Heima er bezt - 01.03.1955, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.03.1955, Blaðsíða 11
Nr. 3 Heima er bezt 75 Jóhann Bjarnason: f í hátíðaskapi Þjóðhátiðin 1874. Þjóð 1 fyrra voru 80 ár liðin síðan þúsund ára hátíð íslandsbyggðar í var haldin. Þá kom konungurinn í fyrsta sinn í heimsókn til Is- | lands „með frelsisskrá í föðurhendi“, eins og skáldið kvað. — Við | árið 1874 má miða ýmsar framfarir í sögu íslendinga, þvi að þá | losnaði um viðjar hins þröngsýna einvaldsskipulags. Ætla má að { margir hafi gaman af að rifja þessa atburði upp, og er það gert ( í grein þessari. j Það er kunnugt hverjum ís- lendingi, að á síðasta ári voru liðin 80 ár frá því er löggjafar- vald og fjárforræði þjóðar- heildarinnar íslenzku fluttist inn í landið, með stjórnar- skrá þeirri, sem Kristján IX. konungur gerði sér ferð með hingað upp og rétti sínum kæru og trúu þegnum. Þá sumarmán- uði, og lengur þó, var þjóð vor í hátíðaskapi, því þrátt fyrir fæð sína og smæð gerði hún sér nú dagamun og fagnaði þeim mikla áfanga í frelsisbaráttunni, sem náð var, svo og hinum tigna höfðingja sínum með veizlu- og hátíðahöldum, fyrst og fremst í höfuðstað sínum og á hinum fornhelga hjartastað lands síns. Hefur lýsingu þessara atburða verið gerð nokkur skil hér í rit- inu á s. 1. ári, í fróðlegri yfirlits- grein eftir Kristmund Bj arnason kennara. Verður það því ekki rætt hér. En hins er vert að geta, sem síður hefur orð verið á gert, þótt það sýni glöggt, hversu þjóðin öll var gripin sömu fagn- aðarkennd, að hvarvetna úti um land voru um þetta leyti haldn- ar samkomur, veizlur og hátíðir, sumsstaðar með hinum mesta myndarbrag. Hafa geymzt um það sagnir í gömlum blöðum, bréfum og ritum, svo að hægt er að gera sér ljósa grein fyrir víða. Þegar nærri dró hátíðarárinu, þúsund ára afmæli íslands- byggðar, og farið var að hugleiða það, að vert væri að minnast á einhvern hátt viðburðar þessa,, fór svo, sem oft villa verða, að landsmönnum gekk nokkuð erf- iðlega að verða á eitt sáttir um, hversu til skyldi hagað, enda þótt flestum væri ljóst, að það yrði að vera eitthvað, „er verða mætti landi og lýð til sæmdar um ókomnar aldir.“ Alþingi ákvað að reisa þinghús úr steini, er vígt yrði á hátíðinni, en sló þó þann varnagla, að afla yrði bygging- arkostnaðarins með frjálsum samskotum landsmanna. Var kjörin nefnd árið 1867 til þess að standa fyrir söfnuninni og gaf hún skýrslu um störf sín fjórum árum síðar. En þá, árið 1871, kom í ljós, að ekki höfðu safnazt fullir 1600 rd. Þótti sýnt, að ekki væri fyrir þá upphæð unnt að reisa svo veglegt stein- hús, að sæmdi minningu svo merks atburðar og hvarf frá hugmyndinni, enda var alþing- ishúsið ekki byggt fyrr en ára- tug síðar og þá veittar úr lands- sjóði kr. 100.000.00 til bygging- arinnar. En nefndin var látin halda áfram störfum og lagt til að fénu yrði varið í það að semja sögu landsins. Kann að virðast svo, sem landsmenn hafi verið smátækir í þessu máli, en vert er að gera sér grein fyrir því, að hart var í ári og féleysi hjá allri alþýðu manna. Þjóðfundur- inn 26.—29. júní 1873 fjallaði um undirbúning hátíðarinnar og skildist við málið á þann hátt, í fyrsta lagi að skora á bók- menntafélagið „að það gengist fyrir því, að samið yrði eitthvert fagurt minningarrit og gefið út næsta ár“, og í annan stað bað fundurinn biskup að sjá til þess, að haldin yrði minningarguðs- þjónusta um allt land. Bók- menntafélagið hét verðlaunum fyrir ágrip af sögu landsins, en slíkur var áhugi sagnfræðinga vorra að við árslok 1874 var eng- inn farinn að gefa sig fram til starfans og sú framkvæmd þar með úr sögunni í þessu sambandi. En guðsþjónustugerðin fór fram dagana 2. ágúst og hinn 3., þar sem prestur hafði fleiri en eina kirkju. Að öðru leyti féll niður hvers- konar sameiginleg framkvæmd alþjóðar í heild, er skilað yrði framtíðinni sem varanlegri minningu hinnar miklu stundar. Nú gekk hátíðarárið í garð og enn var allt óráðið um það, hvernig, hvar eða hvenær skyldi halda aðalhátíðina, sem öllum bar þó saman um, að fara hlyti fram. Hátíðarnefnd var engin til og sjálft alþing hafði engin af- skipti af þeim atriðum út af fyr- ir sig, svo mikið undrunarefni sem það þó er. Vetur var harður og erfitt um allar samgöngur í því skyni að vinna sameiginlega úr hinum ýmsu tillögum, er fram komu manna á meðal. Leið svo fram undir vor og var ekki ann- að sýnna en í óefni væri stefnt öllum undirbúningi hátíðar- halda, sem hlutu að miðast við þetta sumar, seint eða snemma. Það er ánægjulegt að minnast þess, að sá maður, er loks tók skarið af öllum þessum óákveðnu vangaveltum, og barg einnig að þessu leyti sæmd þjóðar sinnar, var sá, sem jafnan mun bera hæst á sviði íslenzkra þjóðmála. Fyrir áskorun „forseta Þjóðvina- félagsins, Jóns Sigurðssonar al-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.