mér, hvað mikið ætti að vera af hverju.“ „Það eiga að vera fjögur súkkulaðistykki, tvíbökur og kex, fjórar dósir af ávöxtum og fjórir pakkar af sígarettum." _ Hún talaði ekki um, hve mik- ið ætti að vera af brauðinu. Ég skal ekki hafa það of mikið, eitt kíló af hverju ætti að vera nóg. Þær geta varla tuggið meira, þegar þær þurfa að tala svona mikið. En um hvað ætli þær tali aðallega, um okkur, mennina sína, hvað við erum misheppn- aðir og ómögulegir í alla staði. Já, það liggur við að ég öfundi hann Halla á Brekku, að hann skuli búa einn. En honum leið- ist það nú víst, og svona var þetta með mig. Ég var búinn að vera nokkuð lengi einn míns liðs, en þá fór mig að langa til þess að fá mér konu, ég hélt að það væri betra. Þá kom h ú n . Satt að segja var hún nokkuð frek. Hún hreint og beint hremmdi mig, settist á hnéð á mér, rak í mig nefið og diggaði framan íÆnig, þegar ég átti að láta eitthvað eftir henni. Fyrst hélt ég að henni þætti svona vænt um mig, þetta væri ástin. En brátt skildi ég að hún var bara að veiða mig. Hún vildi fá mig á vald sitt, láta mig stjana við sig og hafa fyrir sér. Mér þótti þetta dálítið notalegt og lét það svo hafa það. Nú er hún löngu hætt að setjast á hnéð á mér og digga. Nú er aðferðin bara að skipa. En hún má vita það, að ég er ekki orðinn neitt gamalmenni. Ég get ennþá haft áhrif á kvenfólkið ef ég ætla mér. Ja-há! Þessi, sem átti að ganga um beina! Það er nokk- uð viðkunnanleg stelpa. Hún er ekki rengla og ekki hnyðja, hún er svona mátuleg. Ég gæti trúað að það væri gott að halda utan um hana, ha, ha! Ég ætti nú að setja hana á hné mér, gerði ekk- ert til þó að h ú n kæmi og sæi það, ég yrði þá kannske ein- hvers vísari! Ég ætla að kaupa hérna eitt stengsli handa telp- unni! Þegar hann kom heim með vörurnar, var allt glóandi á eldavélinni. Súkkulaðið fór beint í pottinn og varð þar óðara að mauki. Ási gekk að eldhúsborð- inu. „Hvar er maturinn, sem ég skildi eftir í morgun?“ spurði hann. „O, ég hélt að húsbóndinn hefði verið hættur við hann. Þetta var orðið kalt og ég lét það til hænsnanna.“ „Já, auðvitað var það orðið kalt. Þú bætir það bara upp með því að láta mig hafa nóg af mjólk og brauði með eggjum og osti.“ „Já, húsbóndi, það skal ég gera.“ Meðan Ási var að borða bar stúlkan inn til frúnna. Þegar því var lokið, kom hún fram og var ósköp þreytuleg. „Ertu ekki þreytt á þessu stappi?“ spurði hann. „Æi-jú, ég held að ég setjist snöggvast á hann koll.“ „Það er nú ekki mjúkt sæti.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.