Heima er bezt - 01.03.1955, Blaðsíða 28
92
Heiha kr bkzt
Nr. 3
Verzlunarhættir fyrir 100 árum.
Verzlunarmál.
„Allur almenningu^jhér syðra
verður nú að sæta þyngri kjör-
um í matvörukaupum við kaup-
menn vora hér í suður-kaup-
stöðunum, er fengu kom-að-
flutninga í haust, eftir það
kornið var fallið svo mjög í Dan-
mörku, að það var selt þar og
keypt almennt á 6 rd., heldur
en sannfrétt er úr öðrum kaup-
stöðum á landinu, þar sem korn
þetta hefur aðfluzt í haust, og
heldur en sanngimi stendur til.
Bæði í Múlasýslunum, á Akur-
eyri og á Skagaströnd, var korn-
ið, sem í haust kom, sett niður
í verði til rd., bankabygg til 12—
Það er mýkra fyrir þig að setjast
hérna á hnéð á mér.“
„Á hnéð á þér? Ég þori það
ekki. H ú n gæti komið fram! “
„Nei, það er varla hætt við
þvi, h ú n hlýtur að una sér vel
hjá elskunum sinum.“
Og hann tók utan um hana og
setti hana á kné sér.
„Hérna, jóðlaðu þetta á með-
an, ég keypti það handa þér.“
„Handa mér? Og þetta er upp-
áhalds súkkulaðið mitt!“
„Heldurðu að ég viti ekki,
hvað kvenfólkinu kemur bezt?“
Rétt í þessu stóð h ú n fyrir
framan þau.
„Ási, hvað ertu að gera?“
„Ég er nú bara að borða, ég
fékk ekki að hafa frið til þess
áðan.“
„Já, en hvað ertu að daðra við
stúlkuna?“
„Hún situr nú bara þarna og
borðar súkkulaðið, sem ég keypti
handa henni.“
„En ég hefði aldrel trúað, að
þú gerðir þetta!“ Kjökrar. „Að
þú skulir geta gert þetta!“
„Ekki er henni alveg sama,"
tautaði Ási niður í bringuna á
sér.
„Og nú hef ég ekkert gaman
að samsætinu. Ekki neitt! Það
er nú verst!“ sagði hún.
— Og maðurinn konunnar
sinnar hélt áfram að borða
brauð og drekka mjólk.
Huld.
12y2 rd. Vér vitum allir, að það
er algengt fyrir kaupmönnum að
hœkka í verði kornmat þann,
sem þeir eiga óseldan hér, en
þótt þeir hafi keypt það korn
með vægu verði og selt að því
skapi framan af sumrinu, undir
eins og frézt hefur frá útlönd-
um, að kornið væri þar hækkað
í verði. Svona var það hér í
fyrra haust, reyndar að mestu
leyti aðeins í orði kveðnu, af
því flestir kaupmenn vorir vóru
þá kornlausir. Væri þetta ekki
alsiða hjá kaupmönnum, sem
vér sjáum þó ekki að sé á neinni
sanngirni byggt, þá væri það alls
ekki tiltökumál þó ekki setti þeir
nú niður kornmat þann, er þeir
áttu fyrndan, þegar ódýra kom-
ið kom í haust; því korn það er
þeir keyptu og fluttu hingað í
vor, gátu þeir í rauninni ekki
selt vægar en á rd., nema með
tilfinnanlegum skaða sínum, og
á meðan óséð var hvemig ís-
lenzka varan myndi ganga þeim
út. En nú, úr því þeir fengu með
haustskipum vissu fyrir því, að
íslenzka varan seldist mæta vel,
þá var því meiri sanngirnis-
ástæða fyrir þá, til að setja nið-
ur verðið á korninu, einkum því
sem nú fluttist og keypt var á
6 rd., sem hún var minni, já alls
engin fyrir þá í fyrra og að und-
anförnu að hækka í verði það
kom um 2 dali og meira, sem þeir
gátu sér að skaðlausu selt með
sama verði og áður. — Það er nú
einkum eftirtektarverð verzlun-
araðferð stórkaupmanns P. C.
Knudtzons í þessu efni. Hann
sendi nú í haust aðeins rúmar
500 tunnur matvöru til þessara
3 verzlana sinna, sem hann á í
Reykjavík, Hafnarfirði og Kefla-
vík, — meðal þessara matvæla
voru og baunir, sem miklu eru
nær því, að vera svínafæða en
manna, — og lætur hann nú
selja hinum mörgu fátæklingum,
sem við verzlun hans eru
bundnir og verða að sæta lagi
að fá skeffu og skeffu, jafnótt
og þeir eignast fyrir henni,
þenna kornmat á 12 rd., er hann
hefur keypt á 6 rd eður minna.
Aftur er það vel skiljanlegt,
hvers vegna verzlanir Knudtzons
hér syðra bjóði ekki þetta korn,
er þeim var sent i haust, með
vægu verði; eigandinn sendi að-
eins 500 tunnur matvæla, og var
verzlunin hér í Reykjavik þar af
í skuld um 75 tunnur. Þannig
urðu ekki eftir nema rúmar 400
tunnur handa öllum 3 verzlun-
unum og er auðráðið að slíkar
birgðir eru sem ekkert handa
öllum þeim fjölda, sem bæði var
búið að lofa korni fyrir innlagða
vöru, og sem neyð og heimska
bindur til viðskipta við slíkan
skiptavin; því auðséð er að ekki
er sent nema sem allra minnst að
varð, til þess að neyðin yrði að
þrýsta að hinum snauða, að
kaupa það við hvoða óverði sem
eigandanum þóknaðist að setja
upp á það.
Ef slík verzlunaraðferð getur
ekki opnað augun á viðskipta-
vinum Knudtzons, þá verða þeir
að njóta vel viðskipta við hann;
en hann hefur nú heiðurinn af
því sjálfur, að nota sér neyð
hinna fátæku með því að selja
þeim 3—4 dölum dýrara en hon-
um er skaðlaust, það korn, sem
auminginn má til að kaupa til
að svipta sig og sina hinum illa
sulti.“ (Þjóðólfur).
(Ég set hér svo til í heild hina
frægu ádeilugrein, sem birtist í
desemberblaði Þjóðólfs 1854, og
vakti á sínum tíma geysilega at-
hygli að ég ekki segi úlfaþyt
meðal landsmanna. Allt vestur í
Dölum og víðar um land var
hún kölluð „þessi voðalega
grein“ og var víst að margir ótt-
uðust að hún gæti haft hættu-
legar afleiðingar. Blaðið Ingólf-
ur, er Þjóðólfur segir að kalli sig
stjórnarblað, birti grein, þar sem
Knudtzon stórkaupm. er borinn
lofi, m. a. fyrir það hve fljótt og
vel hann hafi brugðið við eitt
sinn, er kornvöruskortur var hér
á landi. Skal ekki fjölyrt um
þetta, en greinin lýsir vel við-
skiptaástandinu hér fyrir einni
öld og gæti verið fróðleg til sam-
anburðar þeim ,er hornast út í
verzlunarhætti nú til dags. —
Jóhann Bjarnason.