Heima er bezt - 01.03.1955, Blaðsíða 5
Nr. 3
Heima er bezt
69
Jón Skíði:
Móðurminning á andvöku
in í frillujífi. Arnbjörg, kona
hans, var lengi heilsulítil og rúm-
læg hin síðustu ár. Oft var þeim
Ingibjörgu og Odöi refsað, en þau
skildu ekki að heldur að fullu.
Þegar Arnbjörg andaðist, gekk
Oddur svo að eiga Ingibjörgu
þessa, og eftir lát hans bjó hún
á Borgarlæk um hríð með Jó-
hannesi syni sínum. — Þegar Jó-
hannes kemst á fermingaraldur
er farið að skrifa hann Oddsson.
Þessir unglingar lögðu lag sitt
saman og frömdu innbrot og rán
á Fannlaugarstöðum hjá Sigurði
bónda, en þar hefur þeim félög-
um þótt hagkvæmt að bera nið-
ur og kann þar að hafa valdið
kunnugleiki Jóns á heimilinu.
Brutu þeir upp útikofa hjá Sig-
urði bónda og stálu þar pening-
um og matvælum. Var þetta
stærsta afbrot Jóns, en við fleira
var hann kenndur. Voru þeir
dæmdir í 3X27 vandarhagga
refsingu hvor 2. des. 1850, en
ekki var hegningin á þá lögð þá.
Árið 1855 er Jón Bergþórsson
vinnumaður á Selá, að því er
segir í kirkjubókinni, en í mann-
talsbókinni er hann talinn á
Kleif.3) Má vera, að hann hafi
verið að hálfu sitt á hvorum bæ.
Var nú sem oftar matarlítið á
Skaga og veiði stundum, er þess
var nokkur kostur. Bændur á
Fram-Skaga hjuggu vakir á ís-
inn framundan svonefndu Ás-
nefi og lögðu lagvaði. Hinn 7.
marz þetta ár hafði veiðzt óvenju
vel, urðu þeir bændur seint fyrir
um kvöldið að koma í land veið-
inni. Morguninn eftir er enn far-
ið á ísinn, og var þá ætlunin að
sækja það, sem eftir hafði orð-
ið kvöldið fyrir. Veður hafði
breytzt um nóttina. Hann var
orðinn hvass á sunnan „og kom-
in bezta hláka“, segir í veður-
skýrslum úr Skagafirði frá þess-
um tíma. Fór Jón út á ísinn með
sleðagrind og hugðist draga í
land hákarl, sem eftir hafði orð-
ið þar kvöldið áður. Fylgdi hon-
um hundur hans. Meðan Jón er
að búa sig til ferðar í land aft-
ur, lónaði ísinn sundur og rak
óðfluga til hafs, og hefur ekki
spurzt til hans síðan. Sást til
hans úti við hafsbrún, meðan
i) Jón var ýmist í Gönguskörðunum eða
úti á Skaganum, næstu sveit.
Mynd þín mamma
muninn geymir.
í tómsins auðn
tregi þreyir.
En því er ég fár,
er finn ég gjörla,
að ég á auð þann
er enginn fær grandað.
Ég minnist þín
þó móðan streymi.
í kyrrð hinzta kvölds
skal kall mitt hrópa
á þig, eins og þrá mín
á þessari stundu
leitar hins liðna,
er þú leiddir mig ungan
fyrstu fálmkenndu sporin
til framtíðar minnar.
bjart var, í sjónauka og hljóp
hann þá aftur og fram um ísinn.
Hundurinn, sem hafði fylgt hon-
um, komst í land á Skaga. Segja
sumar samtíma heimildir, að
hann hafi komið að Víkum á
Skaga sex dægrum síðar.
Ekkert var gert til að reyna að
bjarga Jóni, enda þóttu engin
tök á því, er því óvíst, hve lengi
hann hefur lifað á ísbreiðunni,
en ætla má, að kuldinn hafi þó
fljótlega séð fyrir honum, því að
ólíklegt er, að hann hafi verið
skjóllega búinn. Daginn eftir að
þetta bar við, er veðurfari við
Skagafjörð innanverðan lýst svo:
„Suðvestan hvass, frost.“ Þann
10. marz er sama veður, en þann
11. „þokubelgingur og kuldi,“ og
sama veður þann 12. marz. Ekki
er með öllu ósennilegt, að Jóni
hafi eitthvað treinzt líf á þess-
ari dauðasiglingu, einkum er
hægt að geta sér þess til, ef há-
karlinn og dót hans allt hefur
fylgt honum eftir á ísnum, en
ekki er annars getið en svo hafi
verið. Og ef það er rétt, að rakki
hans hafi komið í land sex dægr-
um síðar, en sú heimild er frá
séra Pétri Guðmundssyni, sem
var nákunnugur á þessum slóð-
Finn ég hönd þína mamma
minnast við vanga.
Man ég bros þitt er bjóstu
mér, barninu þínu,
athvarf — frá öllu er grætti,
af ástúð þíns hjarta.
Þá vissi ég ei, að þú ,áttir
oft örðuga daga.
Þín ævileið laut þeim lögum
að leiða og hugga.
Er ég við andvöku stríði
með æsku að baki,
, og lít yfir liðinn tima,
er það ljósið þitt ,mamma
er veitir mér frið,
og þá finn ég
að enn biður þú bænimar
þínar
yfir beðinum mínum.
Hvert sem að leiðin mín liggur
sé ég ljósið þitt, mamma.
um, bendir það óneitanlega til
þess, að Jóni hafi enzt líf lengur
en daginn. Séra Þorkell Bjarna-
son lætur þess getið, að fólk hafi
talið, að hér hafi Jóni í koll kom-
ið slæm hegðun: „Voru hin svip-
legu afdrif hans álitin dómur
guðs fyrir oflæti og óguðlega
hegðun,“ segir prestur.
En yfirvöldin voru seinheppin
hér eins og stundum fyrr, því að
Jón lézt, áður en því varð í verk
komið að láta hann taka út
hegningu þá, er honum hafði
dæmd verið 1850, en síðan hafði
Jón fundizt sekur um fleira.
Jóhannes, félagi Jóns, lagði
lag sitt við Sæmund nokkurn og
komst enn í þjófnaðarmál, stal
trippi, sauðum, matvælum og
peningum ásamt með Sæmundi
þessum, sem var umkomuleys-
ingi á líkan hátt og Jóhannes.
Þær urðu margar slysfarirnar
á Skaga á 19. öldinni, svo marg-
ar, að furðu gegnir, því að sum
árin fórst fjöldi manna, ýmist í
sjó eða varð úti. Sú saga verður
ekki rakin hér, aðeins í fám orð-
um sagt frá dauða Jóhannesar.
Sigurður bóndi Jónsson á
Hvalnesi á Skaga átti bát þann,
er Hafrenningur hét, og gerður