Heima er bezt - 01.03.1955, Blaðsíða 10
74
Heima er bezt
Nr. 3
ekki eins einfalt og fljótmyndað
fyrirbæri eins og sumir vilja
vera láta. Ást við fyrstu sýn, sem
skrifað er svo fagurlega um í
ástarsögum, er eklci til, hins-
vegar geta piltur og stúlka orð-
ið stórhrifin hvort af öðru við
fyrstu sýn, en það, sem þar er á
ferðinni, er erotík en ekki ást.
Hitt er svo annað mál, að ero-
tíkinni getur bæzt liðskostur
smám saman þannig, að hrifn-
ing fyrstu kynna breytist í
traust ástarsamband. Má þá
benda á, að vinátta og virðing,
traust og trúnaður, sameigin-
legir vinir og sameiginlegar
minningar eru miklu traustari
bönd en hrifning stundar-
innar, sem getur verið fyrsti vís-
irinn að lífshamingju manna,
en einnig fyrsta villuvarðan á
vandrataðri leið. í þessu sam-
bandi getum við minnst ákveð-
ins atriðis úr okkar eigin menn-
ingarsögu. Eins og við vitum
öll, var það siður höfðingja til
forna að gifta saman börn sín,
og voru þau eða að minnsta
kosti dæturnar lítt til ráða
spurðar, nema sérstakir skör-
ungar væru eins og Þorgerður
Egilsdóttir og Hallgerður Lang-
brók. Þegar efnt var til hjú-
skapar á þennan hátt voru ýms
skilyrði, sem máli skipta, í góðu
lagi. Foreldrar ungu hjónanna
voru yfirleitt vinir og mjög af
sama sauðahúsi, efnamenn báðu
til handa sonum sínum dætra
efnamanna. Félagslega voru því
hamingj uskilyrðin hin ákjósan-
legustu, enda er oft komizt svo
að orði í sögunum, „Tókust með
þeim góðar ástir“. Nú er ekki
því að leyna, að þessi aðferð
orkar tvímælis, því vel gat verið
að ungmennin hefðu ratað
aðrar leiðir upp á eigin spýtur
en foreldrunum líkaði, og var þá
ráðstöfun foreldranna vitanlega
ekki giftusamleg til mikils ár-
angurs. Hinsvegar hefur sú að-
ferð, að gera erotíkina að einka-
ratkonu, sína galla.
Leggja hjón lund saman?
Hugsanlegt er að bæði piltur-
inn og stúlkan, sem ástfangin
verða hvort í öðru, hafi óvenju-
lega sterkan kynþokka, ef svo
er, vill oft gleymast að athuga,
hvort líklegt megi teljast, að
þau leggi lund saman, og þótt
þau stigi vel á legg í hjóna-
bandinu fyrsta kastið, getur
fljótlega farið að bera á því að
rasað hefur verið fyrir ráð
fram. Siðir og venjur, áhuga-
mál, umgengnishættir, vinaval
og margt fleira getur verið svo
ólíkt, að lítt hugsanlegt sé að
samræma það. Við gætum ef til
vill hugsað okkur hjón, sem
hefja hjónaband á erotískum
grundvelli einum, í svipaðri að-
stöðu eins og ef þau stæðu á
palli einum miklum, sem aðeins
hvíldi á einni, en að vísu stæði-
legri, stoð. Ef þau fara hyggi-
lega að og hreyfa sig aðeins á
miðjum pallinum og þá með
gætni, unz þau hafa haft tæki-
færi til að afla sér fleiri styrkra
stoða, getur allt farið vel. Álp-
ist þau hinsvegar út á yztu
barma pallsins með miklu fóta-
sparki, er mjög hætt við, að
pallurinn geti hrunið og það svo
snögglega, að þeim sem á hon-
um standa sé hætta búin. Eng-
inn efi er á því, að oft byggir
nútímafólk á erotíkinni einni
saman, þegar það gengur í
hjónaband, sífjölgandi hjóna-
skilnaðir tala greinilegu máli um
það, að ekki hefur tekizt að
treysta hjónabandið með nógu
mörgum stoðum. Þegar athugað
er, hvaða áhrif brostin heimili
hafa á börnin, er full ástæða til
þess að gefa undirbúningi
undir hjónaband meiri gaum
en gert hefur verið. Sáralítil
þekking fólks á hinum ýmsu
öflum, sem bærast í mannssál-
inni, hefur vafalaust komið
mörgum í koll. í skólum lands-
ins er talað við börn og ungl-
inga um fjöll í Asíu og fljót í
Ameríku, um tannafjölda í dýr-
um, sem ég þekki ekki nöfn á og
læt mig engu skipta hvort eru
til eða ekki. En leiðtogar æsk-
unnar ræða harla lítið við hana
um öfl þau, sem búa í henni
sjálfri, þótt vitneskja um þau,
göfgun þeirra eða eðlilega út-
rás eftir atvikum geti haft
úrslitaþýðingu hvað lífsham-
ingju þeirra snertir. Þekking og
skilningur á tilfinningalífi
mannsins skiptir sennilega enn-
þá meira máli en þekking á
greind hans.
Mun ég ræða þessi atriði nán-
ar í niðurlagi greinarinnar.
Samkvæmt kenningum Shand
beinist öll andleg starfsemi að
því, fyrst ósjálfrátt og síðan
sjálfrátt að mynda skipulag. Við
sáum síðast í sambandi við geð-
stefnuna ást hvernig hún safn-
aði saman tilfinningum og
kenndum til þess að verða sem
sterkust og öruggust.
Shand talar um sex tilfinn-
ingar og skýrði ég að nokkru
sjónarmið hans varðandi eina
þeirra, gleðina. Við skulum nú
kynnast skoðunum Shands á
sorginni örlítið nánar.
Hver einasta undirstæð hvöt
hvort sem hún er háð frumtil-
finningu eða ekki, er háð ótta
- reiði - gleði - sorgar kerfinu á
þann hátt, að gruni okkur eyði-
leggingu hennar vekur það ótta,
sé truflun fyrirsjáanleg, vekur
það reiði, sé fullnæging í vænd-
um vekur það gleði en sé eyði-
legging hvatarinnar framundan
vekur það sorg.
Þunglyndi vekur ótta nema
því aðeins, að sorgin sé svo sár
að einstaklingurinn geti ekki
hugsað sér aðra sorg meiri, þá
útilokar hún óttann.
Undir venjulegum kringum-
stæðum vekur eyðilegging á
bæði hvöt, ósk og geðstefnu
sorg.
Niðurl. í næsta hefti.
Smælki
Vill ekkert eiga á hœttu.
Presturinn: — Hvers vegna
ertu alveg hættur að sækja
kirkju, Ólafur minn?
Ólafur: — Það eru nú þrjár á-
stæður til þess, prestur minn.
Fyrir það fyrsta líkar mér bölv-
anlega við ræðurnar þínar, og í
öðru lagi líkar mér fjandalega
við svipinn á þér, þegar þú ert í
stólnum, og í þriðja lagi var það
við messu hjá þér, sem ég hitti
konuna mína í fyrsta skipti.
—o—
Þrátt fyrir há fjöll og regin-
djúp höf er yfirborð jarðarinnar
ákaflega jafnt. Ef maður hugsar
sér jörðina minnkaða niður í 30
sm. að þvermáli, myndi yfirborð
hennar vera sléttara en yfirborð
biljardkúlu.